Vikan


Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 12
SVIFFLUG EF-nni ER.. ÞRONGT Kostnaður fyrir kennslu- stundir: undir C-próf .... um kr. 2500,00 Leiga fyrir flugu á kl.st um kr. 60,00 Árgjald ............ kr. 200,00 Góð sviffluga um kr. 100—120.000 Magnús Blöndal Jóhanns- son, segir: Ég iðka svifflug, ekki aðeins vepna þess, að það er heillandi og göfug íþrótt, heldur einnig vegna þess, að það er þroskandi. Góð sviffluga er eins og viðkvæmt hljóð- færi, Jnin þroskar hið fíngerða í manninum, ekki hið grófa og ljóta. Þórhallur Filippusson, svif- flugmaður segir: Hvers vegna valdi ég svifflug fremur en aðra iþrótt? Þegar þessi spurning var lögð fyrir mig, hrósaði ég happi yfir því, að ég skyldi ekki iðka ein- hverja aðra íþrótt en svifflug og hefði þá átt á hættu að fá gagnstæða spurningu. í þvi tilfelli hefði ég sennilega svarað með hinu kunna rökþrota-svari barnsins — af því bara. í svifflugi sameinast allir þeir kostir, sem aðrar iþróttir hafa upp á að bjóða, js. e. útivera, hreyfing, einbeiting, þolinmæði, snerpa, spenna, iskaidir útreikningar og fleira, o. fl. En það sem gerir svif- flugið meira heillandi í mínum augum en aðrar íþróttir, er glim- an við náttúruöflin, glíman við hið þekkta, að maður heldur, en sem maður kemst þó (ó)þægilega að raun um, að inann skortir þekk- ingu á. Jafnframt fyllist maður fögnuði í livert sinn, sem hækkar í sarpi reynslunnar. Hversu má svifflugmaðurinn ekki njóta tilveru sinnar, þegar hann svífur hærra og hærra í dúnmjúkri sæng, bylgju loftsins, vitandi, að Framhald á bls. 34. „Svifflug geta allir iðkað“, segir Þórhallur Filippusson, „konur jafnt sem karlar, allt til elliáranna. . ..“ Áhugamenn dytta að svifflugunum í góða veðrinu undir Vífilsfelli. é-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.