Vikan


Vikan - 20.01.1966, Side 18

Vikan - 20.01.1966, Side 18
efftir Sergeanne Golore 1 öllum hennar ótta og þeim hœttum, sem umkringdu hana, átti hún enga aðra hjálparmenn en trygglynda þjóna eins og litla negrann og dverginn. Allur hinn fagri heimur Versala virtist rísa upp frammi fyrir henni og muldra: — gættu þín! og hana langaði að fara eftir þessu hugboði. — Hvað get ég gert? spurði hún Malbrant, sem hafði nokkra reynslu, þótt hann væri ekki hátt settur. Hvitt hár hans gaf honum yfirbragð vizku, sem hlaut að hafa tekið hann dágóðan tíma að afla sér. Hann hleypti i loðnar brýrnar, meðan hann hlustaði á skýrslu djáknans. — Við ættum að fara aftur til Saint-Cloud, Madame. Drengurinn hefur nokkra vernd heima hjá Monsieur. Angelique brosti lítið eitt: — Hver skyldi hafa haldið, að sá dagur kæmi, að.... Jæja, ég hugsa að það sé rétt. — Aðalmálið er að láta hann ekki falla aftur í hendur Duchesne. — Svo þú heldur að vandræðin eigi rót að rekja þangað? — Ég þori að leggja hægri hönd að veði fyrir því. Hann skal biða. Einn góðan veðurdag skal ég ná honum og flá hann lifandi. Florimond var nú tekinn að skilja, að honum hefði verið sýnt til- ræði. Hann var stoltur eins og páfugl. —- Þetta er allt vegna þess, að ég sagði kónginum, að ég væri ekki að ljúga um Duchesne. Picard, þjónninn, sem var að bjóða honum ávextina, hlýtur að hafa heyrt til mín og sagt Duchesne það. — En það var Caraport, sem sendi þig fram í eldhúsið. — Caraport hlýðir Duchesne. Svo að þessi gamli Dushesne er hrædd- ur við mig — Hvenær ætlarðu að gera Þér ljóst, að þú getur ekki sagt hvað sem er út i loftið? spurði Angelique. Nú, eftir að hafa þakið hann með kossum, átti hún fullt í fangi með að halda aftur af sér með að gefa honum löðrung. — Ef- þér ekki ljóst, að þú hefðir brotið hvert bein í skrokknum á þér, ef þú hefðir fallið þarna ofan í? — Ég myndi bara vera dauður, sagði Florimond heimspekilega. — Og það er alltaf að gerast! Þá hefði ég verið með Cantor núna. Svo, eftir andartaksumhugsun bætti hann við: — Nei, annars, Cantor er ekki dauður. Thérése og Javotte komu inn með kjólinn, sem Angelique ætlaði að vera i á dansleiknum. — Farðu með hann burtu, sagði Angelique við kennara hans. — Ég er í svo miklu uppnámi, að ég veit ekki hvað ég er að gera. Vakið yfir honum og yfirgefið hann ekki eitt andartak. Drengurinn var varla fyrr farinn með djáknanum og skylminga- manninum, en Angelique óskaði þess að þeir væru þar enn. — Ég er að verða vitlaus! Ef ég aðeins vissi fyrir víst.... Hún bað Thérése að heíla koníaki I glas fyrir sig, en svo hikaði hún við að drekka það. Hvað nú, ef það væri eitur í því? En svo tæmdi hún það og nú virtist allt Ijósara. — Ef ég væri viss, myndi ég láta til skarar skríða. Hún minntist aftur orða Barcarole. Það yrði auðvelt að losna við Dushesne, Malbrant gat séð um hann, eða einhver leigumorðingi. Ef hún hefði einhvern úr þjónaliði Madame de Montespan sín megin, myndi hún að minnsta kosti vita fyrirfram hvaða hætta ógnaði henni. Henni var hugsað til Desæliiet, sem Athénais treysti skilyrðislaust, en hún var mútuþæg stúlka og Angelique hafði hvað eftir annað séð hana hafa rangt við í spilum. Eftir að hafa fengið sér annað glas af koniaki, tókst henni að dansa og vera glöð, en löngu síðar þegar hún kom aftur I íbúð sína, kom óttinn aftur og var næstum óbærilegur. Henni fannst hún ekki vera ein í herberginu. Hún sneri höfðinu og haíði næstum æpt af skelfingu. Tvö svört augu störðu á hana út úr klæðaskáp, og afbökuð mannvera stökk fram, eins og köttur í áttina að mús. — Barcarole! Dvergurinn horfði á hana með áköfum, næstum grimmilegum svip. jg vikan 3, tbl. — Galdramaðurinn