Vikan


Vikan - 20.01.1966, Síða 11

Vikan - 20.01.1966, Síða 11
Það er nú almannamól, að sendibréfslist sé útdauð ó okkar landi, og enginn geti skrifað sæmileg sendibróf lengur með því gamla góða frétta- og kímnisniði, sem tiðkaðist svo mjög hér í eina tíð — og það fyrir ekki svo löngu. Sendibréf nú til dags eru — að dómi almannamálsins — ekki annað en þurrar rukkanir eða upptalningar, í bezta lagi skammabréf. Þar að auki skrifi ekki nokkur maður bréf ótilneyddur, og sá sem fái bréf, svari því ýmist ekki fvrr en eftir dúk og disk eða hundsi það alveg. Við gerðum einu sinni tilraun varðandi þessa fullyrðingu og skrifuðum frægum rithöfundi, sem hefur látið frá sér fara dembu um þetta efni, þar sem hann hélt því fram, að á íslandi væri tilgangslaust að skrifa nokkrum manni, því hann myndi ekki svara því. Og hann hafði rétt fyrir sér: Við fengum aldrei svar frá honum. En við vildum ekki trúa þeirri fullyrðingu, að enginn gæti lengur skrifað skemmtiieg og fræðandi bréf. Þess vegna snerum við okkur til nokk- urra manna á víð og dreif um landið, og báðum þá að skrifa sendibréf til Sveins frænda í Ameríku. Sveinn frændi er auðvitað gripinn ur lausu lofti, en hefur þann mikla kost, að hann er frændi og náinn vinur allra bréfritara, auk þess sem hann átti heima í byggðarlagi hvers og eins, þar til hann hætti sínu hokri og brá sér vestur um haf, þar sem allt hefur leikið í lyndi fyrir honum. Hér koma fjögur fyrstu bréfin, og fleiri munu koma síðar. Hvernig er með ykkur, lesendur góðir? Er ekki iangt síðan þið hafið skrifað Sveini frænda? Hvernig væri nu að pússa pennann og para eitt bréf? Utanáskriftin er: VIKAN, ritstjórn, pósthólf 533, Reykjavík. allskonar sníkjustéttum í þjóðfélaginu, en þar á ég þó ekki við iðnaðinn. Nú er loksins kominn vetur hér fyrir norðan og snjórinn hleðst niður og gerir allt hvítt og hreint. Og enn veiðist síld fyrir austan land, oftast 1000 mál yfir nóttina á skip þegar gefur og strákarnir komnir með þriðjung úr milljón í hlut. Manstu þegar við unnum fyrir krónu á tímann og vorum montnir af! En hugsaðu þér bara hvernig með síldina er farið. Það er allt með gamla laginu: Síldin veidd og hún morknar í skipunum áður en í land er komið, eða þá í síldarþrónum. Þessi úldni og morkni skratti er svo bræddur í miöl og lýsi í staðinn fyrir að nýta aflann til manneldis og metta eitthvað af þeim helmingi mannkyns, sem sagður er vannærður. Það er áreiðanlega ekki levfilegt að fara svona með þann bezta mat, sem úr sjó kemur, eða ætti ekki að vera það. Heldurðu ekki að það sé búið að malbika þrjá kílómetra af götum bæjarins í sumar? Jú reyndar, og svo verður haldið áfram næsta sum- ar, og hér er verið að byggja fyrsta stálskipið, það stærsta, sem kjölur hefur verið lagður að hér á landi. Það væri nú eitthvað fyrir þig með þína verkfræði. Svo er verið að byggja bókhlöðu, iðnskóla, nýja lög- reglustöð með „smáíbúðum'' fyrir borgarana, stórt mjólkursamlag ofan við bæinn, pylsugerð til að hakka kjötið í fólk, sem ekki má vera að því að sjóða kjöt og þaðan af síður að tyggja það, fjölbýlishús með allt að 20 íbúðum og heil fbúðahverfi. Það er kominn vegur fyrir Ólafs- fjarðarmúla og verið að gera jarðgöng, bílaveg, í gegnum StrákafjalI við Siglufjörð, og svo ertu að tala um að ekkert sé gertl Þú verður nú að gá að því, að allir íslendingar eru innan við 200 þús. En það er mik- il viðleitni í fjölgunaráttina. Stúlkurnar detta í tvennt fljótlega eftir ferm- inguna. Þú ert að kvarta um einstæðingsskapinn. Ég skil þig svo sem. En hversvegna hagarðu þér ekki eins og maður og færð þér konu í stað þess að eltast við tveggja dollara gleðikonur. Þú ættir nú að skammast þín, frændi, ef þú ert búinn að læra það. Þú ert náttúrlega hræddur við að lenda alveg í uppvaskinu og bleyjuþvottinum ef þú krækir í ameríska. En ef þú gæmir heim eins og fínn maður með bíl og aura — og þú ert nú fjandakornið ekki orðinn svo gamall ennþá — er ég viss um að þú myndir finna þér konu við þitt hæfi, og þá kannski sjálfan þifl líka. Ég skal vera þér hjálplegur ef ég get, þótt