Vikan


Vikan - 20.01.1966, Side 13

Vikan - 20.01.1966, Side 13
um og Ifður vel. En ekki veit ég hvað þá tekur við fyrir honum blessuðum. Ég hirði fyrir hann kindurnar en vildi ekkert koma í fjósið. Ég held að mér sé óhætt að segja að hann komist þolanlega af efnalega og svo situr hann á þinginu okkar til að hressa upp á andlegheitin þar. Hér í Svínavatnshreppi er mikil velmegun rikjandi. Það er mikið búið að rækta og byggja, þótt meira sé kannske eftr eins og vonlegt er. Embætti smá og stór, sem til falla í svona sveitum eru held ég nokkurn- vegin fullskipuð. Þú þyrftir ekki að hugsa þér neinn hlut að þeim, að sinni, þótt þú kæmir upp til landsins og hugsaðir þér að ílengjast hér við búskap. En landspildu fengirðu ugglaust til að rækta og vel og höfð- inglega yrði þér tekið að öðru leyti. Ég hefi alltaf kunnað bezt við mig í Svartárdalnum þar sem ég er fæddur og uppalinn, þótt ég tylldi þar aldrei almennilega á meðan ég átti að vera þar. En mikið andskoti getur hann tekið í eftir að maður er kominn í burtu. Þar rennur blátt vatn í gegnum strjála byggð. Þetta vatn heitir nú raunar Svartá eftir dalnum. Ég sofnaði oft á bökkum henn- ar þegar mér leið illa yfir að komast ekki í burtu til að verða mikill maður. Þangað komu vorin ekki seinna en í aðra dali og vel spruttu túnin ef um þau var hirt og hugsað um að siga hrossunum úr þeim eins og gert var á Gili þegar við vorum á Fjósum, næsta bæ fyrir framan. Þótt Blönd- dælingum fyndist aldrei verulega mikill búskapur þarna í dalnum hjá okkur og mennirnir ekki vel lagðir til andlegrar forustu, var aldrei til þess ætlazt, að þeim fyndist eitt eða neitt um það. Menn bjuggu þarna oftast að sínu en ekki þeirra. En hvað er ég að þvæla um þetta við þig, nákunnugan öllum högum þarna í dalnum frá gamalli tíð. Nær vær mér að segja þér eitthvað frá því, sem nú er að gerast þar og annarsstaðar. Hugsaðu þér bara Ijósin, sem komin eru alla leið fram að Hóli. Þetta eru Ijós frá ríkinu og hiti eins og hver vill, lagsmaður. En þeir áttu ekki nóg handa Blönddælingum líka, ekki núna. Ég veit einu sinni ekki hvort það hefur nokkurntíma staðið til, að þeir fengju neina glætu úr þeirri átt, hvað sem því veldur. En þeir eru nú langt komnir að lýsa sig upp sjálfir og þar af leiðandi engum háðir með þau Ijós og það var þeim líkt, með allan dugnaðinn. Fyrir bragðið er heldur ekki hægt að slökkva hjá þeim á miðri vöku þegar heimilisiðnaðurinn og andlegheitin standa sem hæst, eins og hjá okkur, sem allt verðum að sækja undir ríkisvaldið. Á Blönduós kem ég sjaldan nú orðið og stanza ekki lengur en ég þarf. Það er þó ekki fyrir það, að þar blómgist minna fagurt mannlíf en annarsstaðar f sýslunni. En mér finnst endilega að ég þurfi að fara strax þegar ég er kominn niður eftir. Þetta er auðvitað ekki heilbrigður skratti. En þarna er nýlega afstaðin spurningakeppni á vegum útvarpsins á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Og auðvitað sigruðu Húnvetningar fyrir tilstilli sýslumannsins, sem bar hitann og þungann af þessu, eins og bezt kom fram í útvarpinu viku seinna. Þarna var fullt hús af forvitnum áheyren'dum, sem létu hrifningu sína óspart f Ijós. En Halldór á Leysingja- stöðum sat heima, sagði einhver. Það er annars undarlegt, ef satt reyn- ist, með jafn stórvel gefinn og baráttuglaðan mann, hvað hann situr orð- ið oft heima þegar önnur eins andleg stórátök fara fram innan héraðsins. En ekki veit ég hvað Jón f Höfnum var að gera þarna, kominn þessa löngu leið utan af Skaga. Maður sem alltaf situr