Vikan - 16.01.1964, Side 43
en ekki sízt ber að nefna „Cold-
itz-boltaleikinn“, sem fangar
fundu upp og var einhver harð-
asti leikur, sem ég hefi kynnzt.
Þessi leikur var þaniiig, að
menn skiptu sér í tvö lið með
óákveðnum fjölda leikmanna og
var allt að 30 mönnum í hvoru,
en síðan var barizt um knöttinn
með öllum tiltækum ráðum, því
að allt var leyfilegt. Maður, sem
náð hafði knettinum, mátti
hlaupa með hann, en varð þó að
kasta honum í jörðina við og
við, og meðan hann var með
knöttinn, mátti ráðast á hann,
og um leið var honum heimilt að
fleygja honum eða kasta. Við
hvorn vallarenda var markmað-
urinn, sem sat á stól, og það tald-
ist mark, ef hægt var að hæfa
annan hvorn stólinn með knett-
inum. Verjendur beittu öllum
ráðum, og ef allt annað brást,
var bara reynt að kyrkja mann-
inn, sem knöttinn hafði. Hlé var
ekki gert á leik, fyrr en allir
voru orðnir of þreyttir til að
halda áfram. Þar sem leikreglur
voru engar — allt leyfilegt, næst-
um jafnvel manndráp -—■ var
dómari algerlega óþarfur og leik-
vangurinn var líka ómerktur
með öllu.
Leikurinn var mjög hraður,
eins og þegar hefir verið sagt,
og skiptust í sífellu á upphlaup
og árásir, stympingar, glímur,
bendur og handalögmál, en
áhorfendur í gluggum bygging-
arinnar hvöttu liðin óspart. Þótt
leikurinn væri harður í meira
lagi og leikinn af engri vægni,
var það fátítt, að leikmenn slös-
uðust alvarlega. Því er hins veg-
ar ekki að neita, að þetta var
ekki heilsusamlegt fyrir föt
manna, því að þau voru oft
hengilrifin eftir slíkan leik. Ég
þykist sjá nú, að leikur þessi
hafi veitt okkur heppilega útrás
fyrir frelsislöngun, sem við gát-
um ekki fullnægt. Sem þátttak-
endur í leiknum vorum við
frjálsir menn, og veggirnir um-
hverfis voru ekki lengur veggir,
heldur endamörk leikvallar, og
ekkert hindraði hreyfingar okk-
ar á vellinum. Mér leið alltaf
betur en ella eftir slíkan leik,
og þegar ég var búinn að fara
í steypibað eftir slíkan hraðan,
hressandi og örvandi leik, var
ég sáttur við Guð og menn.
Pólverjar og síðar Frakkar
voru alltaf áhugasamir áhorfend-
ur. Þótt við hefðum engan einka-
rétt á að nota garðinn, viku þeir
alltaf fyrir okkur og létu nægja
— í fyrstu — að fylgjast aðeins
með úr gluggunum. Svo kom
síðar, að þeir telfdu sjálfir liði
fram gegn liði okkar, en það
stóð sig ekki með neinum ágæt-
um. Skapið hljóp með þá í gön-
ur, og þeir hugsuðu ekki um
neitt annað en að setja mark,
sem var aldrei neitt sérstakt
áhugamál Englendinga.
Þegar frá leið, létu Þjóðverj-
ar okkur liðka okkur innan
gaddavírsgirðingar á skógivöxnu
svæði fyrir neðan kastalann en
þó innan ytri kastalaveggjanna.
Þar lékum við leik, sem minnti
á venjulega knattspyrnu, en þó
voru trén til talsverðs trafala.
Þjóðverjar höfðu skemmtun af
knattleikjum okkar, og við urð-
um þess oft varir, að þeir fylgd-
ust með leikjum okkar á laun —
ekki að því, að þeir væru hrædd-
ir um að láta okkur sjá sig, held-
ur af því, að felustaðir þeirra
áttu að vera leynilegir. Þeir
ætluðu að nota þá til að njósna
um okkur.
