Vikan


Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 15
úlfalda undir sýnishornum og farangri. Ég ákvað aS slá upp tjaldi mínu og taka okkur hvild, matast og sofna unz sól færi aS halla. Þessi hversdagslega athöfn varS örlagaatburSur ævi minnar. Ég skreiddist inn í tjaldiS, löSursveittur og uppgefinn, ætlaSi aS láta líSa úr mér meSan fylgdarmaSurinn tæki fram nestiS, halla mér útaf. Og samstundis veit ég þaS, aS ég hvíli hér á vatni, ísköldu, silfurtæru vatni, veit aS þaS seytlar og iSar hér i jörSunni undir.mér, veit aS þaS streymir svalt og perluskært i myrk- um djúpum. Og samstundis veit ég þaS, aS þetta er dýrasti bletturinn í nágrenni Kairo, gullnáma, heilsulind, töfrastaSur, Paradís. Ég reis upp og skalf af geSshræringu. FylgdarmaSurinn hélt, aS mér væri aS verSa illt. Ég var allur á valdi þessarar skynjunar, hafSi enga matarlyst. Ég skreiddist út úr tjaldinu. Sólbirtan ætlaSi aS blinda mig. Svo dimmdi mér fyrir augum og ég hélt aS ég væri aS fá aSsvif. En þá skeSur þaS, aS mikil birta tekur aS lýsa í þessu myrkri — og ég sé Wadi Natrun, litlu eySi- merkur-Paradísina, sem þér sjáiS á morgun. Frá þvi augnabliki vissi ég, aS Wadi Natrun myndi verSa aS veruleika. Ég dreif okkur af staS, þegar fylgdarmaSur minn haföi matast, rak okkur miskunnarlaust út í sólbrunann og liélt beint til Kairó. Ég sendi bróSur mínum hraSskeyti og baS hann aS koma þcgar í staS til fundar viS mig í Alexandriu. ÁríSandi viSskiptamái. Ég beiS ekki aSgjörSarlaus. Þér skuluS ekki láta ySur detta þaS í hug! Ég tók þegar aS afla mér heiinilda á landinu umhverfis tjaldstaS- inn okkar. ÞaS kostaSi ógurlega rekistefnu og vafninga. Þær gengu hægt stjórnarvélarnar í Kairó í þá daga og þaS þurfti aS smyrja þær. Ég smurði þær daglega. ÞaS fór margur iag- legur skildingur i þaS. Þeir umhverfSust af tor- tryggni, þegar ég lagSi fram beiðni um aS mega leita vatns á staSnum og hagnýta þaS. Hvort þaö væri þarna vatn? Ekki deigur dropi! Hvort likur bentu til, aS svo væri? Ég lét, sem mér væri ekki kunnugt um þaS. Af hverju þá um- sókn um vatnsnýtingarleyfi? Af rælni, sagSi ég, sérvizku. ÞaS gæti engu spillt og ekkert frá þeim tekiS. Þeir létu trún- aSarmann sinn rannsaka staSinn. Ekkert vatn og mundi aldrei verSa. Ég lézt vera orSinn af- huga málinu. Þetta hefSi aldrei veriS annaS en fluga í höfSinu á mér, sennilega afleiSing af sólsting. ÞaS væri bezt aS hætta viS þessa vit- leysu. Ég gæti alls staSar fengiS 200 ekrur af eySimörk ef mig langaSi til. Og þaS fyrir ekki neitt. Þá fór aS koma sveigja í þá. Ég fékk lög- fræSing til aS ganga frá pappírunum. Þeir lágu tilbúnir til undirskriftar, þegar Alexander bróS- ir minn kom. Ég tók á móti honum á skipsfjöl. ViS sett- umst aS á gistihúsi. Þegar viS höfSum búizt um sagSi hann: — Jæja, bróSir, þú kveSur mig ekki hingaS tilefnislaust. Ertu búinn aS gera eitthvert axar- skaftiS núna? Nýr kvenmaSur í spilinu? Leystu frá skjóSunni! — Ég er ekki búinn aS þvi, bróSir, ekki alveg, en langt kominn. ÞaS er ekki lcvenmaSur i spil- inu. En þaS er gull i spilinu — vatn og gulÍ!