Vikan


Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 37

Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 37
en yfirleitt er það ekki alvarlegt. En hér er annað atriði, sem gjarnan má minnast á og vara fólk við, Því það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað við því. £>að eru hákojurnar svo- nefndu. Það er toluvert algengt að börn detti niður á gólf úr efri koj- um, þar sem slík rúmstæði eru ekki nægilega trygg. Það kemur þá fyrir að þau brotna á útlimum og rotast. Við höfum líka séð nokkur höfuð- kúpubrot af þessum orsökum." — Liklega eru þá ekki nógu trygg- ar grindur fyrir framan kojurnar? „Sennilega. Það borgar sig vafa- laust að ganga vel frá slíku, því þetta er töluvert algengt hér á landi. — Það er líka ástæða til að vara fólk ir með sprautu, og síðan var tekið til að sauma saman, á meðan dömunni var haldið kyrri á borðinu. Pabbinn hélt í höndina á henni og horfði á. Eftir augnablik fór hann að fölna i framan. Aðstoðarstúlkan fylgdist vel með honum, Því það er ekki óal- gengt, að pabbarnir fái svima og jafn- vel aðkenningu að taugaáfalli, við að horfa á svona ........Viljið þér ekki heldur setjast niður á meðan ....?“ spurði hún kurteislega, en hann reyndi að harka af sér: „O — ætli það. Maður hefur svosem séð annað eins ....“ En víst er það, að allra manna fegnastur var hann, þegar þessu var lokið. bílstjórar eru kærðir og sektaðir, ef þeir bregða út af sjálfsögðum regl- um.“ Haukur var farinn að tala i sig hita, og hinir læknarnir, sem hlýddu á, voru greinilega alveg sammála. Þeir kinkuðu kolli, jánkuðu og skutu fram stuttum dæmisögum, þessu til stuðnings. Ég er lika alveg sammála, og vafa- laust þú líka. Hvernig væri þá að gera eitthvað i þessu .... ? —O— Þegar ég gekk framhjá dýrum lækningastofunnar, á leiðinni út, heyrðist þaðan sár barnsgrátur og inn á milli róandi málrómur hjúkr- unarkonunnar, 'sem var að reyna að sannfæra litla angann um, að þetta væri alveg að vera búið. Læknirinn var að „rimpa sarnan" gapandi sár á hnakkanum á einum þeirra einstakl- inga, sem eiga eftir að taka við af okkur, eftir nokkur ár. Kannski verð- ur hann læknir, skáld eða vísinda- maður — ef hann fer aldrei verr en þetta. Fyrir utan dyrnar var sjúkrabíll- inn að bakka að dyrunum, og aftur í honu m sá ég konu sitja, með lítið barn í fangi .... G. K. við svölum og gluggum. Við fáum nokkuð oft börn hingað, sem hafa fallið niður af svölum eða út um glugga .... “ — Það getur orðið nokkuð alvar- legt? „Já, vist getur það orðið. Það er fyllilega ástæða til að fólk gangi svo tryggilega frá svalahandriðum — ef börn fá að leika sér þar, — að þau geti alls ekki klifrað þar upp og dott- ið niður. Að maður nú ekki tali um glugga á efri hæðum, þar sem börnin vilja auðvitað alltaf vera.“ — Að fólk setji rimla í opna glugga ? „Já, eða hafi þar annan útbúnað, svo börn geti ekki dottið þar út. Slys- in eru ekki lengi að ske.“ Haukur blaðaði í spjaldskránni ... „Hér er eitt tilfelli, sem er nokkuð algengt. 