Vikan - 16.01.1964, Síða 15
Hillan riðaði og skalf, Jiar til
hún féll með öllum sínum
þunga — og öúum vörunum —
ofan á fólkið og hann sjálfan.
en hann var kominn i liróka-
ræður við nokkra félaga sína
þarna um stjórnmál og önnur
dægurmál, það var byrjað að
skammast út af veðrinu, sem
alltaf var svo andstyggilegt, að
varla væri luindi út sigandi,
síðan íarið í samræður um nýj-
ustu athurði dagsins, sem blaða-
mönnunum voru kunnir, og að
lokum fóru þeir að líta í kring
um sig i verzluninni, ræða sam-
an um útlit hennar og fyrir-
komulag, spyrja hvern annan
i hálfum hljóðum um eigendur
hennar og l'leira. Þeir drukku
fyrsta glasið á skömmum tima,
og fengu sér annað af bakkan-
um. Fyrsta feimnin var farin
af flestum gestanna, menn voru
farnir að ganga fram og aftur,
skoða í hillur og kynna sér
húsaskipan, dást að fyrirkomu-
lagi í hillum, og sýnilegt var,
að flestir voru komnir i gott
skap eftir stutta stund.
Með sjálfum sér hugsaði Styrm-
ir:
„Já, ég mátti svo sem vita
það, að þetta væri eins og venju-
lega, þegar menn eru að opna
verzlanir. Það er hellt í mann
brennivíni í einn eða tvo klukku-
tima, og svo er manni sagt að
fara heim og skrifa einhverja
lofgerðarrollu um þessa fyrir-
myndarverzlun, sem ber af öll-
uín öðrum, og sem eigi eftir að
skipa sinn háa sess i menningar-
lifi hverfisins. Hér geta menn
fengið keypt allt, sem hugur-
inn girnist — á hóflegu verði
— þurfa helzt ekkert að hafa
fyrir því . .. bara liringjá svo
lcemur það. Bæjarins bezta verzl-
un og allt það. Jæja, sama er
mér, ef ritstjórinn vill taka þetta
í blaðið. Ekki er það mitt að
dæma um það. Bezt að nota
sér af brjóstbirtunni á meðan
hún gefst, og bjarga svo heiðr-
inum á eftir.“
Hann tók eftir því, að mað-
urinn, sem hafði staðið við
dyrnar, þegar hann kom, var
farinn þaðan, og var nú að
handfjatla vélrituð blöð, og var
sýnilega að undirbúa sig undir
að lialda ræðu.
„Jæja, þá kemur það,“ hugs-
aði Styrmir. „Loksins fær mað-
ur að vita liver hefur teiknað
])etta veglega hús, hver hefur
teiknað innréttingar, komið fyr-
ir hillum, hver hefur lagt í það
rafmagnið, vatnið, skolpræsið
og pússað gluggana. fig læt mér
það i léttu rúmi liggja, því ég
fæ það livort sem er skrifað á
blaði á eftir, eins og fimm ára
krakki, sem kann ekki að skrifa.
fig held að ég láti það nægja
. . . bezt annars að ná sér í ann-
að glas áður en þessi heiðurs-
maður byrjar á ræðunni.“
Og það stóðst á endum, að
liann gómaði nýtt glas — það
þriðja — um leið og hann lieyrði
sagt:
„Góðir gestir . ..“
Styrmir hlustaði aðeins með
öðru eyranú á það, sem maður-
inn sagði, og óskaði þess af
heilum hug, að hann gæti lokað
báðum eyrum með innbyggðum
klöppum, líkt og augunum. Til
þess að drepast ekki úr leiðind-
um á meðan á ræðunni stóð,
fór hann að virða fyrir sér kven-
fólkið, sem þarna var saman-
koinið.
Hann varð að leita lengi þar
til hann kom auga á eina mátu-
lega unga, sem lionum leizt vel
á. Þá róaðist liann í bili, og tók
sér fyrir hendur að skoða liana
í rólegheitum frá toppi til tá-
ar. Byrjaði neðst á liáum stál-
hælunum, og fikraði augun upp-
ávið, þar til hann kom að kjól-
faldinum. Hann lokaði augunum
augnablik, og reyndi að gera sér
í hugarlund að hann sæi eitt-
hvað, sem liann alls ekki sá,
og' mundi líklega aldrei sjá.
Svo opnaði hann aftur augun,
og athugaði hvort útlínurnar
væru í samræmi við það, sem
hann hafði gert sér í hugar-
lund, en komst ekki að neinni
ákveðinni niðurstöðu, Hann
missti þvi áhugann fyrir þessuin
ákveðna likamshluta, og liélt
áfram uppávið, renndi augun-
uin eftir fagurlega sköpuðum
handleggnum fram að grönnum
og lipurlegum fingrunum, sem
héldu á lágvöxnu kokkteilglasi,
barmafullu af glitrandi geim-
vökva.
Hún virtist vera eitthvað
nervös blessunin.
Hendin fór skyndilega að
skjálfa og vökvinn skvettist úr
glasinu. Hann heyrði einhvern
dularfullan þyt, sem jókst áð-
ur en hann gat gert sér grein
íyrir því, þungur niður, drun-
ur og loks óskaplegur hávaði,
eins og öll veröldin væri að
farast.
Styrmir hélt allt i einu að
hann væri að verða vitlaus -—
eða livort hann hefði drukkið
sv.ona mikið ... nei... hann
komst aldrei að neinni niður-
stöðu, þvi hann fann allt i einu
að hann missti glasið á gólf-
ið, heyrði skerandi óp stúlk-
unnar, sem hann var að horfa
á, og um leið tóku fleiri undir
hrópið. Hann frekar skynjaði eii
sá, að stóru rúðurnar í nýju
verzluninni spundruðust eins og
þær hefðu verið skotnar í sund-
ur, sá fólkið hlaupa sitt í liverja
áttina, horfði á stóran stafla af
Framhald á bls. 30.
-
y
, I f f
VIKAN 3. tbl. —