Vikan


Vikan - 16.01.1964, Side 50

Vikan - 16.01.1964, Side 50
allar mikilvægar ákvarðanir. Skrifstofustjóri félagsins er Valtýr Hákonarson, en hann veitti forstöðu afgreiðslunni í Kaupmannahöfn í átta ár, (1954 —1962) en við því starfi tók þá Ásberg Sigurðsson lögfræðingur. Valtýr hóf starf hjá Eimskip 1944, en stjórnaði farþegadeild- inni hér heima á árunum 1950— 1954. Afgreiðslan í Kaupmannahöfn er eina afgreiðslan, sem Eim- skipafélagið rekur sjálft erlendis, en umboðsmenn þess eru í flest- um löndum Evrópu, Ameríku og Afríku. Það er kannske merkilegt við afgreiðsluna í Kaupmannahöfn, að þar eru skrifstofur, vöru- geymsla og afgreiðsla aðeins steinsnar frá þeim stað, er Gull- foss leggst upp að í höfninni, öllum til mikilla þæginda og tímaspamaðar. Forstöðumaður flutningadeild- ar félagsins í Reykjavík er Erl- ingur Brynjúlfsson, sem hefur starfað hjá félaginu síðan 1941. Sú deild tekur allar ákvarðanir um stærri futninga með skipum félagsins og gerir samninga um það. Hefur hún stöðugt samband við ýmsa erlenda umboðsmenn í þeim tilgangi að geta fylgzt með flutningaþörfum og æski- legum breytingum á ferðum skipanna. Fimm skip félagsins eru að jafnaði í föstum áætlun- arferðum, en sjö eru til ráðstöf- unar eftir þörfum og eftirspum. Verður oft að bregða skjótt við til að breyta áætlunum flutn- ingaskipanna, ekki sízt ef verk- föll skella á fyrirvaralítið, svo að skipin fást ekki afgreidd þar sem ætlað var. Viggo Maack, skipaverkfræð- ingur, hefur starfað hjá félaginu síðan 1947. Hann sér um ö!ll tæknileg málefni félagsins, hefur eftirlit með skipunum og öðrum eignum þess, gerir frumteikn- ingar af skipum og fylgist með byggingu þeirra. Þegar Vikan kom í heimsókn á skrifstofu hans, var hann ein- mitt að ræða við skipasmíða- stöðina í Álaborg, um breytingu frá teikningu á öðru skipinu, sem verður smíðað þar. Var þar um að ræða flutning á skilrúmum um nokkrar tomm- ur, sem mundi gefa aukið lestar- rými, en þessari breytingu hafn- aði Viggo af öðrum tæknileg- um ástæðum. Sést af þessu hversu nákvæmlega verkfræð- ingurinn verður að fylgjast með öllu, sem að byggingu skipsins lýtur. Á borðinu hjá honum lágu heilir bunkar af nákvæm- um teikningum, sem tilheyrðu skipinu, og til að sýna fram á nákvæmnina, benti Viggo á að sérstakar teikningar eru fyrir allar röraleiðslur, eins og elds- neytisolíu, smurolíu, slökkvi- kerfi, ferskt kælivatn til véla, kælisjó til véla, kjölfestuleiðslur, austursleiðslur, þrýstiloftsleiðsl- ur, loftrör frá lestum, skolp- leiðslur, heitt vatn til þvotta og kalt vatn til þvotta eða neyzlu. Má í því sambandi taka fram, að heitt og kalt vatn er í hverju herbergi skipsins, sem líklega er einsdæmi. Aðalbókari félagsins er Guðni E. Guðnason, sem hefur starfað þar síðan 1946. Stjórnar hann þeirri deild, sem hefur allar færslur og útreikninga á hendi í sambandi við rekstur þess. Þar eru reiknuð út öll laun starfsfólksins, bókfærður allur kostnaður við hvert skip, hagn- aður eða tap. Þar eru einnig gerðar áætlanir um ferðir skip- anna í sambandi við kostnað eða væntanlegan hagnað. Eins og lög gera ráð fyrir fara flutningar með skipum félagsins vaxandi með hverju ári sem líð- ur. Var heildarflutningurinn tæplega 320 þús. tonn á árinu 1962, — um 35 þús. tonnum meira en árið áður. Farþegar hafa verið yfir 7000, sem flest- ir hafa farið með Gullfossi til Kaupmannahafnar eða Leith. í FULLRI ALYÖRU FRAMHALD AF BLS. 2. inu, en maðurinn á hinum bíln- um setti í afturábak og bakk- aði i burtu —- út úr hringnum góðan spöl og stoppaði þar. Nú vissi ég að hann var kominn í tvöfaldan órétt, fyrst með því að aka á mig þar sem ég var í ótvíræðum rétti í hringnum, og svo með því að aka í burtu áður en lögreglan kom á stað- inn. Svo kom hann hlaupandi til mín og var allur ein kurteisis- hrúga, bað mig hundrað sinn- um afsökunar, viðurkenndi að hann væri alveg í órétti, gaf mér nafn, símanúmer, heimils- fang, stöðu og bílnúmer og lofaði að gefa