er hér í Versölum, ásamt hjálparmanni sinum, hvislaði hann rámur. — Komdu systir, það eru vissir hlutir, sem þú verður að vita, ef þér er annt um tóruna. Hún fylgdi honum út um leynidyrnar, sem Bontemps hafði sýnt henni. Barcarole hafði ekkert kerti, en hann sá í myrkri eins og dýr. Angelique hrasaði og rakst á í þröngum leyniganginum. Hún varð að lúta og þreifa fyrir sér. Henni fannst hún vera grafin lifandi. — Þá erum við komin, sagði Barcarole. Hún heyrði hann klóra í vegginn í leit að einhverju. — Systir, vegna þess ð þú ert ein af okkur, skal ég sýna þér svolítið. En farðu varlega. Hvað sem gerist, og hvað sem þú heyrir eða sérð, máttu ekkert láta til þín heyra. — Þú getur reitt þig á mig. — Jafnvel þótt þú sæir glæp? Hræðilegri en þú gætir imyndað þér? — Ég skal ekki mjæmta. — E’f þú gerir það, erum við bæði dauð. Það kom smellur, svo daufur, að hann heyrðist varla, og það vott- aði fyrir dyrum í myrkrinu. Angelique hvessti augun í dyragættina. I fyrstu sá hún ekki neitt. Síðan greindi hún smám saman húsgögn í herbergi, þar sem logaði á þremur stórum vaxkertum. Hún heyrði þys eins og í kirkju. Skuggar færðust um. Sitjandi á hækjum sér, ekki langt frá henni, var maður, sem sönglaði eins og ölvaður prestur. Hann hélt á messusöngsbók og rólaði sér fram og aftur. I gegnum gufuna, sem streymdi upp af vatnskötlum, sá hún háan mann koma I áttina til þeirra. Hún fann kaldan svitann renna niður eftir bakinu á sér. — Aldrei, hugsaði hún, — hef ég séð hræðilegri mannveru. Þetta var prestur, því hann var klæddur í einhverskonar hvítan hökul, útsaumaðan með svörtum grenikönglum. Þrátt fyrir dúandi göngulagið, var hann mjög gamall, og aldur hans kom fram í ein- hverskonar innri hrörnun, sem sást á andlitslit hans. Hann var eins og hálfrotnuð fölvavera, sem risið hafði upp úr gröf sinni til að blanda sér á ný meðal hinna lifandi. Hol rödd hans var brostin og með elliskjálfta, sem eigi að síður færði honum einhverskonar rangsnúið valdsmanns- yfirbragð. Annað augað var gersamlega horfið, en með hinu glórði hann af ákefð, sem ekkert virtist fara framhjá, en geta þrengt sér inn í dýpstu leyndarmál. Angelique þekkti galdranornina Catherine Malvoisin meðal kvenn- anna, sem krupu fyrir honum, svo varð henni ljóst hvað þetta þýddi, sem hún sá. Henni hélt við öngviti og hún hallaði sér upp að veggnum. Barcarole þreif um hönd hennar og þrýsti fast. — Svona, vertu ekki hrædd. Þeir vita, að þú ert hér. — Djöfullinn veit Það líka, stamaði hún milli glamrandi tannanna. — Djöfullinn er farinn. Sjáðu, athöfninni er næstum lokið. — önnur kvennanna kom nær og kraup. Þegar hún kom nær og lyfti blæjunni, sá Angelique að þetta var Madame de Montespan. Hún varð svo undrandi, að hún gleymdi óttanum. Hvernig gat hin gáfaða og hrokafulla Athénais saurgað sjálfa sig með Því að taka Þátt í þess- ari andstyggilegu afbökun! Presturinn lyfti bók í áttina til hennar. Madame de Montespan lagði hvíta hönd sína á hana. Það glitraði á hringi hennar. Eins og hik- andi skólastúlka endurtók hún bæn. — 1 nafni Astarte og Asmodeusar, guða vináttunnar, bið ég um vináttu konungsins og krónprinsins, og að ég megi stöðugt halda henni. Megi drottningin vera ófrjó. Megi konungurinn yfirgefa hana að borði og sæng, mín vegna. Megi allir minir keppinautar rotna.... Angelique þekkti hana varla, svo viti sínu fjær var hún á svipinn, svo gagntekinn af ástríðu sinni, að hún hafði hætt sér út í þetta hræði- lega ævintýri, sem hún skildi ekki til fulls. Bláleit gufan, ásamt sterkum reykelsisilmi, þykknaði og varð að þunnum skýjum, sem færðust út yfir þátttakendurna og gaf Þeim

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.