ég sé ekki vel að mér í „mark- aðsmálunum". Ég skyldi gefa þér dóttur mína ef ég ætti hana einhverja og svo ólíklega vildi til að henni litist á þig! Gefa þér, segi ég, það er nú auðvitað vitleysa því unga fólkið ræður sér sjálft svo foreldrarnir eru ekkert að rázkast með það. En ég á bara stráka, eins og þú veizt og svo gott sem tvær tengdadætur, sem þú hefðir orðið bálskotinn í, ef þú hefðir séð þær. Heldurðu ekki líka, að maður sé orðinn afi! Við gerðum okkur aldrei grein fyrir því, hvernig það yrði. Skrattakornið ég kunni við það fyrst, að vera orðinn svona gamall. Mér þykir þú hafa áhuga á pólitíkinni. Þú fyrirgefur að ég nenni ekki að skrifa mikið um hana. Svo færðu líka blöðin. En ef satt skal segja, er stjórn landsins ekki nógu góð, en ég fer ekki að skrifa óhróður um stjórnina eða einhverja menn, út úr landinu. En ég verð að segja, að hinn fríði hópur sextíu þingmanna okkar, ásamt fjölmennri ríkisstjórn, hefur ekki verið vanda sínum vaxin á ýmsum sviðum. Verðbólgan er svo voðaleg að ein íbúð kostar nú milljón. Það er hlegið að þeim, sem leggja peninga í banka og geturðu hugsað þér vitlausara. Svo eru póli- tískar hlandblöðrur sprænandi út um allt og halda að þær geti frelsað föðurlandið. Almenningur er svo mettaður af pólitík, að það fæst helzt enginn til að hlusta á flokksforingia halda ræður, nema hann hafi með sér búktalara. Það virðist iafnvel hafa miklu meira aðdráttarafl ef ein- hver hermir eftir höfuðpaurunum, en þegar þeir tala sjálfir! En það hafa allir nóg að bíta og brenna, t.d. hér á Akureyri. Iðnað- urinn er svo mikill, og svo verzlunin og allir hafa nóg að gera. Ég er viss um að þú gætir fengið hér góða vinnu við þitt hæfi. Þú mundir nátt- úrlega ekki vaða ( peningum, en einhvers virði væri þér það, að vinna að uppbyggingu hér heima, ef ég þekki þig rétt. Láttu mig bara vita og ég skal tala við höfðingjana fyrir þig og hæla þér eins og þú átt skilið. Ef þú villt hafa þinn eigin rekstur og getur komið honum upp hér, skal ég gefa þér allar þær upplýsingar, sem ég hef vit á eða get aflað mér, ef þig fýsti um eitthvað sérstakt að vita. Hvað ertu líka að endasendast fyrir vestan, eins og vitlaus maður, í kapphlaupi eftir peningunum og getur svo orðið af með þá einhvern daginn, eða hefurðu nokkurn tíma gefið þér tíma til að lifa? Ég er viss um, að fjöllin myndu fagna þér og hér áttu líka vini. En nú hætti ég þessu rausi. Krotaðu mér á kort og láttu ekki dollara gleypa þig með húð og hári. Svo sendi ég þér beztu jólakveðjur. Þinn einlægur hvernig sem allt veltist, Erlingur Davíðsson. SKÚLI GUÐJÓNSSON LJÓTUNNARSTÖÐUM 28. NÓVEMBER 1965 Frændi sæll! Þú biður um fréttir að heiman. Skapi væri mér næst, að svara þeirri bón, með þvl einu, að segja þér eftirfarandi sögu: Fyrir nokkrum árum var blaðamaður úr Reykjavlk, að rekia garnir úr gömlum bónda, norður í landi og inna hann tíðinda frá horfinni öld. Þá krufningunni Iquk og sá reykviski hafði fregnað það er hann vildi, lætur sá gamli á sér skilja, að hann vilji hafa nokkuð fyrir sinn snúð og segir við blaðamanninn: Ég hefi nú sagt þér svo mikið frá liðnum dögum, að nú verður þú, að segja mér einhverjar nýjar fréttir úr Reykiavík. Blaðamaðurinn var ekki viðbúinn, svo óvæntri uppákomu. Hann ekur sér og afgreiðir þann gamla, með þessum orðum: Æ, blessaður vertu, þaðan er ekkert að frétta, nema hvað allir eru orðnir vitlausir. Sá gamli trúir þessu þó varlega og segir: Ætli það séu nema þeir I Stjórnarráðinu. Þetta var nefnilega á velmektardögum viðreisnarinnar og Efnahags- málaráðuneytið stóð í fullum blóma og hafði ekki verið breytt í efna- hagsstofnun. Ef ég segði þér, að hér heima, væru allir orðnir vitlausir, myndir þú að siálfsögðu ekki trúa mér. Sízt af öllu myndir þú trúa því, að geðheilsa þeirra i Stjórnarraðinu væri í nokkru ólagi. Ég bið því guð að forða mér fra, að segja nokkuð slikt, enda væri það algerlega út í hött og að engu hafandi. Ég get þvert á móti fullvissað þig um, að geðheilsa okkar, hér VIKAN 3. tbl. -Q

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.