Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 35
Vortízkan
MlMllfÖt
Twccd-jakhar
Terylenc-buxar
Glæsilegri
en nokkru
sinni
fyrr
ræðalegs Bernards. Hún grét langa
hríð y£ir Alan og sjálfri sér og yfir
þvi hvað þau höfðu verið hvort öðru
og yfir því sem nú var lokið eða um
það bil að ljúka. Þvi að þessi endur-
fundur fékk hana til að gera sér grein
fyrir þvi sem hún hafði neitað að
horfast i augu við síðustu sex mán-
uðina; að hún hefði gert glappaskot.
Og hún mat sjálfa sig of mikils, hún
var of stolt til þess að geta blekkt
sjálfa sig lengur. Hinni alltof við-
kvæmnislegu martröð var lokið.
Á meðan á þessu stóð þerraði
Bernard andlit hennar með vasa-
klútnum sínum, langs og þvers, tuldr-
aði ógreinilegar ^thugasemdir og hót-
anir í garð þessa skítuga, rætna þorp-
ara, og svo framvegis ....
„Ég ætla að fara frá honum," sagði
hún að lokum.
„Elskarðu hann?“
„Nei.“
„Hættu þá að gráta. Segðu ekki
neitt, drekktu annars áttu á hættu
að þorna algerlega upp. Þú ert enn
fallegri, skilurðu."
Hún fór að hlæja, svo tók hann um
hendur henni.
„Hvenær ferðu heim aftur?"
„Eftir tíu daga. Kemurðu með
mér?“
„Já. Hafðu ekki af mér augun
næstu tíu dagana, eða að minnsta
kosti nema það sé óhjákvæmilegt."
„Ég á að koma fram í útvarpsdag-
skrá, á milli tveggja skófatnaðaraug-
lýsinga, en að öðru leyti er ég ó-
bundinn. Ég var að hugsa um að
taka lifinu með ró. Þú getur sýnt
mér New York."
„Fyrirtak. Komdu í kvöld og vættu
kverkarnar. Þá hittirðu Alan. Þú get-
ur sagt honum að þessu geti ekki
haldið áfram. Kannski hann taki
mark á Þér, og . ...“
Bernard tók viðbragð.
„Þú ert vitfirrt eins og venjulega.
Það er þitt að leiða honum það fyrir
sjónir."
„Ég get það ekki.“
„Hlustaðu nú á mig, hjónaskilnað-
ur er ekki sérlega viðurhlutamikið
vandamál hérna í Bandarikjunum."
Hún reyndi að ræða um Alan við
hann, en Bernard var rökfastur í
hugsun á franska visu og bar fyrir
sig heilbrigða skynsemi, sálgreining-
arfræði og ráðlagði tafarlausan skiln-
að.
„Ég er hið eina, sem er honum
einhvers virði," mælti hún i örvænt-
ingu.
„Það er flónskuleg viðbára,“ byrj-
aði Bernard, en þagnaði, hélt áfram
eftir andartak;
„Fyrirgefðu, en það hlýtur enn að
leynast með mér einhver snefill af
afbrýðisemi. Ég heimsæki þig í kvöld.
Og hafðu engar áhyggjur. Ég stend
með þér.“
Fyrir tveim árum mundi hún hafa
brosað að þessum siðustu orðum hans,
en nú var henni styrkur að þeim.
Það leyndi sér ekki að frami hans,
hvort sem hann tók sjálfur mark á
honum eða ekki, hafði gert hann
fastari í rásinni. Og eins var það, að
hún hafði sjálf beðið hann verndar,
og hann var eins hrifinn af henni
og nokkru sinni fyrr.
00O00
Alian stóð frammi fyrir speglinum
og hnýtti á sig bindið, bráðglæsileg-
ur þegar hann var kominn i dökk föt.
