Vikan


Vikan - 20.01.1966, Page 29

Vikan - 20.01.1966, Page 29
 .•.v.v.w.-.v.w.-.v.v.- Vísindaleg megrun í níu mánuði lctti af mér 116 kg. ý Anna-Lisa Thornberg er matreiðslukona á Granc Hotel Haglund í Gautaborg. Hún gat verið lifandi aug- lýsing fyrir góðum mat. Ég var 219 kíló að þyngd. Ég get ekki kennt það neinum sjúkdómi. Skýringin var einfaldlega sú, að ég borðaði allt of mikið. Þann dag sem ég ákvaS aS grenna mig vó ég 203 kíló. Þar sem ég var 174 cm. á hæð á sokkaleistunum, var þetta 140 kíló- um of mikið. Ég var auðvitað hræði- lega feit. í mörg ár hafði ég ekki getað farið í kerlaug, ég varð að láta mér nægja steypibað. Ég hafði ekki getað notað ökuskírteinið mitt, því að ég komst ekki milli stýris og sætis í bílnum. Ef ég missti eitt- hvað í gólfið, varð ég að fá að- stoð til að taka það upp, ég gat ekki beygt mig. Ég varð líka að fá 28 VIKAN 3. tbl. aðstoð til að klæða mig í skóna og ég gat eiginlega ekki gengið. Áð- ur hafði ég haft yndi af að tína blóm og sveppi, en ég gat ekki beygt mig til þess lengur. En þetta var ekki það versta. Ég leið óskaplega vegna fitu minnar, — sem var hreint sjálfskap- arvíti. Að fara upp í strætisvagn, sem annað fólk gerir án umhugs- unar, þorði ég hreint ekki. Kæm- ist ég inn um vagnhurðina? Var nokkuð sæti nógu breitt handa mér? Áður hafði ég flogið til útlanda í fríum og gat þá komizt fyrir í einu sæti, en nú hefði ég þurft minnst tvö. Og svo hafði ég alltaf á tilfinningunni að það væri hlegið að mér. Fólk hugsaði auðvitað: — Drottinn minn, hvað hún er feit! Ég var líka feit. Sjö metra i kjólinn. Þegar ég fékk mér efni í kjól, þurft ég að minnsta kosti 7 metra. Allt, nema skóhlífar og vasaklúta varð ég að láta sauma sérstaklega fyrir mig. Lffstykki sem ég varð að láta búa til handa mér voru rán- dýr og annað var eftir því. Og að lokum fékk ég sár á fæturna. Áður en svona var komið hafði ég gert margar tilraunir til að megra mig. Ég gerði eins og marg- ir aðrir, byrjaði með mestu hreysti, gat haldið f við mig í nokkra daga, svo gafst ég upp. Ég sá að mín eigin skapgerð dugði ekki, svo ég lagðist inn á héraðssjúkrahúsið f Falun. Nú get ég hlegið að þessari mis- heppnuðu tilraun. Læknirinn var ekki hrifinn af mér. Ég laug mig út, undir því yfirskini að ég ætlaði til tannlækn- is, en fór auðvitað ekki til hans. í þess stað fór ég á hótelið og fékk mér væna omelettu, en þegar ég var að gæða mér á henni kom læknirinn og sá aðfarirnar. Meðan ég var á sjúkrahúsinu í Falun, vann ég 500.000,00 krónur í happdrætti. Þegar blaðamenn spurðu mig hvað ég ætlaði að gera við pen- ingana, sagði ég blátt áfram: — Þegar ég kemst héðan, ætla ég að fá mér ærlega máltíð! Daginn eftir kom þetta svar mitt í blöðunum og læknirinn varð fok- vondur. Ég var ekki þægilegur sjúkl- ingur. Ég hefi líka reynt Skodsborg (danska hressingarhælið), en þar gat ég heldur ekki haldið aftur af mér með mat. Ég hefi líka verið á Serafim-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, en þar gat ég heldur ekki fengið sálarstyrk til sjálfsbjargar. Fyrsta aðvörun. Fyrir nokkrum árum