- Milljónir! — Láttu mig heyra. Ég sagSi lionum alla málavöxtu, lýsti fyrir honum atburSinum í áfangastaSnum á eySi- mörkinni, skýrSi honum frá öllu, sem ég hefSi gert síSan, hverju ég héfSi kostaS til. Nú lægju heimildarskjölin fyrir landinu og nýtingu hugs- anlegs vatns á staSnum tilbúin til undirskriftar í Kairó. Hann greip aldrei fram i fyrir mér. SpurSi einskis, hlustaði meS þeirri hvössu, glaSvakandi athygli, sem einkenndi hann. Þegar ég hafSi lokiS máli mínu, spurSi hann: — Hefur þú náS í nokkurn, sem liklegur er til aS geta séð um leitina og stjórnaS borun- um og greftri. — Ég þekki verkfræðing í Kairó, sem hefur iofað mér að koma verkinu af stað, ef úr verð- ur, og sjá um útvegun tækja. — Og kostnaðurinn? —- Hef ekki hugmynd um hann. — Það er ekki von. — Hvernig hefur þú lmgs- að þér þetta í framkvæmd? — Ég hef liugsaS mér, að við gerum um þetta fyrirtæki helmingafélag. Ég sé um það og stjórna verzluninni við Egyptaland. Þú stjórnar verzluninni heima. Við gefum föður okkar kost á að verða hluthafi, ef hann vill styrkja fyrir- tækið meS fé. ViS hættum í þetta öllu fé okkar — og öllu lánstrausti — ef með þarf. Þetta verður dýrasti bletturinn í grennd viS Kairó. Hann er milljóna virði ... — Ef við finnum vatnið. — Við finnum vatnið! — Þú ert viss um það? — Alveg handviss! — Jæja, Pulio, ég skal segja þér, hvað þetta er. Það er hreina brjálæði, kol-hvínandi, glórulaust brjálæði. Það væri réttast og það eina, sem skynsömum manni er samboðiS, að ég láti þig nú þegar borga ferðakostnaðarreikninginn miun og sneri heim. — Ég veit það, Alexander, — en vatnið er þarna. — ÞaS getur vel verið. Ég veit ekkert um það. Og þó að það sé þar, þá getur það orðiS okkur ofviða að ná í það. Og hvar erum við þá? — Sennilega gjaldþrota. — Einmitt — gjaldþrota. En þaS er nú þetta, Pulio, að þér er ekki vant að skjátlast. Þú hefur i þér einhvern þremilinn, sem öðrum er ekki gefinn. Ég veit ekkert hvað það er. Þú ert þegar búinn að vinna stórvirki fyrir okkur feSgana með því að láta Melas gamla reka þig. Þér heppnast allt. Ég hef trú á þér. Þú hefur meist- aralegt handbragð i viðskiptum. — Þetta er brjálæði — óðs manns uppátæki. En ég ætla samt að líta á staðinn. Geturðu verið tilbúinn éftir þrjá klukkutima? — Þó þú vildir strax! Við vorum lagðir af stað eftir þrjá klukku- tíma. Næsta dag voru pappírarnir undirritaðir í Kairó. Daginn eftir stofnuðum við fyrirtækið Wadi Natrun og Alexander bróðir minn hélt hcim á leið. Ég á alltaf mjög erfitt með að muna næstu mánuði. Þeir eru eins og martröð — flækja af æðisgengnu annriki, baráttu, vonbrigðum, sleitu- lausu striti. Það átti að heita, að ég stýrði fram- kvæmdum úti i Wadi Natrun, en verkfræðing- urinn varð brátt ofjarl minn. Ég var líka að reyna að halda í horfi með verzlunina, var á sífelldum þönum, lagði nótt við dag, en gat í Framhald á bls. 42. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.