Hún var albúin á undan honum. Það
var einn veiluvottur hans að verða
að horfa á hana meðan hún klæddist
og snyrti sig, tefja hana undir því
yfirskyni að hann væri að hjálpa
henni, síðan skipti hann sjálfsástar-
lega um föt á meðan hún horfði á
hann. Enn einu sinni dáðist hún að
dökkbrúnum likama hans, grönnum
lendunum og vöðvamiklum hálsinum,
hugsaði með sér að innan skamms
gæti hún ekki kallað neitt af þessu
sitt og það var ekki laust við blygð-
unarkennd að hún spurði sjálfa sig
hvort hún mundi ekki sakna allrar
þeirrar fegurðar ekki síður en alls
annars.
„Hvar eigum við að borða?"
„Hvar sem þú vilt helzt."
„Já, ég gleymdi að geta þess við
þig að ég hitti einn af fornkunningj-
um mínum frá Frakklandi, Bernard
Palig. Hann skrifar sögur og siðasta
bókin hans hefur verið gefin út
hérna. Ég bauð honum til kvöldverð-
ar.“
Það var stutt þögn. Hún furðaði
sig á þvi, að sér skyldi ekki á sama
standa um viðbrögð hans, þar sem
hún ætlaði að fara frá honum eftir
tíu daga. En þegar hún virti hann
fyrir sér, virtist henni það óhugsandi
eins og henni hafði virzt Það óum-
flýjanlegt fyrir nokkrum klukku-
stundum.
„Hvers vegna sagðirðu mér þetta
ekki fyrr?“
„Ég gleymdi Því algerlega."
„Er hann ekki einn af þínum gömlu
elskendum?"
„Nei.“
„Hefur aldrei verið neitt ykkar á
milli? Hvað gengur að manninum?
Er hann eineygður eða eitthvað I þá
áttina?"
Hún hélt niðri i sér ardanum sem
snöggvast. Hún fann reið na val;na
hið innra með sér, fann hvernig háls-
æðin tók allt i einu að slá þyngra
og hraðara. Hún var að þvi komin
að segja: „Ég krefst skilnaðar,"
miskunnarlaust og ákveðið. En þá
athugaði hún það að enginn er sjálf-
ur neinu bættari þótt hann níðist á
þeim, sem miður hefur, og að hún
mundi særa Alan nógu djúpt hvort
eð var.
„Hann er ekki eineygður," svaraöi
hún, „hann er mjög geðfelldur, og
ég er viss um að þú hefur ánægju
af að kynnast honurn."
Alan stóð hreyfingarlaus, hélt
klaufalega hnýttu bindinu milli fingra
sér. Hann leit í augu henni í spegl-
inum, furðaði sig á hlýleikanum' í
rödd hennar.
„Fyrirgefðu mér,“ sagði hann.
„Það er nógu illt að afbrýðisemin
skuli hafa gert mig heimskan, en ó-
afsakanlegt með öllu að hún skuli
einnig gera mig að rudda."
„Fyrir alla muni farðu ekki að
gerast mannlegur," hugsaði Josée,
„þú mátt ekki taka neinum breyt-
ingum, ekki afvopna mig eða má á
brott ástæðuna fyrir því að ég verð
að yfirgefa þig. Þann óleik máttu
ekki gera mér" Þá gat farið svo
að hún hefði ekki lengur hugrekki
til að yfirgefa hann, og það var ó-
hjákvæmilegt fyrir hana að yfirgefa
hann. Hún bókstaflega varð að yfir-
gefa hann. Nú þegar hún hafði tekið
ákvörðun, þegar hún hafði fundið
vakna hjá sér löngun til að njóta
lífsins án hans, reikaði hún um i
einskonar vímu sem leitaðist við að
fá útrás í orði. Á meöan þau orð
höfðu ekki verið sögð, var ekkert
ákveðið. ákvörðun hennar ekki til í
veruleikanum.
„Satt bezt að segja hafði ég náin
kynni af honum. Það stóð í þrjá
daga.“
VIKAM 35