Vikan


Vikan - 16.01.1964, Side 2

Vikan - 16.01.1964, Side 2
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Hvers vegna er Volkswagen n eftirlætis bíllinn í 136 löndum ■ Vegna þess aff: Yolkswagen fer alla vegi, jafnvel ólíkustu hreppavegi. Volkswagen fer bröttustu brekkur við erfiðustu skilyrði, af því að vélin er stað- sett aftur í og gefur því meiri og betri spyrnu. © © Volkswagen-vélin er loftkæld, og þess vegna barf hvorki að óttast frost né funa. Volkswagen býður yður flest þæðindi, scm allir bílaeigendur telja nauðsynleg, eng- an lúxus; — svo sem: Sjálfvirkan stefnuljósarofa, rúðusprautu, sjálfvirkt innsog, 4ra hraða gírkassa, með öllum gírum synkroniseruðum (en þér getið skipt niður í fyrsta gír á ferð). Póðruð sólskyggni beggja megin, innispegil og hliðarspegil bílstjóramegin, haldgrip hægra megin, fatahengi, öskubakka bæði framí og afturí, stóran hliðarvasa á hurð, rúmgott geymsluhólf í mælaborði með áferðarfallegu smelluloki og gúmmí-gólf. í Volkswagen eru toppur, hliðar og sæti, klædd þvottekta leðurlíki,... og svo er yðar að óska frekar. NOKKRIR BÍLAR FYRIRLIGGJANDI. HEILDVERZLUNIN HEKLA HF. LAUGAVEGI 170—172. — SÍMI 21240. í fullrí alvöru: Sökudólgurinn ekur um áhyggjulaus Ég get varla skrifað þetta fyr- ir illsku. Ef ég væri krakki, þá mundi ég grenja eins og grið- ungur, ef ég væri kvenmaður, þá mundi ég æpa svo þakið færi af húsinu. En nú er ég karlmað- ur, og verð að gjöra svo vel að þegja og bíta á jaxlinn, — en ég get samt ekki stillt mig um að koma vonzkunni dálítið á framfæri við ykkur. Jú, það er nefnilega þannig, kæri vinur, að ég lagði í það glæfrafyrirtæki fyrir nokkrum mánuðum að kaupa mér nýjan bíl. Það er út af fyrir sig allt í lagi með það, og ég sé hreint ekkert eftir því. Bíllinn er ágæt- ur og ég er ánægður með hann í alla staði. Eins og gefur að skilja, þá var ég ákaflega hrifinn af hílnum, bónaði hann annanhvern dag, þreif og hreinsaði að utan og innan, og lofaði sjálfum mér því, að ég skyldi nú hugsa svo vel um hann að hann yrði alltaf eins og nýr. Þetta gekk ágæt- lega, og gengur raunar enn. Ég segi þetta bara til að sýna hvað mér var annt um bílinn. Það mátti hvergi sjá á honum kusk né óhreinan blett. Það kemur ekki þessu máli við þótt krakk- arnri mínir hafi tekið sig til og teiknað mynd í lakkið á hon- um með nagla. Ég get ekki skammast við neinn út af því, nema sjálfan mig, — eftir að ég flengdi krakkana. En svo var ég að keyra heim úr vinnunni einu sinni, og ók einstaklega hægt og rólega. Ég var kominn á hringtorgið við Þóroddsstaði, þegar bíll kemur inn á torgið og virðist ekkei't tillit ætla að taka til mín. Ég varð hræddur og stoppaði eins og skot, enda á mjög hægri ferð. En hinn heldur áfram „ganslce pænt“ þangað til hann staðnæm- ist á vinstra frambrettinu hjá mér. Ég sat kyrr augnablik til að reyna að fá aftur vald yfir skap- Framhald á hls. 50. 2 VI K AN 3. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.