Vikan


Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 18
 I|||t lillSlSÍilSIIÖ % ^ W #•< : •: •:'••;•••.•• • :•' k : ..sl isíiöi 18 VIKAN þeir löluðu ensku, heldur voru þetta annaðhvort há-teknisk orð, eða þá skainm- stafanir að tækniorðum, eða hvernig munduð þið skilja þessa setningu: „01 emm djei bís and ei sí reidíó sí bís ...“? Ekki veit ég, en víst er að vélamaður- inn rauk upp og fór að þreifa á ölhim tökkuin við þessa spurningu. Nokkru seinna var sagt: „Seat Belts & No Smok- ing,“ og vélamaður teygði sig eftir einum takka enn, en nú fylgdist ég betur með. Nú vissi ég að ijósaskiltið aftur i farþega- klefa skipaði öllum að festa öryggisbeltin og skýrði frá því að reykingar væru stranglega liannaðar. Nú var gamanið rétt að hyrja. Nú þuldi Þórður upp af blaðinu hvert atriðið á fætur öðru. Mælar voru reyndir og athugaðir, liæðarmælar, háljamælar, hraðamælar, snúningshraðamælar, raf- magnsmælar, olíumælar, henzínmælar, hitarnælar, þrýstimælar, kompásar o. fl. Flugmennirnir rálui höfuðin út um glugg- ana hjá sér til að athuga citthvað í sam- bandi við hreyflana eða vængina og allt virtist vera í iiezta lagi. Að lokum vorn komin 33 atriði, sem þeir liöfðti farið yfir og nú var loks kominn tími til að setja hreyi'Iana i gang. Strax og þeir voru farnir að mala, var farið yfir 8 atriði í viðbót og annað endur- skoðað, og þá loks mátti fara að aka að flugbraut. A meðan á þeim akstri stóð voru enn 10 atriði þaulreynd, þar á meðal hvernig hreyflarnir gengju, hvort neist- inn væri í lagi og fleira. Og síðan var farið að þaulreyna hreyfl- ana. Þeir voru látnir ganga mishratt og allir mælar athugaðir vandlega af véla- manni og háðum flugmönnum, og siðan voru þeir settir á fulla ferð, — einn i einu og athugaður gangur þeirra á meðan. Stöð- Þórður Úlfarsson flugmaður. „Dúkka“ er hún kölluð, en heifir Guðrún, og er dóttir Kristins Olsen. Þú situr í þægilegu sæti úti við glugga og horfir út. Við liilð þér situr fullorðinn mað- ur, sem þu þekkir ekkert og allt í kring um þig er raðað alls konar pinkhim, töskum og pokum. Þú ert spenntur niður í sætið með ól og getur þig hvergi hrært. Hvert sæti er skipað og dyrunum hefur ver- ið tæst og stiginn tekinn i burtu, svo að þú ert ; aun- verulega fangi inni í vélinni. Hreyflarnir eru koinnir í gang og vélin titrar aðeins við átök þeirra. Siðan fer vélin að hreyfast eftir flugbrautinni, fyrst iiægt og rólega, en hrað- inn eykst smám saman og vél- inni er ekið hratt að brautar- enda, þar sem hún fer að und- irbúa flugtak. Það liður dálitill tími áður en vélin leggur af stað, en á meðan ganga lireyflarnir mis- jafnæga hratt, stundum eru þeir settir á fulla ferð og vélin hossast og hristist við átök þeirra, en lireyfist samt ekki úr stað. Þú veizt að flugmenn- irnir eru að reyna vélina, áður en lagt er af stað, og þú biður þess í huganum að þeir gleymi nú engu, — að allt sé jiraut- prófað og fulireynt að sé í lagi áður en farið sé á loft, þvi að í þessari vél ert þú sjálfur, og nú iná ekkert ó- happ ske. — Ég vona að jieir liafi nú munað eftir að setja benzín á vélina, hugsar þú með sjálf- um þér, — að hún sé ekki of þung, ekki ofhlaðin, að stýris- taumarnir séu klárir, lásinn hafi verið tekinn af hæðar- stýrinu . .. o. s. frv. I raun- inni ert þú allur i sVitabaði innvortis, en þú lætur.ekki á neinu bera, og brosir yfirlæt- islega eins og jietta sé dagleg- ur viðburður hjá þér. Og þeg- ar maðurinn við hliðina á þér segir: Hmm. Ég vona bara að það sé allt í lagi hjá þeim, — svarar þú hrosandi: — Loftleiðir er þekkt félag fyrir öryggi, enda eru islenzkir flugmenn álitnir með örugg- ustu flugmönnum heims. 