1 sjálfu sér er það kannski ekki mjög hættulegt, en fólk verður ákaflega hrætt, þegar slíkt kemur fyrir. Það er, þegar smábörn togna í liði. Það er t. d. algengt, að full- orðið fólk, sem leiðir börn úti á götu, kippir skyndilega og fyrirvaralaust i höndina á þeim, eða lyftir þeim upp á hendinni. Þá kemur fyrir að þau togna í liðnum eða fara úr lið. Þá snýst upp á höndina og hún verður máttlaus. Þetta lítur illa út, og fólk verður oft mjðg hrætt við, að það hafi slasað barnið illa. Auðvitað er þetta sársaukafullt og mjðg varasamt, þótt aðgerðin sé I sjálfu sér einföid. Við verðum þá að kippa í liðinn aftur, og svo jafnar þetta sig f!jðtlega.“ — Þetta hef ég aldrei heyrt um. Það er eins gott að vara sig á þessu. „Já, þau þola ekki mikið átak, litlu grevin, sérstaklega ef það kemur þeim alveg að ðvörum, svo þau geta ekki tekið á móti." Frammi á lækningastofunni heyrð- ist sár og hávær grátur lít.ils barns, og ég hraðaði mér fram til að vlta hvað um væri að vera. Við sjúkra- borðið stóð Þórarinn læknir og hélt á 6 vikna gðmlu stúlkubarnl þannig, að höfuðið snéri niður, og hún orgaði hreint eins og hún ætti lifið að leysa. — Hvað er að þessari, Þðrarinn? „O — henni hefur bara svelgzt á,“ sagði Þðrarinn og brosti. „Þetta þolir svo lítið. Ég er að láta renna upp úr henni, og þá jafnar hún sig strax.“ Mððir stúlkunnar stðð hjá og horfði fðl á aðgerðirnar. Henni hafði sýni- lega orðið mikið um þetta, en nú var hún rólegri, er hún fann að barnið var komið I réttar hendur. „Hún var orðin blá i framan .... “ sagði hún og reyndl að brosa. Frammi á biðstofu beið önnur litil hnáta með pabba sínum. Hún hafði dottið á miðstöðvarofn og komið skurður á nefið. Þá varð Þórarinn að taka til við saumaskapinn, stúlkan var iögð á borðið og hlíf yfir andlit hennar. Á hllfinni var gat þar sem sárið var. Sárabarmarnir voru deyfð- „Það er víst tilgangslaust að taia um umferðarslys í þessu sambandi," sagði Haukur. „Þau eru í raun og veru alveg í sérflokki, og ekki hægt að kalla Þau heimilisslys. En ég get samt ekki orða bundizt með þau, því mér finnst svo oft, að Þau séu hreinu kæruleysi hjá fullorðna fólkinu að kenna. Það er t. d. þessi dæmalausi ósið ’r hjá fólki, að senda smábörn út í búðir eftir einhverju smávegis, og kannski yfir fjölfarnar umferðargötur. Börnin kunna ekki að vara sig á bílum. Þau hafa ekki lært Það og eru ekki orðin nógu þroskuð til þess að skilja slíka hluti, og fullorðið fólk á að vita það. Það þýðir ekkert að skamma krakka- greyin fyrir að gera ekki hluti, sem þau vita ekkert um Þess vegna lendir það oftast á bílstjórunum að gæta barnanna. Foreldrarnir treysta raun- verulega á það, að bílst.jórarnir aki ekki á krakkana. Slíkt ástand er ó- verjandi og sýnir allt of mikið kæru- leysi fyrir lifi og limum barnanna. Það er hart að þurfa að segja þetta. en þetta er mín skoðun. Svo er annað, sem kannski Þýðir ekki að tala um. Eín það er, að hér á landi eru umferðarslys raunverulega alveg öfug við það, sem er víðast erlendis. Hér verða flest slys i bænum, þar sem umferðin er þéttust, og Þá oftast á gangandi fólki og börnum. Erlendis verða flest slysin úti á veg- um, þar sem bilarnir aka á miklum hraða. Þar aka menn á tré, aðra bíla, út af veginum eða þvilíkt. Þar verða oft stórslys og á mörgu fólki. Inni í bæjum og borgum eru umferðarslys tiltölulega miklu sjaldgæfari en hér. Ég er ekki að „mæla með“ stðrslys- unum úti á vegum. Það má enginn skilja orð min svo, og bað er gott að þau eru