Vikan


Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 33
allsnakinn og skjálfandi. Hann starði út í myrkrið, — og fyrr en varði sá hann, hvar hinn óði ber- serkur gægðist upp um þakgluggann. Það yarð því miður ekki i efa dregið, enda þótt hann sæi hann aðeins sem óljósan skugga. Og hann þóttist vita, á hverju hann mætti eiga von. Og þá hafði hann eiginlega látið skelfinguna hlaupa með sig í gön- ur . . . Allsnakinn skreið hann á fjórum fótum, eins hratt og hann mátti, eftir mænin’um, unz hann komst á bak við reykháfinn. Raun- ar hafði hann fyrst skriðið lengra, allar götur þangað til hann sá götu- ljósin fyrir neðan þakbrúnina; en þá sundlaði hann, sneri við og á- kvað að leit fylgsnis bak við reyk- háfinn. Kannski mundi berserkur- inn ekki koma auga á hann þar. Nei, hann gat ekki talið sig óhult- an þar, hugsaði hann. Það var ekki nema um eitt að velja, — hann varð að leita fylgsnis niðri í reykháfn- um, — í sjálfum reykganginum. Og sem sagt, hann skreið þarna alls- nakinn niður í sótið og hélt báðum höndum dauðahaldi í reykháfsbrún- irnar. Og þarna hékk hann eins og hangikjötsskrokkur, og ylurinn frá ltulnuðum aringlóðum ornaði köld- um líkama hans. Hann þóttist mega telja sig öruggan þarna, og eflaust mundi berserkurinn snúa við, þegar hann gæti hvergi komið auga á hann á þakinu. Það var því ólíklegt, að hann yrði að hafast þarna við leng- ur en góðu hófi gegndi. En einnig sú von brást. NDARTAKI siðar var ber- serkurinn nefnilega kominn þarna að reykháfnum. Og það var síður en svo, að æðið væri af honum runnið. Hann hafði tekið sér barefli að yopni, þegar hann hóf eltingarleikinn, digran göngustaf, sem hann hefur eflaust gert sér vonir um, að hann fengi tækifæri til að láta dansa þung- um skrefum á hausamótum friðils- ins. Eflaust hefur hann fylgzt með ferðum hans uppi á þakinu lengur en hinn grunaði. — Þótt myrkt væri, var auðgrillt í nakinn skrokk hans á ekki lengra færi, og trúlegt er, að berserkurinn hafi glott, þegar hann sá náungann, sem hann fyrir nokkr- um mínútum hafði komið að í örm- um eiginkonunnar, flýja niður i sót- ugan reykganginn. Vist er um það, að hann hélt rakleitt að reykháfn- um, og þar sem hann náði illa til að berja friðilinn í hausinn með stafn- um, lét hann höggin i þess stað dynja miskunnarlaust á fingrum hans án þess að skeyta hinum aug- ljósu afleiðingum hið minnsta. Og vesalingurinn allsnakti veinaði og bað sér vægðar og hefur eflaust heitið því að syndga aldrei framar. En hér dugði ekki nein iðrun eða yfirbót. Fingur hans lömuðust al- gerlega við höggin, réttust upp, og allsnaltinn likaminn, sem þegar var eitthvað farinn að kámast af sótinu, hvarf skyndilega niður í myrkra- djúp reykgangsins eins og flekkuð og fordæmd sál niður i hin yztu myrkur, .... lirapaði, unz hann nam staðar í sjálfheldu sótþrengsl- anna. . . Það var þá, að gamla konan hringdi öðru sinni til þeirra á lög- reglustöðinni og tjáði þeim, að dul- arfull fyrirbæri væru greinilega að gerast í húsinu. Og þar hafði hún rétt fyrir sér, — að minnsta kosti að vissu leyti. Presturinn og stúlkan. Framhald af bls. 13. að ég geti veitt yður einhverja að- stoð. —- Eg veit það, sagði hún þakklát. Ég veit, að þetta er heimskulegt af mér. Mér finnst bara, að ég sé svo hjálparvana án yðar. — Það er sennilega ímyndun yðar, maldaði hann í móinn. Þér styrkizt dag frá degi; — í rauninni þurfið þér min ekki lengur við. — Jú, og meir en yður grunar, mælti hún af einlægni. Einn af þjónunum bar að í þessu. — Leyfi mér að tilkynna ungfrúnni, að herra Stefán er kominn, mælti hann hátíðlega. Eva hristi höfuðið. — Ég vil ekki líta hann augum, sagði hún hranalega. Við þann mann á ég ekki neitt vantalað. Presturinn lagði höndina á öxl henni. —■ Ekki of fljótfær, ungfrú Eva, mælti hann róandi. Lofið mér því að reyna að skilja og fyrirgefa. Augu þeirra mættust eitt andar- tak. Svo hraðaði hann sér á brott án þess að segja fleira, en ungfrú Eva horfði á eftir honum með tárin í aug- unum. Andartaki síðar var Stefán kom- inn út til hennar. Hann kyssti á hönd henni og tók sér sæti á stólbríkinni. — Hvaða erindi áttu hingað? spurði hún kuldalega. — Þarftu að spyrja? — Ég veit ekki betur en öllu sé lokið okkar I milli, svaraði hún. Þú virðist una þér ágætlega i Róma- borg, . . . njóta lífsins í rikum mæh. . . — Eg þykist vita, að þú hafir séð myndirnar í blöðunum, mælti hann gremjulega. En á þeim er ekki minnsta mark takandi, — það get ég fullvissað þig um. — E'kki er ég að ásaka þig. Ég fagna því, að þú skulir hafa fundið það, sem þér er að skapi. — Þú lætur eins og ást okkar hafi ekki neitt gildi. —■ Hver er kominn til að segja, að þar hafi ekki einungis verið um vin- áttu að ræða? spurði hún. — Það varst Þú, sem vildir, að ég færi til Italíu. . . — Var þér ekki fyrir beztu að slita þig frá þesgu öllu? Ég skil alls ekki, hvaða erindi þú átt hingað aftur. Hann leit ásakandi á hana. — Hertha sagði, að þér væri að batna. —■ Og þá komstu. Það er fallega gert, en ég er hrædd um, að þú verðir fyrir vonbrigðum. Ég get ekki gengið enn, —• get það ef til vill aldrei. . . Framhald í næsta blaði. Hmar formfögru og klassísku Weslock hurð- arskrár, eiga miklum og vaxandi vinsældum að fagna. Þær sameina 3 höfuðkosti framleiðsl- unnar, eru vandaðar, fallegar og öruggar. K.Þorsteinssoii t (t. Tryggvagötu 10. Sölustaðir i Reykjavík: J. B. PJETURSSON, A u- u 4 • Y ‘ IN' iVÖRl h h: Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið i einu en oftar. En þú hefir rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVEA ! Ni. sa inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. ViKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.