Þegar líða tók á daginn, mátti
heyra, hvernig menn fóru að
stemma hljóðfæri sín. Margir
fanganna byrjuðu strax að leika
á hljóðfæri, þegar okkur var
leyft að kaupa slíka gripi. Síðar
gátum við venjulega gert ráð
fyrir að heyra sérstaka tilkynn-
ingu, Sondermeldung, þegar líða
tók á daginn, og fannst okkur
það alltaf ánægjuleg tilbreyting.
Þetta gerðist með þeim hætti,
að aukinn var styrkur gjallar-
horna, sem Þjóðverjar höfðu
komið fyrir hingað og þangað,
er von var sértilkynningar. Þær
áttu að hressa upp á hugrekkið
hjá Þjóðverjum og jafnframt
draga kjark úr óvinum Þjóð-
verja, svo að þeir hættu barátt-
unni. Sértilkynningin byrjaði
jafnan á lúðraþyt, svo kom for-
leikur eftir Liszt, en þegar á eft-
ir sjálf tilkynningin, sem lesin
var með sérstaklega hátíðlegum
raddblæ:
„Das Obercommando der
Wchrmacht gibt bekannt! In
tagelangen, schweren Kámp-
fen gegen einen stark gesic-
herten Gelleitzug im Atlantik
haben unsere Unterseeboote
sechzehn Schiffe mit insges-
amt hundertfunfzigtausend
Bruttoregistertomnen vers-
enkt. Ferner wurden zwei
Zerstörer schwer beschád-
igt“. ')
Jafnskjótt og þulurinn hafði
lokið lestrinum, lék lúðrasveit
„Wir fahren gegen England“. og
síðan heyrðist hvinur frá fall-
andi sprengjum, gjamm í vél-
byssum og sprengingar. sem fór
jafnt og þétt í vöxt og lauk með
sigrihrósandi trumbuslætti.
Slík skemmtun gat komið hin-
um hugrakkasta manni til að
skjálfa. Venjulega komst allt á
ringulreið í búðunum. Jafnskjótt
og við heyrðum í gjallarhorn-
unum, var öllum gluggum í
kastalanum lokið upp, andlit
birtust bak við rimlana og hvert
’) „Yfirstjórn hersins tilkynn-
ir: í hörðum bardaga, sem stað-
ið hefir í heilt dægur, hefir kaf-
bátum okkar tekizt að sökkva
sextán skipum úr vel varinni
skipalest, samtals 150,000 brúttó-
lestum. Auk þess löskuðust tveir
tundurspillar mikið".
hljóðfæri var tekið fram, svo að
menn væru viðbúnir. Þegar for-
leik Liszts var svo lokið, létu
menn heyra í öllum hljóðfærun-
um, trumbum, lúðrum, harmón-
ikum og svo framvegis, og af
þessu varð þvílíkur hávaði, að
undir tók í fjöllunum í kring.
Bygging fangabúðastjórnarinnar
bifaðist bókstaflega fyrir hljóð-
bylgjunum. En Þjóðverjar létu
sér ekki segjast, og þetta stríð
okkar hélt áfram mánuðum sam-
an, unz þeir létu loks undan, og
gjallarhornin þögnuðu í eitt
skipti fyrir öll.
í upphafi reyndu þeir vitan-
lega að hamla gegn þessum lát-
um okkar, en það reyndist eng-
inn leikur. Það réð þó um síðir
úrslitum, að við lögðum einfald-
lega saman allar þær skipatjóns-
tölur, sem birtar voru um lang-
SIGILDAR
MfcO ^MTNOOM
FÁST í NÆSTU
VERZLUN.
__________________________i
an tíma og færðum sönnur á, að
samkvæmt þeim ætti ekki eitt,
hvað þá fleiri, enskt skip að
vera fljótandi á heimshöfunum.
Þegar rólegra var yfir okkur,
spiluðum við á spil eða tefldum
skák, og var það aðallega gert
á kvöldin. Kappskákir stóðu
stundum dögum saman, því að
menn höfðu ekkert annað við
tímann að gera. Sumir vöktu
nótt eftir nótt við birtuna af
heimagerðum, reykjandi olíu-
lampa (lokað var fyrir raf-
strauminn) til að útkljá spenn-
andi skák. En þess varð að gæta,
að engin birta sæist út um glugg-
ana.
