Vikan - 16.01.1964, Side 23
Falleg lílússa við sítt heima-
pils eða síðhuxur. Hún er úr
mosagrænu pykku alsilki, hncppt
á baki með litlum hnöppum og
hneslum úr eíninu, hálslíningin
gefur henni þó mestan svip, en
hún lieldur áfram þar sem
hálsmáli sleppir og er þá bund-
in á ýmsan hátt að framan eins
og trefill.
Það tíðkast nú orðið mikið,
að klæðast hlýlegum og þægi-
legum fötum að kvöldi heima
hjá sér, misjafnlega íburðar-
miklum eftir því, hvort von
er á gestum eða ekki, en vin-
sæLast er að pilsin á slíkum
kjólum séu síð, ef þá er ekki
verið í síðbuxum. Efnin eru
venjulega þykk og mjúk, eins
og t.d. flauel, ullarefni og
þykkt silki, og skartgripir
þykja fara vel við þennan
fatnað.
Hér að ofan er hlýr og þægi-
legur eftirmiðdagsbúningur,
bráðhentugur, þegar vinkon-
urnar skjótast inn til að slappa
af fyrir kvöldmatinn.
Sftt pils, þar sem annað
borðið gengur langt út á hitt
og liggur laust neðantil. Slaufa
er á strengnum í mittið. Litur-
inn cr grágrænn, peysan með
liáa, lausa rúllukraganum cr
dökkblá. Stórgerð perlufesti tekur
upp báða litina, sömuleiðis
armbandið.
VIKAN 3. tbl. — OQ