Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 26
FYRSTA FLOKKS
VINNA -
BETRI EFNI -
OG NtRRI SNIÐ
GERA FÖTIN
FRÁ OKKUR
VINSÆLUST.
Konur eru rómantískar.
Framhald af bls. 7.
Nú brosti hún enn til hans, en
í þetta skipti var bros hennar dá-
lftið glettnislegt og storkandi.
— Um það get ég ekkert sagt
enn. ÞaS kemur á daginn. Má bjóða
yður meiri lauk?
— Nei, þakka yður fyrir. En
þetta var prýðisgóður matur. Þér
gætuð eflaust orðið fyrirmyndar.
húsmóðir.
Hún hló.
— Ég hef aldrei haft neinn áhuga
á þess háttar dundi.
— Jæja, hvað er það þá, sem þér
hafið helzt áhuga á?
— Hestum, fyrst og fremst hest-
um, — og svo auðvitað búskapnum.
— Búskapnum?
— Já.
— Hafið þér þá ekki áhuga á
neinu ... innan húss?
— Jú, jú. Ég hef gaman af að
tefla skák. Teflið þér ...
— Já, ég hef mikið gaman af að
tefla, — það er að segja, ef and-
stæðingurinn kann dálítið fyrir sér,
bætti hann við, rétt eins og hann
vildi gefa i skyn, að konur kynnu
vitanlega ekki að tefla skák.
— Ágætt. Þá getum við tekið tafl
saman. Og Júiía spratt á fætur.
— Nú á stundinni? spurði hann.
— Já, hví ekki það? Eruð þér
ekki til í það?
— Jú, auðvitað, svaraði hann.
Fyrst hann gat ekki rekið henni
þann löðrung, sem hún virtist hafa
allan hug á að vinna til, þá gæti
hann þó að minnsta kosti mátað
hana í tafli, — þótt komið væri fram
yfir miðnætti.
— Ég held nú það, svaraði hann.
— Ég sæki taflið.
Júlía tefldi alldjarft, en hann
komst brátt að raun um, að hún
var ekki neinn viðvaningur. Hún
rabbaði við hann á milli þess, að
þau léku fram mönnum sínum, og
reykti hverja sigarettuna af annarri.
Finni veittist örðugt að einbeita
sér að taflinu; hún hafði náð betri
stöðu, drepið báða riddarana fyrir
honum. Og þegar klukkan var orðin
hálffjögur, gerði hún hann mát.
Hann var of þreyttur og syfjaður
til þess, að hann gæti dulið gremju
sína.
— Fari það grábölvað, varð hon-
um að orði.
— Þér eruð alls ekki svo afleitur
taflmaður, sagði hún og teygði frá
sér bífurnar. — Viljið þér kannski
jafna metin?
— Núna, eigið þér við?
— Já.
— Eigum við ekki að láta það
bíða þangað til í fyrramálið? Ég
fór á fætur klukkan sjö í morgun
að veiða silung.
— Hvað er að heyra? Og ég fó*-
á fætur kluklcan sex til að stumra
yfir doðaveikri belju. Jæja, kannski
við látum það bíða til morguns.
Hafið þér nokkra hugmynd um,
hvar mér er ætlað að sofa?
— Já, uppi i gaflherberginu. Á
ég ekki að halda á töskunni fyrir
yður?
— Jú, þakka yður fyrir.
Júlía kveikti sér i enn einni
sígarettu og stökk svo upp stigann
eins og skólastelpa.
Næstu dagana var það hún, sem
setti svipmót sitt á heimilið. Lífs-
fjör hennar, kæti og skapfuni kom
öllum í hátíðarskap. Nú var ekki
sofið fram undir hádegi eða hímt
yfir kaffinu á kvöldin. Finni tókst
að jafna metin og máta hana í tafl-
inu, og það jók honnm sjálfstraust,
sem með þurfti. Þau gengu stund-
um saman um nágrennið, eða þau
brugðu sér út á vatnið í litlum bát
mcð utanborðshreyfli. Og Finnur
liafði gaman af að sitja undir stýri,
bólt farkosturinn væri ekki stór.
Dag nokkurn sigldu þau langan
spöl út með ströndinni og gengu
loks í land, þar sem skógurinn óx
niður að vatninu. Þarna var for-
sæla og mjúkt gras i hvammi milli
trjánna.
Svo klifu þau upp nokkurn
bratta til þess að komast upp á
syllu, þar sem sólarinnar naut.
Finnur fór undan, og þegar hann
var kominn upp á sylluna, rétti
hann henni höndina til hjálpar.
Hún þá það, en um leið og hann
kippti henni upp á sylluna, lenti
hún i faðmi hans. Hann þrýsti henni
að sér eitt andartak og kyssti hana
síðan, áður en henni gafst tóm til
að átta sig.
Hún losaði sig úr örmum hans
og hleypti brúnum.
— Þessu bjóst ég ekki við af yð-
ur, varð henni að orði.
Hann leit á hana — dálítið undr-
andi.
— Er það kannski eitthvað ein-
kennilegt, þótt maður kyssi fallega
stúlku, þegar svo vill til, að hún
lendir í faðmi manns?
Hún settist i grasið og krosslagði
fæturna.
— Ég bjóst alls ekki við því, að
þér munduð kyssa mig, Finnur. Ég
hélt ekki, að yður litist það vel á
mig.
Hann yppti öxlum.
— Sleppum því, sagði hann. —
En mér dylst ekki, að þér eruð fal-
leg stúlka, Júlía, enda þótt þér hafið
verið skemmd á dekri og viljið um-
fram allt, að allt snúist um yður
sjálfa ...
Það þurfti minna til, að Júlía
reiddist.
— Hvað segið þér? Þannig hef-
ur enginn leyft sér að tala við mig
áður ...
Finnur settist og rétti rólega úr
fótunum.
— Þá er líka sannarlega tími til
þess kominn. Jú, það er einmitt
yðar versti galli. Þér hafið til dæm-
26 VIKANl