Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 24
SVAVAR GESTS SKRIFAR UM
Hvflr er
övkin biins
NÓÆ?
Nú er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndis-
fríð hefur falið í biaðinu. Kannske í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að
finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum
verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvit-
að er frá Sælgætisgerðinni Nóa.
Nafn
Heimilisfang
Örkin er á bls. Simi
Siðast þegar dregið var hlaut verðlaunin:
ÞORBJÖRG KATARÍNUSARDÓTTIR,
Götuhúsi, Eyrarbakka.
Nýjar hljómplötur.
Victor Silvester and his ballroom orchestra.
Happy birthday sweet sixteen og The young
ones.
Orðið „quickstep“ er sett fyrir aftan nöfn
beggja laganna á þessari plötu, sem táknar það
að hér eru fyrst og fremst lög á ferðinni, sem
á að dansa eftir (og að sjálfsögðu quickstep).
Þess vegna verður að dæma plötuna sem slíka.
Takturinn er hnitmiðaður og laglínan er leikin
út alla plötuna, en hin ýmsu hljóðfæri hljóm-
sveitarinnar skiptast á um að gera það. Þetta
er frábær plata til að dansa eftir og reyndar
mjög vel leikin, en leiðingjarnt verður fyrir
þá, sem hiusta á þessa plötu, án þess að ætla
að dansa eftir henni, að heyra laglinuna aftur
og aftur, án nokkurra tilbrigða.
En svona lék Victor Silvester inn á plötur
fyrir 30 árum, og svona leikur Victor Silvester
inn á plötu í dag og allt, sem Victor Silvester
leikur inn á plötu, selst vel í Englandi, þvi þar
er dansmennt á háu stigi, og alltaf vilja hinir
dansandi Englendingar fá eitthvað nýtt til að
dansa eftir, þeim er nokk sama hvort það er
sungið, eða hvort hljóðfæraleikarinn, sem spilar,
er hátt skrifaður sem jazzleikari, bara ef að
takturinn er réttur, og það er Victor Silvester
sem veit leyndardóminn um hinn rétta takt,
hann er í blóðinu á Victor Silvester. Hjarta hans
slær ýmist í jive, slow-fox, eða quickstep-takt,
já og meira segja cha-cha og twist-takt, því
Victor Silvester fylgist með tímanum. Þegar
dansmennt verður kominn á jafnhátt stig liér
á íslandi og í Englandi, þá nninu slíkar plötur,
sem þessi verða vinsælar hér og liklega verða
þá komnar hljómsveitir hér, sem leika sam-
kvæmt taktmæli og skeiðklukku — ef ekki rat-
sjá og dýptarmæli!
Þetta er Columbia-plata, sem fæst i Fálkanum,
Laugavegi.
Framhald á bls. 37.
Viktor Silvester.
saxófón I fyrsta KK-sextcttinum og söng lag
og lag (starfar, eins og er, lítið við liljóðfæra-
leik), Steinþór Steingrímsson píanó (starfar
litið við hljóðfæraleik) og Trausti Thorberg
gitar (stjórnar nú tríói í Leikhúskjallaranum).
Sendið músíksíðu Vikunnar gamlar hljóðfæra-
leikara- og hljómsveitarmyndir.
Gamla myndin.
Þessi mynd var tekin
á hljómleikum, sem
haldnir voru í Austur-
bæjarbíói á vegum Jazz-
blaðsins og sýnir fyrstu
meðlimi KK-sextettsins,
en þeir endurvöktu
sextettinn, eins og hann
var fyrst skipaður, þeg-
ar hann var stofnaður
1947, í tilefni af þessum
hljómleikum, en þá var
sextettinn fimm ára.
Breytingar urðu annars
fljótt á KK-sextettinum,
og hafa margir gengið í
gegnum þessa frægu
hljómsveit, á þessum
langa tíma.
Á myndinni eru f. v.: Svavar Gests trommur
(nú i Lídó), Hallur Simonarson bassi (starfar
ekki lengur við hljóðfæraleik, en er blaðamaður
að atvinnu), Guðmundur Vilbergsson trompet
og harmonika (starfar lítið við hljóðfæraleik,
er nú búsettur á Flateyri og vinnur þar að vél-
smíði), Kristján Kristjánsson klarinet og altó-
saxófónn, spilaði reyndar líka lítið eitt á tenór-
J
24 VIKAN