Vikan - 16.01.1964, Blaðsíða 5
Konur og börn standa £ fjörunnt, meðan mennirnir ganga frá bátnum. Ungu konurnar eru í nýlegum kápum frá London og hafa
jafnvel fengið nýtízku ráptuðrur. Þorpið Edinburgh er undir snarbrattri hlíð eldfjallsins að baki.
Einhver afskekktasti blettur á
jarðríki er eyjan Tristan da Cun-
lia í miðju Atlantshafinu, milli
Afríku og Suður-Ameriku. Það
má segja, að eyjan sé aðeins
tindar eldfjalls þarna í miðju
hafinu; eldstöðvarnar eru vak-
andi og öðru hvoru spúandi
eldi og eimyrju yfir eyjuna.
Hún er afar gróðurvana, líkust
stóreflis vikurhrúgu. Það er á
móti öllum lögmálum, að þarna
geti verið mannabústaðir að
dómi þjóða heimsins, þó finnst
líklega flestum, að fremur væri
hægt að draga fram lifið þar
en á íslandi; það er þó fjanda-
kornið ekki eins kalt á Tristan.
Forlögin hafa plantað út
nokkrum sálum á Tristan og far-
ið að því á þann veg, að menn
í urðu skipreika og neyddust til
þess að draga fram lífið á eyj-
unni, unz sá ótrúlegi atburður
gerðist, að skip bæri að landi.
Tristan er ekki i alfaraleið og
það gátu liðið ár og dagar svo
að skipbrotsmenn liefðu ekki
samband við umheiminn. Og
þegar sú stund rann upp, þá
rann það líka upp fyrir þeim
sjálfum, að það var lireint ekki
svo bölvað að vera á Tristan.
Lifsbaráttan er að vdsu hörð
geysihörð og spartönsk, en eyjan
hafði tekið þá þeim tökum, að
, þeir gátu ekki liorfið þaðan.
Smám saman fjölgaði fólki og
það myndaðist eitt lítið þorp.
Það voru þó aðeins fáeinar
fjölskyldur, flestar af írsku og
ítölsku bergi brotnar. Af eyj-
unni sjálfri var sáralítil hlunn-
indi að hafa, annað en grjót
i húsin. Menn þökkuðu forsjón-
inni fyrir þær stundir, sem ekki
var öskufall og jarðskjálftar.
Aftur á móti stunduðu þessar
fáu fjölskyldufeður á Tristan
hafið af kostgæfni; þaðan kom
þeim björg í bú. Þeir höfðu
og hafa haft fram á þessa daga,
opna báta eins og tiðkuðust á
Bakkanum og Stokkseyri meðan
róið var þaðan á róðrarbátum.
Sagan geymir frásagnir um sjó-
slys og mannskaða við grýtta
strönd Tristan. Þá fórst alltof
stór hundraðstala af þjóðinni.
Fyrir tveim árum gengu þau
ósköp á i jörðinni þarna á Trist-
an, að fólki varð ekki vært.
Varð þá gos svo mikið, að ekki
þótti fært af öryggisástæðum,
að menn þrjóskuðust við að búa
þar. Fjölskyldurnar á Tristan
tóku saman föggur sínar og
héldu á smábátum út í stór
skip, sem fluttu þær til Eng-
lands. Fólkið horfði á eyjuna
hverfa bak við sjóndeildarliring-
inn, unz ekkert sást lengur nema
gosmökkurinn og eldingarnar,
sem skáru himinhvolfið út frá
honum. Þannig kvöddu þeir
Tristan.
Nú tók við ný veröld, sem
ekkert af þessu fólki þekkti
nema af óljósum spurnum. Að
baki var eyjan nakta, grýtt
strönd, opnu bátarnir og lágu
kofarnir uppi við snarbratta
hlíð eldfjallsins. Framundan var
flatt land, grænt og ræktað,
reyklituð stórborg með hvínandi
umferðargný; London, eða öllu
heldur útborg hennar, þar sem
íbúurn Tristan var komið fyrir
i hermannaskálum. Það var al-
mcnnt búizt við, að Tristanfólk-
ið mundi því fegið að vera
komið i snertingu við nútímann
og menninguna. Því var aðeins
ætlað að vera í hermannaskál-
unum til bráðabirgða, nema
svo ólíklega vildi til, að það
kysi fremur að snúa aftur til
Tristan þegar gosinu rýrnaði
kraftur. Og timinn leið.
Farmenn höfðu þær sögur að
segja, að friður og ró ríkti á
Tristan; heiður himinn yfir
gígnum og kofarnir stóðu mann-
lausir og horfðu svörtum augum
út á óendanlegt liafið.
Tristanfólkið festi ekki yndi
í menningunni. Það var eins
og fangar i stórborginni, hafði
þrautir af því að sjá ekki hafið,
og eyjan nakta leið þeim ekki
úr minni. Það þótti Ijóst, að svo
sterk bönd tengdu þetta fólk
við fjarlægt útsker, eldspúandi,
að það mundi einungis veslast
upp í Lundúnaútlegðinni. Það
var ákveðið að flytja fólkið
heim til sín að nýju.
Svo rann upp sú stund, að
stórt farþegaskip varpaði akker-
um undan strönd Tristan da
Cjiinh^a. Tristansfólkið stólð í
hóp ferðbúið og sá nú eyjuna
langþráðu og Edinburgh, þorpið
mannlausa. Nokkrum smábátum
var hrint frá skipshlið og fólkið
reri í land. Það er engin höfn
þarna né heldur bryggja; eng-
ar svokallaðar framfarir. Þar
er lifað frá hendinni til munns-
ins af þvi sem liafið hefur að
bjóða, án skipulagningar eða
áhyggna fyrir framtíðinni.
Nokkrir vaskir drengir óðu i
land og drógu bátana upp á
fjörusteinana. Þetta var heilög
stund, endurfundir við föður-
landið. Engin þoka, járnbrautir,
reyklituð múrsteinshús og bilar.
Bara grjót og sjór. Fólkið tók
fátæklegar föggur sínar og stikl-
aði heim að húsunum á sleipu
grjótinu. Það er samhent eins
og ein fjölskylda, þar voru gam-
almenni og unglingar, en allir
glaðir í sínu hjarta yfir lieim-
komunni. í farangrinum mátti
sjá nokkur merki um kynni við
menninguna. Sumir höfðu orðið
sér úti um transistor-útvarps-
tæki, jmgri konurnar voru í
nýlegum kápum og höfðu ráp-
tuðrur í höndunum.
Siðan hefur ekkert frétzt af
Tristansfólkinu. Það má slá þvi
föstu, að menn hafi róið þar
dag hvern til fiskjar á opnum
bátum og komið með björgina
heim að kvöldi, lieim i þorpið
Edinburg'li við rætur eldfjalls-
ins. Það sannast enn hið forn-
kveðna, að „röm er sú taug, er
rekka dregur, föðurtúna til“.
| G.S.