heima, utan þessa fáu daga á sýslufundinum. Nú er Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri búinn að byggja nýtt hús yfir starfsemi K. H. á Blönduósi. Þeir hjálpuðu honum eitthvað við það í Fróða. Annars er þetta að langmestu leyti frístundavinna hans sjálfs. Það hefði ekki verið hægt að kljúfa þetta fjárhagslega með öðrum hætti. Þetta er stærðar höll úr járn- bentri steinsteypu og gleri. Þarna á svo fólk að taka vöruna álagninga og mi11iliðalaust úr hillun- um, er mér sagt, bara þakka Ólafi fyrir sig um leið og það fer. Það er munur eða þegar við vorum að þrefa við Jón Baldurs út af skuldunum okkar um áramótin, því það var andskotans lýgi að Bólhllð- ingar tækju þar alla hluti fyrir ekki neitt af þvf Jón er fæddur og uppal- inn hérna í sveitinni og segðu bara bless frændi, um leið og þeir stykkju klyfjaðir á dyr. Ég er hræddur um, að þér þætti þunnur þrettándi að koma í Vatnsdal núna, frændi sæll, hvorugur heima Ágúst á Hofi og Indriði á Gilá, þessar tvær höfuðkempur sinnar tíðar. Ég get ekki ráðið við það, en mér finnst alltaf að eitthvað mikið hafi sett niður þar í dalnum ef ég fer þar um og veit þeir eru ekki heima. Og ég held ég mundi finna það á mér, þótt mér væri ekki sagt það. Jæja, frændi minn, ég fer nú að hætta þessu klóri og slá botn í þetta sundurlausa rabb. En ekki vil ég taka neina ábyrgð á, að alla sé rétt, sem hér stendur, því margt af þvf sem maður heyrir er ýkt og fært í stílinn. Sjálfur fer ég lítið orðið og ekki nema ég megi til. Reyni að halda sem mest kyrru fyrir þar sem ég er kominn. Fólkið á þessum slóðum hefur verið mér ósköp almennilegt og fyrirgefið mér margt og mér þykir vænt um það. Og ef einhverjir vilja hafa mig dag og dag í vinnu, þá skal ég ekki taka ofboðslega mikið kaup, þvf það er ekki vinsælt, ég er búinn að reka mig á það. Gömlu vinirnir biðja að heilsa þér og óska þér góðs. Vertu svo alla tíma kært kvaddur og Guði falinn, þess óskar þinn einl. Guðm. Halldórsson, Bergsstöðum, A-Hún. SIGURÐUR Ó. PÁLSSON SKRIBUBÓU FYRSTA SUNNUDAG í AÐVENTU 1965 Gamli félagi, kæri vinur! Ég vona, að þessar línur hitti þig hressan í anda og frían af líkam- legu krankdæmi. Vænt þótti mér um að fá kveðjuna frá þér á dögunum. Enn kærara hefði mér þó verið, að þú hefðir gefið þér tíma til að senda mér fáein- ar línur. En þar sem allir menn í Ameríku eru ákaflega önnum kafnir, annað hvort við að græða milljón, eða tapa milljón og þú ert kominn inn í hring- iðu athafnalífsins vestur þar, er vart við því að búast, að þú hafir tóm til bréfaskrifta til Péturs eða Páls hér uppi á íslandi. Það fylgdi með kveðju þinni, að þig langaði að fá bréf og fréttir að heiman. En þar lást þú heldur betur í því gamli minn. Á því herrans ári 1965 skrifa menn ekki frekar bréf á íslandi en í Amerfku. Það er löngu úr móð að skrifa bréf. Fyrir jólin krassa menn nafnið sitt aftan á nokkrar myndir af skeggj- uðum skotthúfukörlum, eða bjálkakofum, sem eru að sligast undan snjóþyngslum — og búið. Ég veit ekki um nokkurn mann, sem hefur fengið bréf síðan í stríðs- lok, utan rukkunarbréf, svo hjálpi mér Guð. Má vera, að einhver elliær gamalmenni í uppsveitum Þingeyjarsýslu iðki ennþá bréfaskriftir. Þykir mér það þó ólíklegt. En úr því að þú heldur, að menn sitji við bréfaskriftir á vökunni aust- ur hér, eins og forðum tíð, þykist ég sjá, að ekki veiti af að hressa upp á sansana þína varðandi lífsins gang hér heima. Bregð ég því vana mínum og sendi þér fáeinar línur. Framhald á bls. 39. VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.