Vikan


Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 41
— Það sagði vörðurinn, benti ég á. — Hvernig veiztu það. Það fylgir eng- inn miði — ekkert. Þú ættir að þekkja þessa verði ■— þeir myndu selja mömmu sína fyrir einn dollar. Ég vissi, að ég yrði að láta hendur standa fram úr ermum þetta kvöld. 1 marga klukkutíma hvíslaði ég að honum spurningum. Hversvegna gerðu þeir honum þetta? Hver var myrtur? Loksins undir morgun gafst Joe upp og sagði mér það, sem ég hafði beðið svo lengi eftir, að það hafði nærri kostað mig lífið. — Við myrtum Hennessy. Þeir halda, að ég muni svíkja sig .... Þeir eru hræddir .... Hann byrjaði að tala og tala — allt var þetta mér ómetanlegt. Stundum var ég svo djarfur að spyrja kjána- legra spurninga, ef ég hafði misst af einhverju, sem hann sagði mér. Daginn eftir skreið ég beinlínis að dyrunum og bað vörðinn um að senda eftir lögfræðingnum mínum. Hann stundi og sagði: — Skrifaðu honum bréf, vinur. Það er venjan. Ég tók á öllum minum kröftum, skreið að rúminu og skrifaði fáeinar línur. Frank Romero gekk fram hjá. — Hverjum ertu að skrifa, Tony? spurði hann. Ég leit ekki upp en sagði: — Einni ljóshærðri frá Basin Street. Romero hrópaði einhver klámyrði til hinna, og síðan stóðu þeir allir upp og komu að fletinu mínu. Þeir stóðu bara og glottu framan i mig. Hjartað í mér barðist í brjósti mér, en ég lauk þó við að hripa niður síðustu línurnar. Næsta dag kom vörðurinn inn. Hann virtist hissa. — Heyrðu, vinur, lögfræðingurinn segist ekki vera lögfræðingurinn þinn lengur .... Mér brá svo illilega í brún, að Það leið löng stund, áður en ég svaraði. — Við hvað áttu? Hann yppti öxlum. — Hann segir þér að fá þér annan lögfræðing. Ég vissi, hvað komið hafði fyrir. Lögfræðingurinn hafði heyrt um vitn- ið, sem myrt hafði verið af Mafíunni þá fyrir nokkrum dögum. Til þess að sýna megna fyrirlitningu sina á lands- lögum, höfðu morðingjarnir dregið sundurtætt líkið upp á þakið á lög- reglustöðinni. Lögfræðingurinn minn hugsaði ef til vill sem svo, að það væri betra að lifa sem heigull í stað þess að deyja hetja. Ég fylltist örvæntingu. Ég varð að komast út. Ég varð að ná í Minster. Ég var svo máttfarinn, að mig snar- svimaði, þegar ég beygði mig fram. Ef Polizza missti móðinn og glopraði því út úr sér, að hann hefði sagt mér allan sannleikann, yrði ég naumast lengi í lifenda tölu. Með síðustu dollurunum mínum mútaði ég verðinum til þess að senda skeyti til Minsters. Ég skrifaði að- eins: — Útvegaðu mér stefnu. Vörðurinn var tortrygginn. Með uggvekjandi hægð las hann það, sem á blaðinu stóð, síðan aftur og aftur. Hann klóraði sér í höfðinu, spurði mig spjörunum úr um stefnuna og Minster, þar til mér lá við að kyrkja hann. Loksins sannfærðu peningarnir hann. Næsta morgun kom hressilegur ung- ur lögfræðingur með franskan hreim til mín og tjáði mér, að stefnan feng- ist alls ekki. Mér brá illilega. — Hvers vegna í ósköpunum ? Hann yppti öxlum og baðaði út höndunum. — Það væri til einskis að reyna það. Hún fæst ekki. ÞVOTTA DAGUR HVILDAR DAGUR draumar þínir verða að veruleika með DAN RIVER REKKJULINI — að- eins stinga því í þvottavélina — það mun verða hvítt eins og snjór allan sinn endingartima — og að auki — þú getur notað þurkara — það