'Og svo fara allir hreyflarn- ir skyndilega á fulla ferð og flugvélin brunar áfram eftir brautinni. Flugtak! Þú beygir þig ósjálfrált í sætinu og grípur krampa- kenndu taki um stólarmána, horfir óttasleginn út um gluggann og liugsar: Ef hún nær sér 'nú ekki upp! Hvað þá? Og áður en ]iú veizt ertu farinn að horfa ofan á þök lnisanna fyrir neðan. Þú ert kominn á loft. Þú réttir þig upp í sætinu, losar ólina utan af þér, kveik- ir þér í sigarettu, dregur Moggann upp úr vasanum og ferð að lesa. Á meðan þú þykist vera að lesa, ferðu að hugsa um hvað flugmennirnir hafi verið að gera frammi í stjórnklefanum á meðan þú beiðst í ofvæni eftir því að vélin legði af stað. Þú situr í blaði . þægilegum stól og lest Það er ekki að sjá að farþegarnir hafi neinar áhyggjur ... Þú veizt að þeir hafa verið að reyna hreyfl- ana og fleira, en i raun- inni ertu jafn nær. Ég skal segja þér hvað þeir voru að gera. Ég fékk nefnilega að vera frammi í stjórnklefan- um allan tímann og fylgdist með þvi sem gerðist, eftir beztu getu. Kristinn Olsen flug- stjóri og meðeigandi Loftleiða sat vinstra megin í stjórnklefanum, en Þórður Úlfarsson að- stoðarflugmaður hægra megin. Milli jieirra, en aðeins aftar sat véla- maðurinn, Haukur Flan- sem, en i litlum klefa Iiægra megin fyrir aftan Þórð, var loftsiglingafræðing- urinn, Árni Falur Ólafsson. í rauninni hef ég aldrei gert mér fullkomlega grein fyrir því hvað vélamaður sé að gera i svona flugvél. Ég liefi haft eitthvert óljóst húgboð um að hann væri þarna svona fyrst og fremst til öryggis, og sæti í þægilegum stól frammi i stjórnklefa, með olíukönnu í annarri hendi en skrúflykil i hinni. Annað slagið mundi hann rísa upp með erfiðleik- um og stunum, opna einhverja hurð og skríða út um hana inn í vænginn öðru hvoru megin og fara að smyrja hreyl'lana með olíukönnunni, og herða á skrúfum hingað og þangað. Ef benzinstífla kæmi í ljós einhvers staðar i hreyfli, þá mundi hann skrúfa laus nokkur rör, blása í gegn um þau og festa þeim siðan aftur. Ef lendingarhjólin vildu ekki fara niður við lendingu eins og þau eiga að gera, þá hugsaði ég mér hann skrið- andi fram og aftur niðri í kjallara, með hamar og kú- bein ... En ég sá hvergi kúbein né oliukönnu, og þó v.irtist véla- maðurinn liafa alveg nóg að gera. Fyrir ofan hann — í loftinu —■ voru vafalaust hátt á annað hundrað takkar. Fvr- ir aftan hann á þilinu, voru fleiri raðir af tökluim. Fyrir framan hann á mælaborðinu voru enn fleiri takkar, ljós, mælar og handföng. Hann hófst handa með því að renna höndunum um alla þessa takka og slökkva á þeim — eða kveikja. Hann lét sér ekki nægja að horfa á takkann og sjá að liann var niðri, held- ur þreifaði hann einnig á honum til að fullvissa sig. Þegar þessum undirbúning var lokið hjá honum, settist hann i sætið og beið. Aðstoð- arflugmaður tók nú upp hjá sér blað, sem var vélrilað báðum megin, og fór að lesa. Á blaðinu voru stuttar spurn- ingar á enslui, og las hann eina í einu. í hvert sinn sem spurning var lesin upp, at- huguðu þeir þá hluti sem spurt var um og svöruðu síð- an. Þetta gekk mjög hratt fyr- ir sig og það var engu líkara en þeir hefðu gert þetta ein- hvern tima áður. Ég skildi ekki aukatekið orð af þvi sem sagt var, því ekki var nóg með að Kristinn Olsen flugstjóri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.