Vikan


Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 36
ÆVINTYRAFERÐ FERÐAFÉLAGIÐ ÚTSÝN hefur starfað 8 sumur. Það hefur aflað sér trausts í viðskiptum og almennra vinsælda hinna mörgu, sem tekið hafa þátt í velheppnuðum og skemmtilegum ferðum félagsins um ýmis lönd Evrópu. í haust taka nokkrir þátt í ferð með Útsýn í þriðja eða fjórða sinn, og er það til marks um vinsældir ferðanna og að félaginu hefur tekizt að uppfylla kröfur farþeganna og standa við kjörorð sitt: — Bezta þjónustan — mest fyrir ferðapeningana. Haustferðir Útsýnar eru Spánarferð í scpteinber og h!n glæsilega Aust- urlandaferð í október. Er það fyrsta hópferð íslendinga til Austurlanda og lengsta og glæsilegasta ferð Útsýnar til þessa. Ferð þessa býður félagið með mjög hagstæðum kjörum. Hefur það leigt Viscountvél með reyndasta starfs- liði Flugfélags íslands til allrar fcrðarinnar. Hefur það í senn sparnað og margvísleg þægindi í för með sér og tíminn notast betur, þegar ekki þarf að binda sig við áætlanir ýmissa flugfélaga. Kostar ferðalagið al't með fullu uppihaldi á beztu gistihúsum eltki nema rúmlega andvirði farseðlanna einna á slíku ferðalagi einstaklings. Fararstjórar verða tveir, framkvæmdastjóri Útsýnar og Sigurður A. Magnússon, báðir reyndir ferðamenn og Sigurður gagnkunnugur Austurlöndum. Auk þess verða innlendir leiðsögumenn til aðstoðar, þar sem þurfa þykir. — Hér cr tækifæri til að kynnast töfrum Austurlanda og uppsprettum vestrænnar menningar á eins hagkvæman og þægilegan hátt og hugazt getur — og snúa heim nokkru fátækari af krónum en miklu auðugri af þeim fjársjóðum, sem mölur og ryð fær ei grandað. Dragið ekki að tryggja yður sæti í þessari einstæðu ferð. Aðeins 10 sæti laus í ferðina hinn 1. júlí. Þau verða væntanlega skipuð, áður en langt líður. Sökum þess, hve langan tíma tekur að afla vegabréfsáritana, þurfa pantanir að berast fyrir ágústlok í síðasta lagi. MEÐ ÚTSÝN VÍNARBORG — MIKLIGARÐUR — AÞENA — DELFÍ — BEIRUT — DAMASKUS — JERÚSALEM — KAIRÓ — RÓM — LONDON. Brottför laugardaginn 6. október. WIEN, du Stadt meiner Traume. Vín, — borg drauma minna — hefur hljómað um allan heim. Nafn borgarinnar er órjúfanlega tengt list og glaðværð. Hér sló hjarta Evrópu, og loftið er þrungið minningum um líf snillinga, sem lifðu hér í sárni fá- tækt en gáfu heiminum ódauðleg snilldarverk af auðlegð hjarta síns. Hér mætist gamalt og nýtt. Áletranir á veggjum gamalla húsa minna á, að hér bjó Beethoven um skeið, þarna kompóneraði Mozart, hér átti Grill- parzer heima, eða að þarna samdi Schubert nokkur frægustu sönglög sín. Kaffihúsin og krárnar hafa líka sína sögu að segja og eru snar þáttur i lifi íbúanna. Kaffið er afbragð, „svart eins og syndin, sætt eins og ástin og heitt eins og helvíti", er uppskrift Vínarbúans. Franski heimspek- ingurinn Montesquieu komst svo að orði: „Menn geta dáið í Vín, en þeir eldast aldrei þar.“ 1 æviminningum sínum telur Nelson lávarður dagana í Vínarborg hafa verið meðal hinna fegurstu og auðugustu i ævi sinni. Vínarborg er fyrsti áfangastaðurinn í Austurlandaferð Útsýnar. Gist verður í einu af beztu gistihúsum borgarinnar þann 6. og 7. okt., borgin skoðuð, m. a Beethovenhúsið, Stephansdom og Schönbrunn, farið í leik- hús eða óperu bæði kvöldin, en Vín er höfuðborg leiklistar í Evrópu með sitt fræga Burgtheater og Stadtoper fremst i flokki. MIKLIGARÐUR. Skömmu fyrir hádegi þ. 8. okt. hagræðum við okkur að nýju í þægi- legum sætum Viscountsins, sem ber okkur austur yfir Balkanskagann til Miklagarðs, en á leiðinni þangað bera flugfreyjurnar fram ljúffengan hádegisverð. Á flugvellinum bíður bifreið, sem ekur með farþega og far- angur þeirra til Hotel Hilton, eins glæsilegasta gistihúss Evrópu. Þar verður dvalizt þrjá daga í góðu yfirlæti og ekkert til sparað að gera þessum Væringjum 20. aldarinnar dvölina í Miklagarði sem ánægjuleg- asta og eftirminnilegasta. Aliir fá hér herbergi með einkabaði og hvers konar þægindum. Á matseðlunum eru alls kyns kræsingar og vín inni- falið. Kvöldið fyrir brottför heldur Hilton sérstaka skilnaðarveizlu fyrir „Væringjana" með skemmtiatriðum, dansi og kampavíni. Mikligarður er ein fegursta og sögufrægasta borg veraldar og stendur við hið undurfagra Bosporus-sund, sem skiptir borginni í tvennt og skilur Evrópu frá Asíu. Borgin var stofnuð árið 657 f. Kr. af