er eina línið sem hægt er að vélþurka án þess að hrukkist — búðu um rúmið að morgni og taktu eftir hvernig hægt er að hrista hrukkur næturinnar úr lín- inu í einu vetfangi .. vegna þess að það er hrukkuvarið — WASH’N WEAR DAN RIVER SÍ-SLÉTT REKKJULÍN íslenzkar húsmæður geta nú eignast þetta heimsþekkta rekkjulín því að DAN RIVER REKKJULÍN, barna og fullorðinsstærðir, fæst nú í íslenzkum sérverzlunum. Ég varð miður mín af reiði og hræðslu. Þessi ungi oflátungur neit- aði að verða mér úti um stefnu, sem í rauninni var þegar til. Ég þrætti lengi við hann og varð loks að grát- biðja hann að reyna. Hann féllst að lokum á að reyna. Um hádegið var hann kominn aftur, heldur en ekki hissa og ekki síður skömmustulegur. —• Það tókst, hrópaði hann. — Ég gat talið sýslumanninn á að gefa út stefnuna. Þetta er í stakasta lagi. Ég yrði laus eftir nokkra klukku- tíma. Stefnan var vísbending til Luz- enbergs, að mér hefði tekizt vel upp. Nú myndu Pinkerton og Minster einn- ig vita þetta. Þegar ég sagði Polizza, að ég væri að fara, setti hann upp sorgarsvip. — Ætli ég sleppi nokkurn tíma héðan, Tony? sagði hann. Þetta voru orð að sönnu. Mér var þegar sleppt. Minster beið með vagn fyrir utan fangelsið. Hon- um brá, þegar hann sá mig. —- Almáttugur, Frank. Hvað hefur komið fyrir þig? — Ég missti nokkur pund, sagði ég. 1 rauninni hafði ég létzt um 40 pund, meðan ég var í fangelsinu. Ég var svo máttfarinn, að Minster varð að hjálpa mér upp í vagninn. Við ókum til gistihúss, þar sem Pinkerton og Luzenberg saksóknari biðu min. Ég hóf frásögnina og talaði viðstöðulaust tímunum saman, með- an hraðritari skrifaði frásögn mína. Þegar ég hafði lokið frásögn minni, sagði Luzenberg. — Þarna gengum við að þeim dauðum. Ég læt fara að safna vitnum hið skjótasta. Hann sneri sér að mér. — Getið þér borið vitni í kvöld? — Ég get það, ef ég fæ eitthvað að borða fyrst, sagði ég — en Pinkerton var þegar búinn að panta mat. Eftir fyrirtakskvöldverð bar ég vitni fyrir ríkisrétti fram undir morg- un. Þá var ég svo að þrotum kominn, að ég sofnaði í vitnastólnum. En þá hafði ég sagt kviðdómendum frá því helzta, er snerti morðið, og gefið upp nöfn þeirra, sem Þar höfðu átt hlut að máli. Ég benti einnig á svikulan lögfræðing og ósvífinn leyni- lögreglumann í New Orleans, en báð- ir unnu þeir í þágu Mafíunnar. Ég varaði kviðdómendur við því að Maf- ían ætti næstum ótakmörkuð völd, þannig að félagsskapurinn gæti átt í- tök í vali kviðdómenda við opinber réttarhöld — með mútum. Þótt ég hefði borið vitni frammi fyr- ir ríkiskviðdómendum, átti ég ekki að koma fram við hin opinberu réttar- höld. Luzenberg sá strax fyrir því. Hann vissi, að ef ég kæmi fram op- inberlega við réttarhöldin, myndi það þýða sama og dauðadóm yfir mér. — Dimaio myndi aldrei komast út úr réttarsalnum, sagði hann við Pink- erton. Og ef svo færi, myndi hann aldrei sleppa lifandi úr borginni. Maf- ían myndi sjá um það. Um leið myndi það binda endi á það að nokkurn tima væri hægt að hindra Mafíumorð. Hvernig getið þér ímyndað yður að nokkur fáist til þess að bera vitni, eft- ir að búið er að myrða lögreglustjór- ann og síðan Pinkerton-mann í þokka- bót? Hlutverki minu var í rauninni lok- ið. Ég hafði bent á ýmsa aðila, sem gátu orðið