Vikan


Vikan - 16.01.1964, Page 10

Vikan - 16.01.1964, Page 10
UNDIR FJOGUR AUGU Efftip GK. Þið hafið vafalaust oft séð teikningar í Vik- unni eftir mann, sem skrifar sig Ragnar Lár. Auðvitað er hann Lárusson. Honum er ýmis- legt til lista lagt fleira en að teikna, og m. a. getur hann haldið manni í krampa allan dag- inn af hlátri, þegar hann er að segja sögur. En maður veit aldrei hvort þær eru sannar eða lognar, og ég efast um, að hann viti það sjálfur. Hann sagði mér þessa um daginn, og ef þið trúið henni ekki, þá skuluð þið bara spyrja hann: Ragnar átti farartæki, sem hann kallaði bíl, og einu sinni sem oftar þurfti eitthvað að lagfæra í honum — aðeins. Hann var búinn að fara með hann á mörg verkstæði, en eng- inn vildi taka við gripnum til viðgerðar, þangað til hann komst suður í Kópavog. Þar hitti hann liðlegan piit, sem sagðist mundu reyna að hjálpa honum, ef hann mætti fyrir eiganda verkstæðisins. Hann var ekki við, svo að Ragn- ar þurfti að koma seinna til að finna hann. í þá ferð fór ég með honum. Það vildi svo til, að eigandinn var norskur, Nygaard að nafni, og þótt hann sé vafalaust ágætur í fslenzku, þá skildi hann Ragnar ekki meira en svo. Samt fór hann að athuga bíl- inn. og hélt nú að þetta mundi láta sig gera. „Já, það hlýtur að vera“, sagði Ragnar, „því pilturinn, sem ég talaði við um daginn, Hall- dór eða Haraldur ...“ „Ja, det mo have vært Hermann...“ sagði Nygaard. „Já, Hermann, sem ber mann, þegar hann sér mann?“ spurði Ragnar. „Ja, ja. Det er ham!“ sagði Nygaard hinn alvarlegasti. Það er oft erfitt með málakunnáttuna. „Mjaá“, sagði hundurinn, sem var í málaskól- anum. En það er sagt, að það sé ekki mála- kunnáttan, sem fer verst með bifvélavirkjana, þegar þeir hrökkva upp af og koma til Gullna hliðsins. Ég veit um einn, sem dó (í alvöru) og kom til Lykla-Péturs. Pétur tók fram stór- an doðrant ofan úr hillu (Hann er kominn með Hansa-systemið) og fór að fletta í honum. Eftir nokkurn lestur leit hann upp og sagði: ,.Hm. Hve gamall sagðistu vera?“ „37 ára.“ ,,Hm. — Eftir vinnuspjöldum þínum að dæma, virðistu vera að minnsta kosti 126 ára...“ Ég get alveg trúað þessu, enda sagði sann- verðugur maður mér söguna. Mér er ekkert illa við bifvélavirkja, og ég get ekkert gert að því, þótt mér séu sagðar þessar sögur. Sumar eru lognar og sumar sannar. Eina sanna veit ég í viðbót um bifvélavirkja. Hún er svona: Það var alveg sama hvað mmngarmurinn gerði, hvaða bíl hann reyndi við og hvað hann gerði við hann, að alltaf var það eitthvað vit- laust sem út kom. Verkstjórinn reyndi allar mögulegar aðferðir til að fá hann ti.l að gera hlutina rétt, en allt kom fyrir ekki. Loksins missti hann þolinmæðina og sagði: „Það virðist vera alveg nákvæmlega samá, hvað ég læt þig gera, að alltaf skaltu gera það vitlaust. Geturðu engan hlut gert rétt, eða hvað?“ Vesalings maðurinn hugsaði sig um stundar- korn, en sagði svo: „Ja ... ég á átta krakka ...“ Svona er að vera fljótfær. . . Það var annars einu sinni karl, sem kall- aður var Jón í Snússu, og hann var aldeilis agalega auðtrúa •— og fljótfær. Einu sinni kom hann til Reykjavíkur og gekk niður Laugaveginn. Þetta var fyrir nokkrum áratugum. Neðarlega á Laugaveginum rak hann augun í áletrun á húsi, sem hann las sem „Apa- tek.“ — Það var mál til komið, hugsaði Jón, — að þeir kæmu með apabúr hérna fyrir sunnan. Svo vippaði hann sér inn til að skoða apana. Hann sá borð skipta húsnæðinu í tvennt, og fyrir innan það var roskinn maður, gró- hærður og ekki beint laglegur. Fyrir framan borðið var hópur fólks, og aliir gláptu á þann gráhærða. Jón horfði líka á hann um stund, hnippti svo í næsta mann og kumraði: — Helvíti er hann nú líkur manni, ha? Svo potaði hann stafnum sínum yfir borðið í þann gráhærða og sagði: — Geturðu ekki gert kúnstir, helvítið þitt? Ég er geysilega hrifinn af íslenzk uorðabók- inni, sem kom út á vegum Menningarsjóðs fyrir nokkru síðan. Hún er hreinasta þing. En alltaf getur maður kvartað yfir einhverju, og nú finnst mér að vanti eina íslenzka orðabók í viðbót. En hún ætti að vera með öðru sniði. Það mætti vel semja hana upp úr þessari, en raða orðunum öðruvísi niður, svipað og gert er í ensku orðabókinni „Roget's Thesaurus" og mörgum er að góðu kunn. Þar er orðunum raðað niður eftir því hvað þau þýða, en alls ekki eftir stafrófi. Ef mann vantar t. d. eitt- hvert orð, sem á að þýða kvenmaður, •— en maður er samt ekki ánægður með það orð, þá leitar maður bara í kaflanum, sem gefur upp öll þau orð, og mundi sennilega vera eitthvað á þessa leið: Kvenmaður, kona, strilka, kerling, fröken, frú, mær, yngismær, mey, freyja, stelpa, gála, gæra, sveskja, svunta, spyrna, skvísa, skutla, kropp- ur, renna, títla, belgur o. s. frv. .. Á sömu síðu er þá venjulega listi yfir öll þau orð, sem þýða algjöra mótsetningu, sem í þessu tilfelli mundi verða: Karlmaður, maður, drengur, piltur, herra, strákur, gæi, skvísari, töffari, töffgæi, rindill, jaki, pési, peyji, jólasveinn o. s. frv. Svona bók mundi ábyggilega koma í góðar þarfir hjá mörgum, og kannski einhver taki sig nú til að raða þessu dálítið skipulega niður. Orð, orð, orð .. . Er nokkur furða, þótt menn mistaki sig stund- um á öllum þessum orðum, sem þeir hafa yfir að ráða? Þekktur maður hér í bæ var að halda ræðu í „Pabbadrengjafélaginu" núna fyrir nokkru, og sagði m. a.: „Það er hverju orði sannara, að forstjórar hafa mikið að gera, og eru í þreytandi og erf- iðu starfi. En þeir verða þó aldrei eins þreytt- ir og vesalings stúlkan, sem verður að vélrita alla þessa vitleysu ...“ Og hafið þið heyrt þennan um manninn, sem kom inn í Últíma og spurði hvort hann gæti fengið saumuð föt á meðan hann biði. „Já, það er alveg sjálfsagt,“ svaraði Kristján. ,,Og hvað þarf ég að bíða lengi?“ „Sirka hálfan mánuð,“ sagði Kristján. jq _ VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.