Vikan - 16.01.1964, Blaðsíða 44
fangelsun án dóms!“
„Það gerir ekkert til, Pat. Þeir
h’eypa ykkur út eftir svo sem
mánuð, 03 á þeim tíma getið þið
unnið af kappi við göngin. Hver
veit nema þið getið komizt út
um göngin, áður en þeir opna
dyrnar fyrir ykkur“.
Kenneth reyndi að stríða okk-
ur lengur, en ég varð æfur og
heimtaði, að hann sækti lykl-
ana mína, sem hann notaði sið-
an til að opna hurðina með. Við
sex, sem höfðum verið lokaðir
inni, höfðum rætt það okkar í
milli, hvað við ættum að gera.
Einhver stakk upp á því, að
hurðin væri rifin af hjörunum
og svo fleygðum við henni fyr-
ir björg, út um gluggan á her-
berginu.
„Fyrirtaks hugmynd," sagði
ég, „ef þú vilt þá gera svo vel
og saga sundur rimiana fyrir
glugganum. Ég legg til, að við
göngum um kastalagarðinn með
hurðina, förum þar fylktu liði,
og fleygjum henni síðan út úr
einhverjum turninum".
Þegar Kenneth var svo búinn
að opna fyrir okkur, sagði ég
honum að fá nokkra menn til
að leika sorgarmars fyrir okkur.
Að því búnu tókum við hurðina
af hjörunum og gengum með
hana, eins og við værum að bera
kistu, þrjá hringi umhverfis
kastalagarðinn, og bættust æ
fleiri í fylkinguna, sem fór göngu
þessa við undirleik sorgarmars-
ins, sem ég hafði beiðð um að
væri leikinn. Síðan stefndum við
til eins tumsins, í hverjum var
hringstigi og herbergi út frá hon-
um með jöfnu millibiii á hverri
hæð. Upp til herbergis okkar
voru 80 þrep frá kastalagarðin-
um, en upp undir þak á turnun-
um voru 100 þrep.
Þegar fylkingin með hurðina
var hálfnuð upp í einn turninn,
komu þýzkur liðsforingi og tveir
undirliðþjálfar hlaupandi á eftir
okkur, móðir og másandi. For-
ingi þessi var Priem höfuðsmað-
ur, sem gæddur var eiginleika,
er sjaldgæfur er í fari Þjóðverja
— skopskyni. Hann spurði um
túlk.
„Reid höfuðsmaður“, sagði
hann að því búnu, „hvað á þetta
að þýða? Fyrir andartaki lokaði
ég yður og nokkra foringja inni“.
„Það er einmitt þess vegna, að
við erum hér“, svaraði ég. „Við
erum að mótmæla því, að við
höfum verið settir í fangelsi án
dóms og laga. Við erum stríðs-
fangar, og yður ber að með-
höndla okkur í samræmi við
refsirétt þýzka ríkisins og Genf-
arsáttmálann um meðferð stríðs-
fanga“.
Priem brosti út að eyrum og
svaraði: „Ágætt! Ef þér viljið
setja hurðina aftur á sinn stað,
skal ég láta ykkur lausa, unz
dómur hefir verið kveðinn upp“.
Ég féllst á þetta, og svo hélt
allur skarinn af stað niður aftur.
ÞAÐ ER
SPARNAÐUR í
AÐ KAUPA GÍNU
Óskadraumurinn
við heimasaum
Ómissandi fyrir allar konur,
sem sauma sjálfar.
Stærðir við allra hæfi.
Verð kr. 550.00
m/klæðningu kr. 700.00
Biðjið um ókeypis leiðarvísi
Fæst í Reykjavík lijá:
Dömu- & herroöííimi
Laugavegi 55 og
Gísla Morteinssyni
Garðastræti 11, sími 20672
Hurðin var sett á hjarirnar við
hátíðlega athöfn og með miklum
hælaskellum.
Priem lék mjög hugur á að fá
að vita, hvernig við hefðum get-
að tekið læsta hurð af hjörunum,
og sýndi ég honum þá snúinn
vír, sem ég hafði krækt mér í
með þetta fyrir augum, ef Þjóð-
verjar færu að leita. Þjóðverjar
vissu mætavel um þær mundir,
að við gátum opnað hurðir kast-
alans fyrirhafnarlítið, svo að
þetta var tekið gott og gilt og
var aldrei minnzt frekar á þetta
atriði.
Við héldum áfram leit okkar
að veikum bletti á kastalanum.
Ég hafði mikinn áhuga fyrir hol-
ræsakerfi kastalans, því að
óbreyttur, pólskur hermaður,
sem var foringjunum til aðstoð-
ar, sagðist einu sinni hafa séð
nokkur lítil múrsteinsgöng í
kastalagarðinum, þegar opnað
var holræsalok, sem þar var.
Þetta virtist lofa góðu. í garð-
inum voru tvö svona lok, en þau
blöstu við úr gluggum Þjóðverja,
svo að vonlítið var að hægt væri
að komast að þeim, án þess að
eftir væri tekið.