ómetanleg vitni fyrir sak- sóknarann. Ég svaf eftir þetta í 24 klukkustund- ir. Þegar ég fór loks út til þess að fá mér frískt loft, stóð ég eitt sinn við búðarglugga, þegar ég fann, að hönd var lögð á öxlina á mér. Eigandi hand- arinnar var leynilögreglumaður. — Ég þekki þig, sagði hann. — Þú ert falsaraskrattinn frá New York. Það var kallað á lögreglubíl, og far- ið með mig beint á lögreglustöðina. Loks sleppti dómarinn mér sakir ó- nógra sannanna, en mér var sagt að hafa mig á brott úr bænum, áður en klukkustund væri liðin. Ég var varla búinn að vera úti meira en stundar- fjórðung -— stóð þá uppi við stanr og hélt mér í hann, örmagna — þegar önnur hönd var lögð á öxlina á mér. Það var leynilögreglumaður enn. Hann tók mig sömuleiðis höndum og fór með mig til sama dómara. Leyni- lögreglumaðurinn sór, að ég hefði verið langt frá járnbrautarstöðinni og alls ekki á leiðinni þangað. Dómarinn varð æfur og reiðubúinn til þess að dæma mig í sex mánaða fangelsi — þegar Pinkerton og Luzenborg þrömmuðu inn í réttarsalinn. Til allrar hamingju hafði saksókn- arinn heyrt fyrsta leynilögreglumann- inn stæra sig af því að hafa hand- samað „falsarann frá New York“. Luzenberg fékk mig lausan með því að segja, að það ætti að fara með mig til New York, þar sem ég væri sakaður fyrir alvarlegra afbrot. Næsta dag voru mennirnir 19, sem höfðu verið herbergisfélagar mínir, sóttir til saka fyrir morð. Málsóknin virtist nú örugg. Ákveð- ið var að hefja réttarhöldin, mánu- daginn 16. febrúar 1891, en sunnu- daginn áður komst Luzenberg að því, að Mafian vissi nöfn allra þeirra, sem kosnir höfðu verið I kviðdóminn. Þegar farið var að velja í kviðdóm- inn á mánudag, birtust Mafiumenn í réttarsalmrm til allra hluta iiklegir. Þegar verið var að kanna, hvort menn væru hæfir til að sitja í kviðdómi, drógu Mafíumennirnir hægt fingri eftir hálsinum -— eða hömpuðu feimn- islaust þykkur seðlavafningum. Meira en 1150 menn voru kallaðir upp, áður en kviðdómurinn var loks valinn. Margir mannanna sögðu Luzenberg einslega, að þeim hefði verið ógnað; aðrir neituðu beinlínis að sitja I kvið- dóminum. Mörg vitni veigruðu sér greinilega við því að gefa nokkur endanleg svör. Hias vegar voru margir, sem virtust einskis svífast, jafnvel stóðu menn upp á áhorfendapöllunum og klöpp- uðu Mafíamönnunum á axlirnar. Tveir sögðu frá því í öllum smáat- riðum, hvernig Mafíumenn höfðu stokkið fram, hópazt um Hennessy og stungið hann til bana. En 14. marz birti kviðdómurinn úr- skurð sinn — ekki sekir. Allt ætlaði um koll að keyra í réttarsalnum. Borgararnir réðust jafnvel sumir á Mafíumenn. Lögreglan varð að beita kylfum. Luzenberg fór fram á, að föngunum væri enn haldið í 24 klukkustundir, áður en þeim yrði sleppt, á meðan úrskurðurinn væri rannsakaður. Landslög voru ekki í heiðri höfð i New Orleans þetta kvöld. Kyndil- farir voru farnar um götur borgar- innar. W. S. Parkenson, frægur lög- fræðingur, var kosinn „foringi hreyf- ingar, sem berst fyrir réttlæti". Hengd voru upp spjöld, þar sem allir borgarar New Orleans voru hvattir til að koma saman á vissum stað, til þess að bæta úr mistökum yfirvald- anna í Hennessymálinu. Klukkan 8 næsta morgun voru göt- TIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.