Vikan


Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 21
Ha, hvað segið þér við þessu?-------Ekkert. Nei, auðvitað ekki, þér getið ekkert sagt. — Þarna eru dyrnar, komið yður út á stund- inni, og í stærðfræðitima skuluð þér ekki láta sjá yður næsta hálfan mánuð. Klukkan var að verða tvö eftir miðnætti, allir virtust vera í fasta svefni 1 skólahúsinu. Það var þó e-inn maður, sem ekki hafði löng- un til að sofa. Hann tá glaðvakandi í rúmi sinu og hugsaði. Þessi maður var Grimur Þorkelsson, og sjálfur var hann ekki svo lítið hissa á þessu háttalagi sínu, þvi hann var á þeirri skoðun, að menn hefðu síður en svo gott af að hugsa of mikið, en það er svo annað mál, að það gat komið sér vel að geta lagt höfuðið í bleyti stöku sinnum, ef þannig stóð á. — Hann tók aldeilis upp i sig, karlsauð- urinn, tautaði liann, milli samanbitinna tann- anna. — Það gæti svo sem verið ómaksins vert að gefa honum smá ráðningu og iækka í honum þennan leiðinda rembing. Grímur lá enn góða stund og hugsaði málið, loks vatt hann sér fram úr rúminu og tók að hrista Óiaf herbergisfélaga sinn, sem auð- vitað svaf svefni hinna réttlátu, og var allt annað en hrifinn af að iáta vekja sig svona fyrirvaralaust. — Reyndu að hressa sig upp Ólafur og það fyrr en seinna, ég þarf að biðja þig að að- stoða mig lítilsháttar. Ólafur pirði hálfluktum augunum á félaga sinn, og muldraði: — Um hvað ertu eiginlega að þvæla mannfjandi? — Vaknaðu, þá skal ég segja þér það. — Þú þarft ekki að halda, að ég fari að rífa mig upp um miðja nótt, til að hjálpa þér að fremja eitthvert axarskaftið, og mæta svo grútsyfjaður i stærðfræðina i fyrramálið. — Hafðu ekki áhyggjur af því, sagði Grímur hughreystandi. — Bezt gæli ég trúað, að stærðfræðikennslan yrði með iélegra móti á morgun, ef hún fellur þá ekki alveg niður. Nú tók Ólafur að leggja við hlustirnar. Þetta var sannarlega dularfullt. Það leit helzi út fyrir að Grímur hefði i hyggju að ráða kennarann af dögum. Það gat vel verið þess vert að fylgjast með kauða og sjá livað hann ætlaðist fyrir. Þeir klæddu sig i sloppa og inniskó, og læddust iiljóðlega niður stigann. Grimur stefndi beint að herbergisdyrum yfirkenn- arans og Ólafur sem tæpiega vissi hvað til stóð, fyigdi í humátt á eftir. Grimur barði nokkur ákveðin högg á hurðina, og brátt heyrðist syfjuleg rödd kalla fyrir innan: — Hver er þar? — Þér verðið að fara á fætur og það á stundinni, kallaði Grímur djúpri bassa- röddu. — Það er einhver að ftækjast hér um í portinu, mér sýnist ekki betur en hann sé að klifra upp í einn gluggann á „kvennabúrinu“, en svo nefndu strákarn- ir þann liluta hússins, sem stelpurnar sváfu i. Nú lieyrðust stunur og biástrar fyrir innan, eitthvað datt með braki og brest- um á gólfið, síðan komu meiri stunur og blástrar, þá hvíslaði Grímur: — Komdu, nú verðum við að hafa hrað- ann á. Þeir læddust innar eftir ganginum og földu sig i auðu herbergi. í því opn- uðust dyrnar á lierbergi yfirkennarans og þeir félagar sáu, í gegnum rifu á hurð- inni, hvar liann kom út, eldrauður af vonzku, og ekki meir en svo árennilegur. Hann leit hvorki til hægri né vinstri, en Framhald á bls. 29. Suðurpól, 14. júní. Björn minn góður. Þú gleymdir að svara mér með „lávarðamublurnar“ svonefndii. Ég hefði gaman af því að vita eitthvað gerr um þær. Þú segist ekki fara á skemmtistaðina og ég er ekki mjög undrandi y.fir því. Ég fer þangað oft, eins og aðrir, en heldur finnst mér það gefa lítið í aðra hönd. Stundum