Síðasta liðskönnun fór annars
fram klukkan níu að kvöldi, og
síðan voru ljósin slökkt. Það var
um þetta leyti sólarhringsins, að
leyndar flóttatilraunir áttu upp-
runa sinn. Þátttakendur komu
saman og mynduðu það, sem
nefnt var „næturvörðuiúnn“.
ÖNNUR JARÐGÖNGIN.
Þegar jólin voru að baki fyrir
nokkru, sneri bjartsýnin aftur og
við fórum að velta fyrir okkur,
hvernig við ættum að geta brot-
izt gegnum veggi þessa trausta
kastala. Eini möguleikinn mundi
vera að grafa göng, og við Eng-
lendingar vorum svo fáir og svo
staðráðnir í að strjúka að við
mynduðum „næturvörð“ út af
fyrir okkur. Elzti foringinn í
okkar hópi, Guy German ofursti,
útnefndi mig foringja en tók
ekki beinan þátt í þessu sjálfur,
til að standa betur að vígi gagn-
vart Þjóðverjum. En hann hafði
fullan hug á að taka þátt í flótta,
ef þess gæfist kostur.
Eins og í Laufen einbeittum
við áhuga okkar og orku að
þeim hluta kastalans, sem við
bjuggum ekki í. Við hófumst
handa í janúarbyrjun 1941, í her-
bergi á neðstu hæð, sem Þjóð-
verjar höfðu læst rammlega. Pól-
verjar kenndu okkur að dirka
upp lása, og við hófumst handa
í þessu auða herbergi með að-
stoð venjulegra varða, sem áttu
að aðvara okkur. Við rifum upp
gólfborðin, rákumst á lausan
jarðveg og höfðu brátt grafið
nógu stóra holu til þess að mað-
ur gæti unnið í henni, þótt gólf-
borðin hefðu verið sett á sinn
stað.
Ekki leið á löngu, áður en ég
var orðinn mjög óánægður með
þennan gangamunna, því að
gólfborðin voru orðin feyskin og
eitt þeirra að auki laust. Auk
þess heyrðist tómahljóð í gólfinu,
þegar gengið var um þarna. Ég
útbjó þess vegna úr rúmbotna-
fjölum rennihlera sem hæfði
milli gólfbitanna. Var hleri þessi
langur, opinn trékassi, sem renna
mátti til á trélistum. Kassin var
fylltur mold úr holunni. Þegar
hleranum var skotið fyrir, gerði
ekki til, þótt Þjóðverji lyfti lausa
gólfborðinu, því að hann sá að-
eins moldina, en auk þess dró
moldin úr tómahljóðinu.
Rennihlerinn sýndi gildi sitt
skömmu síðar, þegar Þjóðverjar
komu inn í herbergið, þegar við
Wardle vorum að vinna þar.
Okkur gafst þó tími til að renna
hleranum á sinn stað og koma
gólfborðunum fyrir. En okkur
leið heldur illa, þegar Þjóðverj-
arnir opnuðu herbergið, sem
þeir héldu, að væri mannlaust
og rákust þar á tvo Englendinga
að líkamsæfingum — sárasak-
lausa á svipinn. Til allrar ham-
ingju skildum við ekki Þýzku
og gátum aðeins svarað hrópum
þeirra með handapati. Okkur var
leyft að fara, en við vorum samt
látnir vita, að málinu væri ekki
lokið fyrir það. Þjóðverjar leit-
uðu vandlega í herberginu, þeg-
ar við vorum famir, brutu upp
gólfið en fóru við svo búið.
Það var augljóst, að ekkert
mundi geta orðið úr frekari
gangagerð þarna, enda hættum
við henni. En sama dag vorum
við Hank og fjórir aðrir foringj-
ar, sem höfðum gert okkur seka
um smávægilegar yfirsjónir, sótt-
ir og settir inn í herbergið, og
síðan var því læst. Skömmu síð-
ar var Kenneth kominn að hurð-
inni og spurði gegnum hana:
„Hvað finnst ykkur um nýju
húsakynnin?"
„Viltu gera svo vel að skreppa
til Germans ofursta og segja
honum frá þessu. Hann setur
allt á annan endann. Þetta er
VIKAN 3. tbl. —