Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 18
Þorgrímur Þórðarson, læknir,
fékk orðu frá keisaranum
fyrir snilldarlegar læknisaðgerðir.
EFTIR TÍU SÓLARHRING A HRAKNINGA
UM HÁVETUR Á SÖNDUNUM MILLI
HVALSÍKIS OG SKEIÐARÁRÓSA.
Jónas Guðmundsson, stýrimaður tók saman.
Þó ekki verði hér með tölum
sannað, er það án efa mjög oft sem
það spyrst þannig fyrst til skips-
stranda, að nöturleg ásjóna birtist
á glugga; að lamið er þunglega
á bæjardyr, eða krafsað er í þekju.
Úti fyrir bæjardyrum stendur hálf-
nakinn maður þrátt fyrir hryssings-
kulda, berfættur og örmagna: Það
hefur strandað skip, og orðin bera
skelfingu í bæinn. Oft eru það út-
lendingar, sem þannig hafa birzt
á íslenzkum sveitaheimilum, menn
sem engir á bænum skilja, nema
neyðina, sem er öllum tungumálum
skiljanlegri. Og nú er brugðið skjótt
við, þvi það Pætu fleiri verið á
leiðinni til byggða, eða villtir ein-
hvers staðar á ströndinni:
„Guð ræður gisting
en grátleg eru
feigs manns fótspor
18 VIKAN
á framandi storð.“
Svo kvað Matthías, endur fyrir
löngu.
Allir, sem vettlingi geta valdið
fara nú að ieita strandmanna, og
sent er á bæi eftir liðsafla og vist-
um, konur búast til hjúkrunar,
karlar ganga út í sortann til leitar
og oft ræður hending ein, hvar
leitað er og hvar leita skaþ „þvi
svara ekki sjávarslóðir, þvi svara
ekki veðrin reið“, eins og í ljóð-
inu stendur.
Það þarf naumast að draga fleiri
strik i þessa mynd, hana þekkja_
svo margir, en minna má á það að'
oft hefur ráðið úrslitum, hvernig
viðbrögð fólks i námunda við
strandstaði hafa verið, hvort nokk-
uð hefur bjargazt, hvað fórst. Kal-
sárir menn eru bornir i bæinn, búið
er uin lik þeirra, sem frusu, og það
er gengið á fjörur. Siðan taka við
langvinnar sjúkdómslegur, kalsár-
in gróa seint, ef læknisráða nýtur
ekki, og loks, — oft mánuðum
seinna — er strandmaðurinn
kvaddur með virktum og söknuði.
Engra launa er krafizt, ellegar
þakkar.
Hér verður á eftir sögð ein saga
— ein af fjölda mörgum svipuðum,
sem gerzt hafa í íslenzku umhverfi
á undangengnum öldum, ef það
mætti varpa ljósi á erfiðleikana,
sem skipsströndum voru og eru
samfara.
Sandur.
Fáir staðir hafa orðið eins mörg-
um skipum að erandi og sandarnir
fyrir suðursdrönd íslands. Enda eru
þeir oft i háifkæringi nefndir
„Kirkjugarður skipanna“, enda er
það réttnefni.
Allt frá því, að siglingar hófust
til íslands, hafa skip farizt á sönd-
unum. Landnáma segir frá þvi, að
Þórður illugi, sonur Eyvindar eyki-
króks, braut skip sitt á Breiðár-
sandi og segir Hroilaug hafa gefið
honum land milli Jökulsár og Kví-
ár. Sjáum við af því, að meira að
segja sumir landnemarnir á þess-
um slóðum, voru i vissum skiln-
ingi skipsbrotsmenn.
En síðan Þórður Eyvindsson nam
land með svo skringilegum hætti,
hefur mikið vatn runnið til sjávar,
og allan þann tima hafa brimþung-
ir sandarnir reynzt sjómönnum
skeinuhættir, búið skipum grand.
óhreint er þar víða fyrir landi,
sandrif og grynningar, sem ná langt
út frá ströndinni. Oft er þó all-