skýrslu strax morgun- inn eftir, — en bað mig um leið í guðanna bænum að ná ekki í lögregluna. Það kæmi sér svo illa fyrir hann áf ýmsum ástæðum. Ég rannsakaði mann- inn og komst að raun um að hann væri ekki undir áhrifum. Það var ekki það, en hann lét í það skína að hann ætti bílinn ekki sjálfur, hann væri óskoðað- ur o.s.frv. Skemmdirnar hjá mér voru ekki miklar, svo ég lét slag standa. Og það stóð allt eins og stafur á bók hjá honum. Hann gaf skýrslu og mér var sagt að láta gera við þetta, það skyldi verða greitt að fullu. Ókei! Allt í lagi! En nú fyrst hófust mínar raunir. Ég fékk ekkert verkstæðis- pláss, og varð að bíða eftir því í þrjá mánuði. Á meðan var nýji, fíni bíllinn minn alltaf með klesst frambretti, og strax orð- inn Ijótur í mínum augum. Ég fór að trassa að þrífa hann, því mér fannst ekki eins gaman að því eftir þetta. Vinir og kunn- ingjar gerðu grín að mér. Ég fór tvisvar í viku á verkstæðið til að reyna að fá pláss, en hafði ekkert annað en ergelsi upp úr því. Nú, en svo kom loks að því, að bíllinn komst inn, og þar er hann einmitt þessa dagana. Við- gerðin mun taka um viku, og mér sýnist að það sé vel gert og ekkert út á það að setja. En þetta eru aldeilis hörm- ungartímar. Ég er bíllaus í heila viku, og veðrið auðvitað brjál- að á meðan. Til þess að komast í vinnuna, þarf ég að skipta tvisvar um strætisvagn, og kem alltaf of seint. Strætisvagnarn- ir kosta peninga. Ég kann ekk- ert á þá. Svo verð ég að ganga nokkurn spöl, og kem venjulega lafmóður og gegnblautur á vinnustað. I gær var ég renn- andi blautur alveg upp í klof. Ég kemst ekkert um bæinn — sem ég þarf að gera vegna vinn- unnar — nema kaupa mér bíl, og eyði í það 100—200 krónum á dag. Og hvað haldið þið svo að hafi skeð í gær? Ég var gangandi í sæmilegu veðri, en göturnar rennblautar og auðvitað pollar um allt. Þá veit ég ekki fyrr til, en bíll kem- ur á harðaspani framhjá mér, ofan í stærstu pollana, og eys yfir mig óþverranum. Og hvaða bíll haldið þið að það hafi ver- ið? Já. Þið eigið kollgátuna. Það var sami bíllinn og beygl- aði brettið mitt — og sami mað- urinn við stýrið! Þarna sat hann í sínum bíl, hafði það gott og qletti á mig óþverranum þar sem ég var að paufast áfram. Nú hlægið þið auðvitað að mínum óförum og spyrjið hvað ég sé eiginlega að kvarta. Ég hafi fengið þetta borgað og mér farist ekki að vera að þessu mjálmi. Kannske. Ég veit að þetta hefði ekki farið neitt betur, þótt ég hefði kvatt lögregluna á stað- inn. Það breytir engu. En sjáið þið ekki óréttlætið í því, að ég skuli vera bíllaus í viku á með- an sökudólgurinn ekur um áhyggjulaus? Hann hefur engar áhyggjur haft af því þó hann æki á mig í órétti, og enga fyr- irhöfn ,nema þá að tilkynna það tryggingarfélaginu. Ég hefi haft allar áhyggjurnar, fyrirhöfnina, óþægindin og skítinn. Mér finnst, að þegar svipað kemur fyrir, að þá sé sökudólg- urinn skyldur til þess samkvæmt lögum — hann er þegar skyld- ur til þess siðferðislega — að útvega manni verkstæðispláss, sjá um viðgerðina og láta mann hafa sambærilegan bíl til afnota á meðan viðgerð fer fram. Bíll- inn, sem ekur á í órétti, ætti að vera frjáls til afnota fyrir þann, sem verður fyrir óhappinu, ef hann kærir sig um hann, en ann- ars ætti að útvega annan bíl eða greiða fyrir leigubíla á meðan hinn er í viðgerð. Þetta finnst mér aðeins sjálfsagt réttlæti. Og hana nú! G. K. UtfGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS X»að er alltaf saml lelkurlnn i hénni Ynd- isfrífi okkar. Hún hefur falifi örklna hans Nóa einhvers stafiar £ hlafilnu og heitir gófium verfilaunum handa þeim, sem getur fundlfi örkina. VerÖIaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfckti, og íramleiöandinn er aufivitafi Sælgætlsgerfi- In Nól. NOA1 Nafn Helmlil Síðast cr dreglð var hlaut verBIaimia: Kristín Halldórsiiíóttir, Borgarbraut 3. Borgarnesi 'Vinnlngánna mA vitja & skrifstofu Vikubnar. gQ — VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.