griskum landnemum og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í 2600 ár. Upphaflega hét hún Byzans eftir stofnanda sínum Byzas frá Megara í Grikklandi. Árið 330 eftir Krist varð hún höfuðborg alls Rómaveldis og var þá nefnd Konstantínópel í höf- uðið á Konstantín mikla. E'ftir að Rómaveldi liðaðist sundur, var borgin áfram höfuðborg Austrómverska ríkisins, og þangað lögðu margir Is- lendingar leið sína, enda var lifvörður keisarans skipaður norrænum mönnum, Væringjum. Árið 1203 náðu krossfararnir borginni á sitt vald, og árið 1453 unnu Tyrkir hana og gerðu hana að höfuðborg Ottóman- heimsveldisins undir nafninu Istanbul. Mikligarður býður ferðamanninum upp á ótrúlegan sæg merkilegra hluta. I borginni eru ekki færri en 444 moskur eða bænahús, mörg þeirra meðal hinna kunnustu og glæsilegustu í viðri veröld. Af þeim má nefna Eyúp-moskuna frá 1458, Bláu moskuna frá byrjun 17. aldar, Suleyman- moskuna frá 16. öld, sem allar eru frábær listaverk. Mesta gersemi borg- 36 VIKAN arinnar er hins vegar Agia Sofia, eitt mesta guðshús, sem reist hefur verið. Agia Sofia var byggð í núverandi mynd um miðja 6. öld og var þá kristin kirkja. Síðar var henni breytt í mosku, og síðan 1935 hefur hún verið safnhús. Þykja fáar byggingar jafnast á við hana að stórfengleik og stílfegurð. Meðal hinna fjölmörgu halla í Miklagarði eru frægastar Dolmabache- höllin frá 1853, sem er ein íburðarmesta byggi'ng heimsins og hefur að geyma ævintýralega fjársjóði, og Topaku-hallirnar, sem reistar voru frá 1453 fram á síðustu öld í þyrpingu, sem er ótrúlega margbreytileg. 1 Þess- um höllum er mesta gimsteinasafn veraldar og safn af kínversku postulini, sem hvergi á sinn líka, auk fjölda annarra dýrgripa og sögulegra minja. Grand Bazaar er einhver sérkennilegasti og stærsti markaður, sem til er, heil smáborg undir þaki, og má þar fá næstum allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Bazarinn er frá 16. öld I sinni núverandi mynd og hefur á sér blæ Þúsund og einnar nætur ekki siður en hallirnar og moskurnar. Meðal annarra markverðra hluta má nefna Skeiðvöllinn frá 200 e. Kr. og hina miklu og rammgeru borgarveggi. Siglingin um Bosporus er meðal þess, sem seint líður mönnum úr minni. í Miklagarði hafa Væringjar hinir fornu að líkindum litið mestan íburð og auðlegð allra íslendinga. GRIKKLAND. Að lokinni ógleymanlegri heimsókn á fornar slóðir Væringja lyftir flug- vél okkar sér yfir sund og eyjar og lendir hálfri annarri stundu síðar á flugvellinum við Aþenu. Farþegar taka sér bústað í Hotel Ambassadeurs, nýtízkulegu og mjög fullkomnu gistihúsi, þar sem þeirra bíða glæsilegar vistarverur og svefnherbergi öll með einkabaði. Hér verður dvalizt 4 daga í því skyni að kynnast þessari höfuðstöð klassiskrar menningar. Að vita deili á hugsuðum og skáldum Hellena, s.s. Hómer, Sókratesi, Platon, Sófóklesi og Euripides og myndhöggvurunum Fidiasi og Praxiteles er snar þáttur í menntahugsjón okkar, og merkisstaðir Grikklands, s.s. Akropolis, Delfi og Olympia hafa öldum saman verið langþráð takmark menntaðra manna um allan heim. Hér nýtur hópurinn ekki sízt góðs af þekkingu leiðsögumannsins, Sig- urðar A. Magnússonar rithöfundar, sem dvalizt hefur langdvölum I Grikk- landi, talar grísku reiprennandl og býr yfir meiri þekkingu á Grikklandi að fornu og nýju en nokkur annar núlifandi Islendingur. Apena býr yfir sérstökum Ijóma í augum allra Evrópumanna, þvl þar stóð vagga vestrænnar menningar og Þar náðu leiklist og myndlist melrl blóma en nokkurn tíma fyrr eða slðar. 1 byggingalist voru Grikklr líka óviðjaínanlegir snillingar, og má sjá margar og merkilegar minjar þess I Aþenu, bæði á Akropolishæðinni með sínum fögru musterum og umhverfls hana, ekki sizt kringum hið forna markaðstorg, sem nýlega hefur verlð grafið úr jörð. Parþenon-hofið á Akropolis er meðal furðuverka bygg- ingarlistarinnar, en auk þess eru fjölmargir aðrir fornir helgidómar I Aþenu. 1 hlíðum Akropolis er fyrsta leikhús Evrópu, kenint við Dionysos, þar sem vestræn leiklist varð til. Skammt frá þvi er annað frægt hring- leikahús, sem enn er notað til hljómleika og leiksýninga. Andspænis Akrópólis er Aresarhæð, þar sem hinn forni dómstóll sat ð rðkstólum og þar sem Páll postuli hélt slna frægu ræðu. Umhverfis mark-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.