Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 27
Tetractys
TIL ÚTREIKNINGA Á VINNULAUNUM, REIKNIN GUM,
VÖRUBIRGÐUM. — TETRACTYS HEFIR 2 TELJARA LEGG'-
UR SAMAN, DREGUR FRÁ, MARGFALDAR OG DEILIR. ÞESSI
VÉL KEMUR í STAÐ TVEGGJA VÉLA. ÁRS ÁBYRGÐ. —
z*.
G. HELGASON & MELSTEÐ H.F.
RAUÐARÁBSTÍG 1 — SÍMI 1 16 44.
is daðrað af kappi við mág yðar
að systur yðar ásjáandi, — ekki
vegna þess, að þér séuð minnstu
vitund hrifin af honum, heldúr cin-
göngu til þess, að hann siái yður
gullhamra.
Það mátti greinilega sjá það á
Júlíu, að hún reyndi cftir megni
að hafa stjórn á skapi sinu.
— Ég er fús að lilusta á gagnrýni,
sagði hún, — en þó þvf aðeins, að
það sé eitthvert vit i henni. Þér
segið, að ég ‘■'é að sækjast eftir gull-
hömrum. Það er hrein og bein fjar-
stæða. Ég haga nvér og lifi mínu
blátt áfram eftir mínu eigin höfði
— og kæri mig hvorki um gullhamra
né neinar þess háttar blekkingar.
Það vill svo til, að fólki feliur yfir-
leilt vel við mig ...
— Þér vitið ekki, hvað það scgir
á bak . ..
— Nei, að sjálfsögðu veit ég það
ekki, en ég er harðánægð með allt
eins og það er og kæri mig ekki
um nerinar breytingár. Systir min
og mágur vilja, að ég gifti mig, en
ég segi nei. Ég kæri mig ekki um
neina fjötra.
— Og þó held ég, að þér þráið
einhverja rómnntik svona innst
inni, varð Finni að orði.
Júlía skellihló.
— Rómantik, endurtók hún, — að
ég sé rómantfsk? Nei, það er það
hlægilegasta, sem ég hef lengi heyrt.
Ekkert er mér fjarlægara. Ég er
bókstaflega gersneydd aliri róman-
tik.
— Allar konur eru rómantiskar
f eðli sinu, — þér lfka, Júlia.
— Ætli það sé ekki öllu heldur
hitt, að það séu karlmennirnir, sem
eru rómantiskir. Við skulum bara
taka yður sjálfan sem dæmi, mælti
hún. — Það voruð þér, sem völduð
þessa rómantisku siglingarleið, —
þér, sem vilduð ganga hér á land,
vegna þess hve hér væri hljótt og
rómantfskt. Og grun hef ég tim það,
að tilganeur yðar. svona undir niðri,
hafi verið sá að komast þannig yfir
mig með brögðum.
Finnur starði orðlaus á hana.
— TTnldið hér T>é. að ég sé ein-
hver flagari? spurði hann.
—• Ég er enn með marbletti á öxl-
unum eftir yður, svaraði hún og
hrosti. — En þér megið ekki halda,
að ég kipni mér upp við það. Þetta
er ekki i fyrsta skipti, sem ég er
ein með karlmanni. Það var einu
sinni vinnumaður hjá okkur, sem
hafði það af að tæta utan af mér
treviuna, áður en mér tókst að koma
höggi á hann, svo að hann féll f
rot.
— Ée hakka yður náðarsamlega
fyrir það, að þér skylduð þó ekki
láta mig sæta svipaðri meðferð,
mælti hann kuldalega.
— En, góði Finnur, ... þér ætlið
þó ekki að mæla þvi f mót, að það
sé eðii allra karlmanna að vilja
sigra og undiroka? Sérhver karl-
maður vill einmitt drottna yfir
þeirri stúlku, sem hann hrffst af,
og svo gerir hann sér vonir um, að
hún geri svo vel og láti bugast.
Hafið þér ekki einmitt lesið þetta
f sálfræðiritum?
Finnur reis á fætur.
— Ég held, að þetta rabb okkar
sé með öllu tilgangslaust, sagði
hann. — Það er víst bezt, að við
höldum heim aftur.
— Það fer prýðilega um mig
hérna, sagði Júlia.
— Þá skuluð þér sitja kyrr, fyrir
alla muni ...
— Einmitt það. Þér ætlið þá að
l
taka bátinn og láta mig eina hér
eftir. i j j jgjjj
— Alls ekki. Það vill svo tií, að
ég er ekki neinn þorpari, jafnvel
þótt þér kunnið að vera á annarri
skoðun. Ég læt yður eftir bátinn,
en fer sjálfur gangandi.
— Gangandi? endurtók hún furðu
lostin, — alla þá leið ...
— Það er ekki nema klukkustund-
argangur héðan til Linde, og þar
næ ég i áætlunarbíl. Við sitjum svo
náið í bátnum, að yður finnst það
eflaust til óþæginda ... Jæja, sjá-
umst seinna, Júlía.
— Ég ætlaði alls ekki að móðga
yður.
— Það var heldur ekki tilgangur
minn að haga mér eins og dóni, þeg-
ar ég kyssti yður, svaraði Finnur.
I-
Júlía settist upp og horfði á eftir
honum. — Merkilegt, hvað karlmenn
geta verið hörundssárir, tautaði
hún. — Sem betur fer, þá tökum
við hlutina ekki svona nærri okk-
ur. Og ætli ég komist ekki af án
hans ...
Hún spratt á fætur og liljóp niður
brattann. Þegar hún var komin
langleiðina, rann steinn undan fót-
um hennar. Hún kenndi sársauka
um öklann og datt kylliflöt.
Hún beit á jaxlinn og reyndi að
stilla sig um að veina.
— Þurfti ég nú líka endilega að
snúa mig um öklann, tautaði hún.
Allt er það eins.
Sem betur fór, þurfti hún ekki
að haltra nema nokkur skref til
þess að komast um borð i bátinn.
Henni ætlaði þó að veitast það örð-
ugt, þvf að hnullungarnir f fjörunni
voru blautir og sleipir.
Og nú var að ræsa hreyfilinn.
Hún hafði aldrei reynt það áður,
en tekið eftir þvi, hvernig Finnur
brá linuspotta um sveifluhjólið og
kippti svo í. Það gat ekki verið neinn
vandi. En fyrst hreyfði hann rofa
og stillti . .. sisvona. — Já, þarna
kom það ...
Hún kippti f linuna, en hreyfill-
inn fór ekki í gang, reyndi aftur,
en það fór á sömu leið. Reyndi enn
— og enn. — Enginn skyldi geta
sagt, að hún hefði gefizt upp fyrr
en í fulla hnefana, spyrnti við þeim
fætinum, sem ómeiddur var, og
Framhald á bls. 30.
VIKAN 27