Vikan


Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 4
G.K“ o. fl. ... Það er hverri húsmóður í blóð borið að hafa gaman af bakstri og matreiðslu en að- stæður þeirra eru ótrúlega misjafnar. En hafi þær eignast Ken- wood-hrærivél, þá verður þetta leikur einn. Kenwood- hrærivélin vinnur fyrir þær öll erfiðustu verkin. Hún hrærir, hnoðar, pískar og hakkar og auk þess eru til ýmiss önnur hjálpartæki fyrir vélina. Sem sagt Kenwood léttir húsmóðirinni heimilis- störfin. Það er þess vegna, sem hver hagsýn húsmóðir velur Kenwood hrærivélina. Verð kr. 4.890,00. AFBORGUN ARSKILMÁLAR Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687. Iíæra Vika. Ég þakka þér allar góðar stundir og ekki hvað sizt nú upp á síðkastið skemmtilegar greinar um ýmis efni; einkum þær, sem „G. K.“ skrifar, og svo þær með nafninu Karlson undir. Hver er hann, þessi blaðamaður, eða er hann rithöfundur? Það er sér- staklega skemmtileg kímnigáfa og still yfir þeim — það var alveg dá- samlegt að fara á skiði og djass með honum. Jæja, Vika mín, þér fer fram, og er það ekki það, sem allir óska sér? Gefðu mér meira íslenzkt efni — það er, lield ég, vinsælast. Með ósk um gott framhald. Hanna Stína, aðdáandi Vikunnar. -------Skammastín, Guðmund- ur Karlsson, að vera að koma nafninu þínu svona lúalega á framfæri. — Og svo — hvernig fara menn á djass? Á að koma barninu fyrir kattamef ... Kæri Póstur. Ég á tvær dætur, aðra sjö ára og hina þriggja ára. Sú eldri hefur allt- taf verið að suða í mér að fá kött, aj»og mig hefur hálfvegis langað til *þess sjálfa, og núna um daginn feng- um við okkur hálfvaxinn kettling, ósköp meinlausan, og höfum við af honum hið mesta yndi. En gallinn er bara sá, að litla dóttirin má ekki sjá dýrið, þá veinar hún upp í skelf- ingu, og aumingja kisa litla er ekk- ert um þessi vein hennar. Ég hef reynt að fá þá litlu til þess að klappa litla skinninu, en þá tryllist hún bara. Nú langar mig að spyrja þig, Póstur sæll, hvort þetta eldist ekki af barninu — hvort rétt sé að halda kisu frá stelpunni, eða hvort eigi að reyna að venja hana við? Svaraðu mér fljótt. N. M. -------Að þú skulir ekki skamm- ast þín að vera að kvelja hana dóttur þína með þessum ketti, einungis vegna þess að þú hefur einhverja ánægju af því að hafa hann í húsinu. Þér datt líklega aldrei í hug að losa ykkur við köttinn, til þess að aumingja dótt- ir þín fengi sálarró? Dönsku blöðin ... Kæra Vika. Ég held að dönsku blöðin séu að verða mikil meinsemd í okkar þjóð- félagi. Ha? segirðu, en ég meina þeíta, svei mér þá. Ég þekki til fjöl- margra húsmæðra (meinsemdin hreiðrar helzt um sig hjá húsmæðr- um), sem ekki innbyrða aðra andans fæðu en dönsku blöðin. Einu sinni þótti mikið rarítet að sjá danskt blað, bara vegna þess að það var erfitt að ná í dönsk blöð, og hérna var ekkert til svipað þeim, og nú lesa konur dönsk blöð, einungis vegna þess að þau eru dönsk, ekki af þvi þau séu betri en íslenzk. Það er allt svo skelfing gott, bara ef það kemur frá úttlandinu — svona var þetta að vísu, en það ætlar seint að verða hægt að koma fólki i skilning um að það er engin algild gæða- trygging, þótt varan sé erlend. Svona er konan min — hún er búin að blekkja sig upp i að trúa því að öll fæða, bæði andleg og likamleg, sé bezt ef hún kemur að utan. Já, og með dönsku blöðin — ég er stundum að reyna að segja henni að lesa eitt- hvað uppbyggjandi, góðar bók- menntir. Já, hún er alveg sammála — hún ætlar bara rétt að renna augunum yfir dönsku blöðin, sem voru að koma. Jæja, hún er rétt að renna augunum yfir dönsku blöðin dag eftir dag — og það stenzt á endum — hún er búin að gleypa í sig jafnvel hverja einustu auglýs- ingu, þegar næsta sending kemur — og þá þarf rétt að renna augunum yfir hana. Það verður að uppræta svona þankagang, svona óhugnan- lega múgblekkingu. Dönsku blöðin eru að vísu mjög falleg en sízt betri en — ja — Vikan. H. --------Mange tak. Hvernig er það, kæri Póstur, eru öll bréf, sem þér berast, birt orð- rétt, eða lagar þú þau til eftir þinu eigin höfði? — — — Yfirloitt reyni ég að breyta bréfunum sem minnst — birti þau þó oftlega stytt eða sam- anþjappa efnið að einhverju leyti eftir mínu eigin höfði. Sum bréf, sem Póstinum berast, eru svo löng, að þau myndu fylla marga dálka í blaðinu, önnur eru klúð- urslega stíluð, og enn önnur fjalla um svo mörg og margvísleg mál, að ógerningur er að drepa á þau öll, svo ég reyni að velja úr það, sem helzt myndi eiga er- indi til lesenda. Skapvond ... Vika kær. Konan mín á von á þriðja barn- inu. Nú heldurðu auðvitað að ég sé að kvarta yfir því að eiga von á þriðja barninu, nei, það er bara það, að hún verður alltaf svo skelf- ing skapstirð, þegar hún gengur með. Það er varla hægt að tjónka við hana, hún hefur allt á hornum sér, og allt, sem ég geri, geri ég skakkt. Er þetta eðlilegur fjári — 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.