Vikan - 16.01.1964, Qupperneq 6
ÞÉR MUNUÐ STRAX
FALLA
FYRIR HINU NÝJA
f HVERJUM ÞRÆÐI
íá, allsstaðar, um mittiS,
* mjaðmir og bakið er Lycra,
' blandað Bri-nyioni. ÞaS
gerir yður grennri og fal-
legri og fjarlægir þessa
óþörfu sentimetra. little Xtra meS Lycra er léttara, sléttara
og mýkra viSkomu, svalara og endingarbetra en nokkru
sinni fyrr. ÞaS þvæst á augabragSi i þvottavélinni og
vatnið rennur úr því á stundinni. Yður hefur aldrei
dreymt um að mjaðmabelti gæti verið eins gott og þægi-
legt og iittle Xtra með Lycra er. little Xtra er til í
hvítum eða svörtum iit. Allar stærðir. — Komið, skoðið
og rcynið little Xtra strax I dag.
Látið vogina skera úr...
Kæra Vika.
Viltu leysa úr veðmáli? Við
erum hérna tveir, sem getum
ekki orðið sammála um það,
hvort maður, sem er 70 kíló á
jörðinni, er líka 70 kíló, þegar
hann er kominn upp á 13. hæð
í blokk. Annar segir, að hann
verði léttari en hinn segir að
hann verði jafn þungur. Hvort
er rétt?
--------í fyrsta lagi verða að-
eins konur léttari, ef ég má snúa
svolítið út úr. — Annars skuluð
þið bara fá lánaða baðvog og
reyna. Ég býst við, að þið verð-
ið að fara nokkuð hærra en upp
á 13. hæð til þess að léttast
nokkuð að ráði.
Hvar er nú Þórsmörkin
aftur?
Kæra Vika.
Hvort er Þórsmörk í Árnes-
sýslu eða Skaftafellssýslu? Er
hægt að komast þangað á vet-
uma. — Með fyrirfram þökk.
A. R. I.
—-------Þórsmörk er svona mitt
á milli — hún er í Rangárvalla-
sýslu. Undir vissum kringum-
stæðum er hægt að komast þang-
að á veturna, og er reyndar oft
auðveldara en á sumrin. En erf-
iðara að liggja í tjaldi á veturna.
Hrekkur eða
misskilningur...
t 52. tölublaði VIKUNNAR
birtist bréf í póstinum frá
„S.P.S.“, sem telur sig hafa kom-
izt í samband við ungan, sænsk-
an mann, sem hér starfaði fyrir
Votta Jehova. Kvað bréfritari
þennan mann hafa komið alloft
á heimili sitt og sig „hafa orðið
bergnumin af honum“. Eftir því
sem hún segir voru foreldrarnir
allmikið á móti þessum kunn-
ingsskap og bréfritari biður um
ráð.
Vottar Jehova komu að máli
við VIKUNA og töldu sig beitta
verulegu óréttlæti; bréfið væri
markleysa frá upphafi. Töldu
þeir um tvennt að ræða: Annað-
hvort hefði hér verið um að
ræða trúboða frá einhverju öðru
trúfélagi, eða þá að um væri að
ræða vísvitandi tilraun til að
gera Vottum Jehova bölvun.
Þar sem bréfritari notaði aðeins
upphafsstafi undir bréf sitt, væri
gott, að hann vildi vera svo góð-
ur að láta VIKUNA vita um nafn
sitt og heimilisfang.
En hvort heldur hér er um
að ræða skakkt nafn á trúfélagi
eða vísvitandi hrekk, harmar
VIKAN, að svo hefur tekizt til
og biður viðkomandi velvirðing-
ar á því.
Starfsmenn en ekki
verkf allsverðir...
Kæra Vika!
Ég þakka fyrir mynd, sem þið
birtið úr skóbúð minni, Skóbúð
Austurbæjar, Laugavegi 100
(mér fyndist nú að þið ættuð að
vita hvað hún heitir). Þessi
mynd birtist með öðrum af eig-
endum verzlana við afgreiðslu í
verkfalli verzlunarmanna í des-
ember. Þið segið: „Kaupmannin-
um í skóbúðinni á horni Snorra-
brautar og Laugavegs virðist
ekki standa á sama um plaggið,
sem hann heldur í höndunum,
enda standa verkfallsverðir yfir
honum meðan hann les það ...“
Má ég benda ykkur á það, að
mennirnir tveir heita Jörundur
Þorsteinsson og Páll Njálsson og
eru starfsmenn mínir en engir
verkfallsverðir. Svo talið þið um
„skóplögg". Mér finnst einhver
niðrunarmerking í því orði. Gát-
uð þið ekki notað orðið skófatn-
aður?
Ólafur Björnsson, kaupm.
Skóbúð Austurbæjar.
--------Það var alls ekki í
niðrandi merkingu, að við töluð-
um um „skóplögg". Þetta er af-
gömul íslenzka, meira að segja
var talað um sokkaplögg líka.
Nú orðið heyrist sjaldnar talað
um þesskonar „plögg“ en áður,
enda er skófatnaður ágætt orð.
Það var leitt með Jörund og Pál,
að þeir skyldu uppnefndir svona
herfilega að ósekju.
Krossgátur og
væmni...
Vikan, Reykjavík!
Ég vildi koma þeirri hugmynd
á framfæri hvort ekki mætti
koma því þannig fyrir, að á
„baksíðu“ krossgátunnar væru
ávallt auglýsingar eða annað
efni, sem ekki skemmdi blaðið,
þó að það færi með krossgát-
unni. Ég les VIKUNA alltaf, þeg-
ar ég get náð í hana, en oft, þeg-