Ég afréð að fara í könnunar-
ferð að næturlagi. Við gátum
opnað hurðir, til að komast ofan
í garðinn — við vorum alltaf
lokaðir inni um nætur — og ef
vörðurinn við hliðin yrði ekki
tortrygginn og færi að lýsa inn
í garðinn, mundum við geta haf-
ið athugun okkar. Þetta var í
febrúar og nístingskuldi. Við
vissum, að holræsalokin mundu
vera frosin föst, en hægt var að
losa um þau með því að hella á
þau sjóðandi vatni. Við ætluðum
að sjóða vatn í myrkvuðu eld-
húsinu, og meðan Kenneth væri
á verði við dyrnar, ætlaði Rup-
ert að hlaupa út með sjóðandi
vatnið með nokkurra mínútna
millibili og hella á lokin til að
þíða klakann á þeim. Síðan
ruddumst við Kenneth fram með
járn, sem við höfðum skrúfað
af hurð, og með því tókst okk-
ur að spenna upp lokið á öðrum
holræisbrunninum. Þarna var
ekki djúpt til botns, og það var
rétt, sem okkur hafði verið sagt,
að þarna voru ýmsir gangar eða
holræsi. Ég stökk ofan í brunn-
inn, en Rupert lét lokið á brunn-
inn. Rupert átti að koma aftur
hálfri klukkustund síðar til að
hleypa mér upp úr þessum und-
irheimum.
Rannsókn mín á ræsunum,
sem voru ca. 90x65 sentimetrar
í þvermál, slétt í botninn en
bogadregin í þakið, leiddi í ljós,
að eitt þeirra lá í átt til matsal-
arins, en múrað hafði verið upp
í það við innganginn í salinn, en
það hélt bersýnilega áfram bak
við þá lokun. Annað ræsi lá í
áttina til eldhúsanna, og var þar
fengin skýring á því, hve fitug
og slímug ræsin voru. Þriðja
ræsið, sem hlaut að vera aðal-
ræsið, lá að hinu brunnopinu.
Þetta ræsi virtist lofa góðu, en
tveim metrum handan við hitt
opið hafði því verið lokað eins
og hinu, en í botninum var að-
eins op fyrir lítið rör til að
mynda frárennsli. Ég hafði haft
járnstöngina meðferðis, einnig
kveikjara og heimagert ljósker.
Réðst ég á vegginn, sem hlaðinn
hafði verið þvert í ræsið, en
hleðslan var tiltölulega ný og
traustlega gerð, svo að mér mið-
aði ekkert við þetta.
Rupert kom út í garðinn á til-
teknum tíma og í sameiningu —
ég ýtti að neðan — opnuðum
við ræsisbrunninn. Ég var skít-
ugur upp fyrir haus og lyktin
af mér ofboðsleg, en ferðin gaf
okkur nokkra von, meira að
segja í tvær áttir. Næstu nætur
skiptumst við Rupert og Dick
Howe á um að fara ofan í ræsin
að næturlagi til að reyna að
brjótast gegnum múrsteinsvegg-
ina, sem þeim var lokað með
og notuðum við við þetta stál-
stykki og nagla, sem við höfð-
um útvegað með ýmsum hætti.
En þetta var vonlaust strit, því
að bæði var steinninn alltof
harður og svo máttum við ekki
beita afli, af því að höggin marg-
földuðust svo af þrengslunum í
ræsunum, að þau heyrðust lang-
ar leiðir, og það var mesta furða,
að Þjóðverjar skyldu ekki heyra
til okkar.
Við hugleiddum einnig að gera
þetta um daga, og ég komst
meira að segja tvisvar ofan í
ræsin í björtu, þótt fjöldi manns
væri í garðinum — enskir fang-
ar skýldu mér, meðan ég skauzt
ofan í brunninn — og beitti þá
öllu afli. Höggin heyrðust ekki,
að því er mér var sagt, en þetta
bar að sama brunni. Steinninn
var alltof harður til þess að við
gætum brotizt gegnum þessar
torfærur.
Við vorum samt ekki af baki
dottnir. Inni í matsalnum var
lok á ræsisbrunni, og mér kom
í hug, að rétt væri að reyna að
komast þar niður. Kenneth var
hjálplegur við það, því að hon-
um hafði tekizt að koma því svo
fyrir, að hann var útnefndur
skrifari matsalarins, aðstoðar-
maður Þjóðverja, sem Pfeiffer
hét. Síðar tókst okkur að smíða
lykil að matsalnum, svo að við
gátum laumazt þar inn um næt-
ur og unnið niðri í ræsinu.
Frá brunninum, sem þarna
var, lágu ræsi í tvær áttir. Ann-
að var í sambandi við ræsið, sem
við höfðum fundið úti í garðin-
um. Hitt lá í boga í aðra átt og
reyndist við rannsókn vera um
18 metra langt. Torfæra var í
því, eins og hinu, grjóthrúgur
og steinlímshaugar, en við von-
uðum, að handan torfærunnar
mundi ræsið ná út að klettabrún-
inni, sem myndaði jaðar kastal-
ans, en þaðan var tólf metra
fall niður á veg, sem lá til
knattspyrnuvallarins okkar. Við
urðum að byrja á að komast að
því, hvort ræsið lægi svona
langt.
Vinnan gekk bærilega hjá okk-
ur, þegar við hófumst handa um
að ryðja á brott torfærunni.
Steinlímið lét hæglega undan, og
svo var auðvelt að losa um grjót-
haftið, og flytja þetta á brott,
en þennan „uppgröft", þar á
meðal stóra steina, fluttum við
í hitt ræsið, þar sem þetta varð
ekki fyrir okkur. Þótt veggur-
inn væri um metra á þykkt, tókst
okkur að komast gegnum hann
á aðeins viku, en þá tók ekki
betra við, að því er virtist, því
|| — VIKAN 3. tbl.