Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.01.1964, Qupperneq 29

Vikan - 16.01.1964, Qupperneq 29
Hamlet drepur Pólóníus. Ofelía drepur sjálfa sig. Hamlet drepur Kládíus Laertes drepur Hamlet. Hamlet drepur Laertes. Allir dauðir, Drottningin drepst af eitri. WMiiÉM þegar hún þekkir ekki sitt eig- ið vínglas, og drekkur úr glas- inu, sem Hammi var búinn að krækja sér í. Eða kannske hana hafi bara langað í meira, og séð sér leik á borði til að stela glas- inu frá syni sínum á meðan hún horfði á frægasta skylminga- meistara landsins gera sitt bezta til að kála honum með marg- földum svikum. Þetta er sem ságt aílt ágætis- fólk. Hamlet og Ófelía vitlaus, kóngurinn margfaldur morðingi og drottningin nautheimsk gléði- kona. En bíðum bara við. Það eru fleiri persónur í leiknum. Pólón- íus, faðir Óffu, er útsmoginn svikahrappur. Laertes, bróðir Óffu, er sömuleiðis fyrsta flokks svikahrappur og morðingi. Að vísu er honum sleppt í íslenzku útgáfunni — eftir því, sem sagt er — en það er af nógu að taka samt. Það er t.d. einn heljar- mikill draugur, sem fullyrðir, að hann þurfi að draugast svona áfram langan tíma til að bæta fyrir syndir sínar, en heldur svo áfram sömu setningu með því að biðja son sinn um að drepa Kláda, föðurbróður sinn, þ.e.a.s. bróður draugsins. Draugsi ítrek- ar þessa göfugu beiðni svo síð- ar í leiknum, svona til að ekk- ert fari milli mála um, hvaða hugarþel hann hefur til sonar síns, bróður og eftirlifandi eig- inkonu. Svona yfirleitt er þetta tölu- vert „betra“ stykki en hundrað prósent amerísk hryllingsmynd, sem börnum er bannað að sjá. Ef ég man rétt, þá eru sýnd sex morð í stykkinu og eitt sjálfs- morð. Svo eru — til ábætis — sýndar nokkrar hauskúpur, sem fullyrt er að séu ekta „af mönn- um, sem lifað hafa“ eftir því, sem Þjóðleikhússtjóri segir, en ekki af mönnum „sem dáið hafa“ eins og Loftur Guðmundsson virðist heldur viljað hafa. Já, vel á minnst. Þarna sjást líka tveir miklir dánumenn, þeir Guildenstern og Rosencrantz, njósnarar af Guðs náð. (Með öllu óskyldir Guðlaugi Rósin- krans, eftir því sem bezt er vit- að, enda af öðru sauðahúsi). Eini þokkalegi maðurinn í stykkinu, sýnist mér vera Hor- atio, vinur Hamma. Hann kem- ur alls staðar fram sem sann- ur heiðursmaður, enda kveður ekkert að honum og hann hefur engin áhrif á leikinn, eins og eðlilegt er. En látum þetta nægja til að kynna persónumar. Við skuj- um aðeins fara yfir söguþráðinn, til að gera fólki auðveldara að fylgjast með, ef það nær ein- hverntíma í miða á þessa stór- felldu sýningu. Sagan byrjar á því, að pabbi Hamma, kóngurinn í Danmörku, deyr. Hammi er þá ekki heima, en kemur í hvelli, þegar hann fréttir af þessu, en elsku mamma er þá þegar komin í bólið hjá föðurbróður hans, og sá verðugi Framliald á bls. 51. VIKAN 3. tbL 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.