virði ég fyrir mér fólkið, scm stendur við barina með glas i hönd og aðra, sem eigra nm með eirðarleysissvip. Mér dettur i hug flótti. Allsherjar flólti frá lifinu og vandamálum þess. Við vorum að tala um tímaskortinn alkunna um daginn, en ég lield, að þessi flótti frá erfiðleikum lifsins, sé annars fast mótaður dráttur i andliti nútímaþjóðfé- lagsins. Fólk eirir ekki heima hjá sér. Þá verða vandamálin of áleitin. Og vandamál eru hlutur, sem bezt er að flýja. Um að gera að horfast aldrei í augu við þau. Sízt af öllu að reyna að leysa þau með hugrekki og karlmennsku. Lausnin er að bregða sér á næsta bar og fá sér duglega neðan i þvi. Þar með er vandamál- unum borgið til næsta morguns. Ég var nýlega á ferðinni milli Háfnarfjarðar og Reykjavíkur og sá, að allmiklar framkvæmdir voru hafnar á Arnarnesinu, sunnan Kópavogs. Ég hitti þar mann að máli og hann tjáði mér, að þar ætti að byggja liverfi fyrir fínt fólk. Þar eiga að vera malbikaðar götur, enda verða lóðarhafar að snara út allmörgum tugum þúsunda fyrirfram. Þarna eiga að rísa ein- býlishús, sem kosta milljón eða meira, og þessi maður sagði mér, að peningar einir dygðu ekki til þess að tryggja bólfesltj á Arnarnesi. Bílstjóri hafði sótt þar um lóð og var ItanM prýðilega fjáður, en fékk hins vegar neitun, þar sem bilstjórar eru engan veginn virðuleg stétt. Ég hef sagt fólki frá þessu og flestir hafa hneyksl- azt ákaflega, en ég er þessu innilega sammála. Ég styð stéttaskiptingu og er afskaplega mikið á móti þessháttar jafnaðarmennsku að gera alla jafna. Menn eru alls ekki jafnir og verða það aldrei. Sumir eru fæddir heimskir og aðrir óheimskir. Hvers vegna ekki að gefa fólki trekifæri til þess að lifa menningarlifi, scm hefur vilja og getu til þess? Ég segi menningarlifi, því fágað umhverfi, fallegir garðar og malhikaðar göt- ur, er einn hluti menningarinnar. Þann hluta hennar þekkjum við Reykvikingar þó varla nema af afspurn. Ég hef alltaf haldið, að þú værir verkálýðssinni, Brandur minn og verkalýðurinn er góður og blessaður, svo langt sem hann nær. En mér dettur ekki í hug að snobba fyrir honum, frekar en mér dettur í hug að snobba niður á við að neinu öðru leyti. Og þeir sem eiga peninga eiga að fá tækifæri til þess að nota þá eins og þeim sýnist og það óátalið af niðurávið- snobburum. Meðal annars til ]>ess að byggja fín hverfi. Sækjast sér um likir, segir máltækið. Þess vegna held ég, að það hafi verið rétt að neita bílstjóranum um lóðina, ef sú saga er þá sönn. Ef ég byggi i svona hverfi, þá mundi ég banna forvitnu almúgadóti að koma þar nærri. Ég vil einungis umgangast menn af sama tagi og ég er sjálfur; ég viðurkenni nauðsyn þess að aðrar stéttir séu til, en þær eiga að vera út af fyrir sig. Ég hef heyrt menn halda því fram, að það sé nauð- synlegt að umgangast fólk af ólíkum stigum en maður er sjálfur. Ég hef gert heiðarlegar tilraunir til þess, en komizt að raun um, að þvi fólki fannst álika leiðin- legt að tala við mig, eins og mér fannst að tala við það. Þú mátt ekki taka þetta svo, að ég liti niður á verkamenn eða iðnaðarmenn. Þvert á móti ber ég virðingu fyrir þessum störfum og er því þakklátur, að einhverjir skuli vilja leggja þau fyrir sig. En ég fer ekki að snobba fyrir neinu sliku. Og nú vil ég fá að heyra í næstu viku, hvað þú segir um þetta, Brand- ur. Ég bið þig vel að lifa, þar til ég fæ línu frá þér næst. Þinn einlægur, Brandur á S'uðurpól. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.