Vikan


Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 42
Urnar íullar af fólki. Múgurinn þusti loks blindur af æsingu til fangelsisins. Þar var simastaur riifnn niöur og notaöur til Þess að brjóta upp fang- elsisdyrnar. Múgurinn þreif lögreglu- menn burtu á göngum fangelsisins og henti þeim út á götuna. Einn af öðr- um voru 11 af 19 föngum dregnir út úr fangastofunni. Meöal þeirra voru Rocco, Milljóna-Kalli og veslings Joe Polizza. Þar voru þeir barðir með kylfuin, hnefum og fótum, meðan lýð- urinn hrópaði fagnandi. Þegar 11 brotnir, blóðugir skrokkar héngu loksins á ljósastaurunum, féll ugg- vænleg þögn yfir staðinn. Bandaríkjastjórn fordæmdi ekki að- gerðir lýðsins opinberlega, en Italía mótmælti sáran. En þetta var byrj- unin á endalokum Mafiunnar í New Orleans. Úrskurður múgsins var rétt- lætið eitt — þvi að rannsókn leiddi í Ijós, að sérhver kviðdómandi hafði verið í heljarklóm Mafíunnar. Það leið næstum ár, áður en ég náði mér að íullu. Þegar ég hóf vinnu á ný, lét Pinkerton mig sjá um öll mál, sem snertu Mafíuna á einhvern hátt. Næstu ár hafði ég yfirumsjón með rannsóknum á Mafíumálum, m. a. í Pennsylvaníu, þar sem knésett var ein haroskeyttasta klíka Mafíunn- ar. Mafíumenn litu mig orðið allt ann- að en hýru auga, og mér var sífellt ógnað mcð sprengjum og hnífstung- um. Ég varð þó aldrei fyrir sprengju né hnifstungu — en mörg skotin komu fullnálægt mér, til Þess að það hefði getað kallazt þægilegt. Samt held ég, að ég hafi aldrei komizt jafnn.'.lægt dauðanum og í gamla fangelsinu, þar sem loks var hert að kverkum Mafíunnar. Kvöld í Wadi Natrun. Framhald af bls. 15. rauninni hvorugu verkefninu sinnt, eins og skyidi. Verkfræðingur- inn heimtaði stöðugt meiri pen- inga, meiri mannafla, aðstoðar- menn. Hann fékk það. Verka- mennirnir svikust um, heimtuðu hærra kaup sakir slæmrar aðbúðar í eyðimörkinni. Ég varð að ganga að því. Og það, sem verst var af öllu: Verkfræðingurinn vildi ekki leita vatnsins, þar sem ég óskaði. Það stangaðist á við vísindakenn- ingar hans og rannsóknir á jarð- lögum og landslagi. Það má vel vera, að vísindakenningar hans hafi verið i lagi, en hann var fífl, eins og allir menn,sem eru sneyddir innri greind. Eigur okkar feðga fossuðu viku eftir viku ofan í þessar skrælþurru ho!- ur, en það kom ekki deigur dropi upp úr þeim. Þegar handbært lausa- fé þraut, var gripið lil lána, skuld- um hrúgað ofan á skuldir á meðan nokkur peningur varð sleginn út. Verzlunin dróst saman, þrátt fyrir dugnað bróður míns, þvi ég sveikst að verulegum liluta um það, sem ég átti að gera. Faðir rninn var orð- inn örvinglaður yfir þessu hátta- lagi og nærri lagztur i rúmið. Alex- ander vann eins og berserkur, mælti fátt og æðraðist ekki, en ég fann á bréfum hans, að hann var að missa vonina. í raun og veru var ekki annað sýnna, en að ég væri að gereyðileggja fjölskyldu mína. Einn góðan veðurdag kom bréf frá Alexander: „Nú rekur að því, að ég get ekki sent þér meiri peninga. Hér eru öil sund að lokast“. Hvað átti ég að gera? Ég vissi það ekki. En ég rak verkfræðinginn og ailt hans hyski! Ég er alltaf upp með mér af því. Svo tók ég pilt, sem mér leizt alltaf dálitið vel á og sagði §ö IálB3iaMMH§3!alEIIáiaíll@íl3iai3l§IBlEIIsn§I Ódýrar utanferðir ltí.950.00 AFRÍKUFERÐ TIL MAROKKO UM GIBRALT- krónur AR — Spán og Frakkland til Parisar og Lond- on. — 24. ágúst — 16. september. 18.500.00 RÚSSLANDSFERÐ um Kaupmannahöfn — krónur Stokkholm — Helsinki — Leningrad og Moskva, — þaðan suður til Iíákasus og Ukra- inu, — siðan heim um Varsjá — Berlín — og Kaupmannahöfn. — 3. — 23. september. 16.500.00 BELGRAD Á EM f FRJÁLSÍÞRÓTTUM. Þaðan krónur til Sarajevo og Dubrovnik, liins sérkennilega baðstaðar á strönd ADRIAHAFSINS, síðan til hellanna miklu í Postojna, þar sem ferðast er með rafmagnslest um hina furðulegustu undirheima — svo til FENEYJA og yfir ALP- ANA til Hamborgar. — 9.