Vikan


Vikan - 16.01.1964, Page 45

Vikan - 16.01.1964, Page 45
Mandy Rice Davies, hin 17 ára gamla vinkona Christine Keeler, heldur áfram að hneyksla Englendinga. Henni er alveg: sama hvað er, bara ef það gefur eitthvað í aðra hönd. Nú er hún að reyna að standa við fyrri fyrirætlun sína: — Ég skal komast í söguna sem Lady Hamilton önnur. En Lady Hamilton, var sem kunnugt er, ástkona sjóliðsforingjans Nelson, sem frægastur er líklega fyrir að deyja í orrustunni við Trafalgar. Og Mandy svífst einskis. Á næstunni koma minningar hennar í bókaverzlanir, og heiti þeirrar bókar er: After Denning — the Mandy Report. Eða: Eftir Denningsskýrsluna — Mandyskýrslan. Hún hefur líka gert kvikmynd um ævi sína, og verður hún bráðlega sýnd í enska auglýs- ingasjónvarpinu. Og fyrir jólin kom út hæggeng hljómplata á hennar vegum, og heitir: Kvöld með Mandy. Sjálf segir hún: — Nú hef ég næstum því grætt hálfa milljón á sjáfri mér. að handan við vegginn hélt ræsið ekki áfram. Þar, undir grasflöt- inni, sem var utan við kastala- vegginn á þessum stað, var ekk- ert nema gulur leir, seigur og heldur leiðinlegur viðfangs. Mér kom næst til hugar að gera lóðréttan gang, sem lægi frá ræsinu og upp á yfirborðið á grasflötinni. Ég hugsaði mér, að gengið yrði kyrfilega frá opi gangsins uppi á yfirborðinu og því lokað með grasi, en þó yrði svo um þetta búið, að auðvelt yrði að opna göngin, þegar á þyrfti að halda. Þetta var því endurtekning á Laufenhugmynd minni um að varðveita flótta- göng, svo að hægt væri að nota þau til framtíðar flóttatilrauna. Svo mikil vinna var í sambandi við flóttatilraun, enda þótt hún bæri aðeins þann árangur, að tveim mönnum tækist að strjúka, að það var ómaksins vert að reyna að varðveita gangaopið fyrir síðari flóttamenn. Værum við hara komnir út á grasflötina, mundum við geta skriðið í skjóli kastalaveggjar- ins í myrkrinu og komizt fram hjá svefnstað varðmannanna til síðustu hindrunarinnar, fjögurra metra háa veggjarins, sem var hvarvetna umhverfis kastalalóð- ina og var allur þakinn gaddavír að ofan. Erfitt mundi verða að fara yfir þessa hindrun, nema það væri hægt að gera á laun og það var mögulegt að nætur- lagi, ef menn höfðu nægan tíma til að komast gegnum gaddavír- inn, sem var á veggbrúnfinni alls staðar. Á einum stað neydd- ust menn þó til að fara mjög nærri varðmanni. Hann stóð í aðeins um það bil 40 metra fjar- lægð, en þar sem það átti sér oft stað, að Þjóðverjar fóru sjálf- ir þessa leið, átti það ekki að vera svo erfitt. Úr rúmbotnafjölum og stoln- um skrúfum tókst mér að búa til hlemm, sem líktis litlu borði með fótum, sem hægt var að brjóta saman. Fæturnir gengu þar að auki upp í sjálfa sig eins og einfaldir sjónaukar, og voru þeir um hálfan annan metra á lengd, útdregnir. Borðplatan var bakki með lóðréttum, tíu senti- metra háum brúnum. Hún sat í ramma, og á henni voru tveir hlemmar, svo að ég gat grafið mig upp undir hana með því að fjarlægja helminginn af mold- inni í bakkanum í einu. Jafn- skjótt og efri brún bakkans væri í tveggja eða þriggja sentimetra fjarlægð frá yfirborði grasflat- arinnar, þurfti ég aðeins að loka báðum hlemmunum tryggilega og skera siðan grassvörðinn um- hverfis plötuna lausa. Með því að ýta hlemmunum upp fyrir grassvarðarbrúnina, gat ég lyft honum til hliðar, meðan hann var enn hulinn af ósnertum gras- sverði. Síðasti maður setti bakk- ann aftur í umgerðina og útmáði ummerki, sem kynnu að mynd- ast meðfram brúninni. Sjálfur ramminn hvíldi með hjálp út- dregnu fótanna á stórum stein- um, sem komið væri fyrir í göng- unum, og gæti borið þunga manns, sem kynni að stíga á hann. Ganggólfið (leirbotn gang- anna) var hálfum öðrum metra lægra en grassvörðurinn. En áður en svo langt væri komið, var öllum fyrirætlunum okkar kollvarpað rækilega. Tveir pólskir liðsforingjar brutust inn í matsalinn og reyndu að saga sundur járnrimlana fyrir glugg- anum þar. Það er hávaðasamt verk að saga sundur járnrimla, og þeir höfðu ekki gert þá varúð- arráðstöfun að setja vörð til að aðvara sig, ef fangavörður væri á næstu grösum. Við höfðum hins vegar þann sið alla tíð, með- an við unnum við göngin, því að næsti varðmaður þurfti ekki annað en að ganga fáein skref til að sjá þann stað, þar sem við vorum að verki. ÞRIGGJA KOSTA VÖL FRAMIIALD AF BLS. 25. setjum svo, að hún elskaði hann í alvöru. Ég þekki hann svo vel að ég veit, að jafnvel þó svo væri, mundi hann giftast dóttur yðar, því að honum mundi vera ómögulegt að bregðast henni... Ef svo væri, gæti ég kannske — af því að við erum vinir, átt hlut að því, að hann yrði hamingju- samur maður. Það er alltaf auð- veldara að berjast fyrir aðra en fyrir sjálfa sig ... Þær voru svo niðursokknar í samtalið, að hvorug þeirra tók eftir léttu fótataki frammi við frönsku gluggana, en svo kom sterkara hljóð og þær litu við, og sér til skelfingar sáu þær, að Faith stóð þarna — náföl, eins og hún væri að falla í ómeg- in. Meg kallaði í skelfingu: — Faith! Hún spratt upp og flýtti sér VIKAN 3. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.