sjaldgæf hér. En umferðar- slysin hér I Reykjavík eru fyrst og fremst Því að kenna — að minu áliti, að umferSarmenning gangandi fólks er hreint ekki til. Hér þarf að gera stórt og mikið átak. Lögreglan og aðrir aðilar þurfa að skapa umferðarmenningu gangandi fólks, alveg frá grunni. Og það er mikið verk, en alveg nauðsynlegt. Ég veit að þetta sjá allir, og örugglega allir, sem aka bil hérna í bænum. Maður getur aldrei verið öruggur um, að einhver hlaupi ekki skyndilega fyrir bílinn hjá manni, krakki, ungl- ingar eða fullorðið fólk. Það hugsar hreint ekki vitund um umferðina og tekur ekkert tillit til hennar. Bil- stjórarnir verða að passa bæði sjálfa sig og alla aðra á götunni, og ef eitt- hvað kemur fyrir — þá er það oftast Þeim að kenna. Það þarf að taka upp strangar regi- ur um umferð gangandi fólks, og lög- regian á aö hafa strangt eftirlit með því að þeim sé fylgt, — og kæra hik- laust og sekta alla þá, sem ekki fara eftir þeim reglum, — alveg eins og Plötur og dansmúsík. Framhald af bls. 24. Ray Charles syngur áfram. Hinn blindi söngvari og hljóð- færaleikari Ray Charles var fyrir nokkrum vikuitn dreginn fyrir dóm- arann og sakaður um notkun eit- urlyfja, en hann var látinn fara frjáls ferða sinna eftir mikið vafst- ur. Og nú hefur hann sungið inn á enn eina plötu, sem er á leið upp eftir vinsældalistanum. Sam Cooke eftirsóttur. Eftir að lagið „Twistin the night away“ náði metsölu, hefur hagur Sam Cooke batnað mjög og hann er ráðinn marga mánuði fram i tímann, til að syngja á hljómleikum og skemmtunum. Minnzt var á plötu þessa hér i blaðinu, fyrir nokkrum vikum og henni spáð vinsældum, enda er hún orðin ein af vinsælustu twist-plöt- unum í útvarpinu. Líklega fáum við að heyra nýja Sam Cooke plötu, áður en langt um líður. Blóm á heimilinu: JAjSMTN eftir Paul V. Michelsen. Jasminum polyanthum er ný tegund hér á landi, ákaflega dug- leg og fljótvaxin vafningsjurt, dökkgræn með margskiptum blöðum. Blómin hvit, stjörnulaga og ilma mjög sterkt og vel, með svipaðri lykt og Gardenia. Jas- min byrjar að blómstra snemma vors og fram á sumar. Er höfð í góðri birtu, en ekki sterkri sól. Henni er fjölgað með græð- liugum á vorin og fram eftir sumri. Toppur tekinn af svo platan fái fleiri greinar. Bezt er að binda hana upp með bamb- usstöngum eða \ ír, og má þá forma hana eins og nverjum einum finnst fallegust. Moldarblandan á að vera feit en þó létt og loftkend, vökvist vel að sumrinu, en minna þegar hausta fer og haft heldur kald- ara á henni að vetrinum. Bezt er að klippa hana vel niður að vorinu og umpotta. Jasminum odoratissimum, ber Ijósari blöð og gul ilmandi blóm. Getur blómstrað meiri hluta árs, ef vel er að henni búið. Er henni einnig fjölgað með græð- lingum að vorinu og fram eftir. Hún þarf lika góða birtu og uppbindingu er hún fer að vaxa, en hún er ekki eins fljótvaxin og hin fyrrnefnda. Eldri plöntur verða oft berar að neðan og því gott að skera hana vel niður. Hana þarf að umpotta hvert vor, í "óða loftkenda mold og er gott að liafa viðarkol í botni potts- ins. Þá er og gott að hafa nokkra viðarkolamola saman við mold- ina. Hún þarf góðan lifrænan blómaáburð vor- og sumartim- ann. vikan 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.