—29. september. LANDSÝN LEIÐBEINIR YÐUR með hvers konar ferða- þjónustu og farmiðasölu, hvort sem leiðin liggur innan lands eða utan. LAND SYN FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEG118 SIMI 22890 EiiEiigiGiigLBiigiBiBiaBia@iBiigia@iBi@iaiai við hann: — Nú hóparðu saman skárstu körlunum og verður verkstjóri hér í nokkra daga. Þú borar eina holu, þar sem ég segi til. Þú færð 100 sterlingspunda aukaþóknun, ef við finnum vatn. Hann gekk að þvi. Næstu sólarhringa svaf ég ekki dúr. Ég hafði ekki matarlyst, var með bullandi sótthita, en vann frá morgni til kvölds eins og óður mað- ur. Matarbirgðir voru að verða á þrotum, peningar þrotnir, viðskipta- störf mín öll í óhirðu og reiðileysi. Glötun og ógæfa vofðu yfir ástvin- um mínum, smán og ósigur yfir mér. Síðustu vikurnar hafði ég ekki þorað að skrifa Soffíu. Hg vissi, að ég var búinn að hætta svo miklu, að aldrei yrði viðrétt, ef fyrirtækið misheppnaðist. Og var þetta ekki allt komið út um þúfur? Aðeins tvo daga i viðbót, gat ég gert mér von um að geta haldið í verkamennina. Og að því loknu væri bezt fyrir mig að stinga mér niður 1 einhverja hol- una og láta sandinn fenna yfir mig. Og þá skeði þaðl Við komum niður á vatn, bullandi vatn, silfurtært, ís- kalt. Við höfðum fundið æðina, sem ég sá forðum i myrkrum jarðarinn- ar, æðina, sem átti að breyta Wadi Natrun í Paradís og gullnámu. Nú gaus hún upp úr holunni, vall og suðaði við fætur okkar. Við böðuð- um andlit og hendur í vatninu, sötr- uðum úr lófum okkar, æptum af gleði. Ég lét síðan í snatri koma fyrir útbúnaði til að mæla rennslið, sagði fyrir um, hvar bora skyldi næstu holu — og þaut til Kairó. Þetta mátti ekki seinna vera. Við vorum í raun og veru margsprungn- ir á þessu. Nú bauðst mér hvarvetna fé. Ég hefði getað selt Wadi Natrun þegar daginn eftir fyrir stórfé. Ég sendi skeyti heim — tvö skayti. Annað til Alexanders: „Vatn fund- ið i Wadi Natrun. Stórfé boðið i eignina. Ivem brátt heim“. Hitt til Soffíu. Ég hafði aldrei árætt að senda henni skeyti áður. Nú var mér alveg sama, þó að gamli Melas rifnaði. Hann mundi bráðum lesa um vatnsfundinn og Wadi Natrun í biöðunum heima. Þá gæti hann reiknað sitt dæmi, sá gamli þrjótur, Eftir þrjár vikur var orðið fullljóst að þarna var nóg vatn til þess að lullnýta landið til ræktunar og full- nægja margháttuðum rekstrarþörf- um. Ég lét gera skipulagsuppdrátt af Wadi Natrun, — hótel, hressing- arhæli, verzlun, aldinrækt, blóm. Þegar því var lokið fór ég heim. Alexander og foreldrar mínir tóku mér opnum örmum. Faðir minn hafði verið að þvi lcominn að ör- vænta. „En þú, bróðir,“ spurði ég, „varstu aldrei hræddur?“ — Nei, svaraði hann. Ég vissi, að þér myndi ekki hafa skjátlazt, vissi það allan timann. Hann þagði lengi og sötraði vín- ið sitt undurhægt, en brosglampar liðu um hrukkótt andlitið. — Og svo fór ég í sparifötin og dreif mig á fund Porfyriosar Melas. Mér var vísað inn á skrifstofuna, þá somu, sem ég hafði verið rekinn út úr. Hann tók kveðju minni eklci óalúðlega, visaði mér til sætis gegnt sér. í þetta sinn settist ég. Ég man ekki lengur nákvæmlega, hvað ég sagði, kvaðst vera kominn til þess að ítreka bónorð mitt og gera honum grein fyrir, hvað ég hefði hafzt að til þess að tryggja framtíð okkar Soffíu, ef hann vildi láta sv.o lítið að gefa því gaum, sagði honum síðan alla sögu um Wadi Natrun, lagði fyrir hann skilríki mín, vottorð og áætlanir. Hann hlustaði á mig af fyllstu at- hygli og þolinmæði, rýndi þaulæfð- um arnaraugum sínum í gögn min, ritaði hjá sér einstaka tölur, velti þeim drjúglanga stund fyrir sér, tók síðan til máls. Þeim orðum gleymi ég aldrei. — Þú hefur staðið þig vel, dreng- ur minn, sagði hann, — afbragðs- vel. Bónorði þínu er tekið. — Hann stóð upp og rétti mér höndina. — Ég býð þig velkominn i hús mitt og fjölskyldu! Hann settist og hélt áfram: — En þig vantar rekstursfé. í við- urkenningarskyni fyrir sérstakan dugnað þinn, skal ég fallast á að greiða heimanmund Soffiu í reiðu- fé og ekki binda hann öðrum skil málum, en þeim, að upphæðin sé séreign hennar. Þú mátt leggja pen- ingana sem hlutafé i Wadi Natrun. Ég læt ganga frá öllum skjölum því viðvíkjandi. — Þú heimsækir oklc- ur og heilsar upp á unnustu þina í kvöld. Að öðru leyti ræðum við einstök atriði siðar. Nú á ég dálítið annríkt. Hann stóð upp og rétti mér báðar hendur. Ég var mállaus af geðs- hræringu og varð það fyrir að kyssa á báðar hendur hans. Og nú er saga mín búin. Eftir sex vikur vorum við Soffia gift og komin hingað til Wadi Natrun, höf- um átt liér heima síðan. Þetta hefur gengið vel — alveg einstaklega vel. Ég sýni yður það á morgun. Pulio Kostaris sýndi mér Wadi Natrun morguninn eftir, þennan un- aðsreit í auðninni. Hann nam stað- 42 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.