fékk ég fyrstu aðvörun um að heilsa mín væri í veði. Ég var í Linköbing, og var hálflasin. Og eitt kvöldið var ég með 40 stiga hita og meðvit- undarlaus. Næturlæknirinn sendi mig á sjúkrahús, enda var ég al- varlega veik. Þegar ég rankaði úr rotinu, sá ég fólkið aðeins hálft. Ég sá hálfa hjúkrunarkonu og hálf- an lækni. Það var álitið að þetta stafaði af bólgu við litla heilann. Það var líka hægt að finna ástæðu til þessarar ofsafitu minnar. Ég var send til Olivencrona pró- fessors, og hann rannsakaði mig mjög vandlega. Þegar hér var komið sögu var Nú get ég aftur ckiö bíl, áður komst ég ekki undir stýrið. Nú get ég líka farið í strætisvagni og setzt í armstól. Þctta er kápan sem ég nota nú. Það er dásamlegt að geta keypt föt án þcss að þurfa að láta sauma allt sérstaklega fyrir sig. Ó I»etta er kápan sem ég notaði í fyrra. Vill einhver fá hana leigða fyrir tveggja manna tjald? , en er samt sem áður 103 kíló ég orðin dauðhrædd. Bólga eða æxli við litla heilann! Ég var trú- lega komin að fótum fram. En það var engin bólga. Ég var send á deild Rolfs Lufts á Sera- fimersjúkrahúsinu. Prófessorinn átti að reyna að komast að orsökinni að þessari ofsafitu. Flann fann líka orsökina: Það var hreint og beint ofsaleg græðgi mín ( feitan mat! Það fannst ekki neitt sjúklegt við mig, annað en ofát. Ég var búin að vinna í tíu ár sem yfirkokkur við kalda borðið á Grand Hótel Haglund, og sjálf gat ég verið lifandi auglýsing fyrir góð- um mat, bezta mat sem hægt vcir að framleiða. Þar var aldrei notað nema fyrsta flokks hráefni eða framleiddur nema fyrsta flokks rnat- ur. Þarna kunni ég vel við mig. Það voru beztu vinnufélagar og bezfu húsbændur sem ég hafði þarna. Svo hafði ég herbergi ( sama húsi og frían mat og það var atriði sem ég kunni að meta og notaði út í æsar. Eina hreyfingin sem ég hafði, var að ganga niður til vinnu minnar á morgnana og aftur upp á kvöld- in. Ekki gat ég borið neitt upp stig- ann og ég varð oft að stanza til að kasta mæðinni. Svo fór ég að fá sár á fæturna. Þau greru ef ég lá í rúminu, en komu jafnóðum og ég fór á fætur. Læknirinn sem stundaði fótasár mln spurði mig hvort ég hefði ekki hug á að grenna mig. — Jú, en ég hefi ekki sálarstyrk til þess, sagði ég. — Ég er allan daginn að sýsla með góðan mat og mikinn mat. Ég er gráðug í sós- ur, flesk og yfirleitt allan feitan mat. Ég get aldrei staðizt freist- inguna. Læknirinn tautaði eitthvað um að hann ætlaði að tala við dósent á Sahlgrens sjúkrahúsinu. Ég lagði ekki eyrun að því. Eftir allar þess- ar misheppnuðu tilraunir mínar til megrunar trúði ég ekki á það að ég ætti eftir að losna við þessi ó- hugnanlegu k(ló, eða að ég ætti eft- ir að tína sveppi í skógum æsku minnar við Falun, eða að ég ætti eftir að aka bíl. En Björn Sjögren, dósent á Sahl- grens sjúkrahúsinu, náði sambandi við mig, nokkrum vikum seinna. Hann talaði um fyrir mér og sagði að ég yrði í alvöru að megra mig, ég yrði sjálf að hjálpa til og hlýða öllum fyrirskipunum, ef ég ætlaði að ná einhverjum árangri. Hann sagði að offita væri orðin þjóðarsjúkdómur, en að rannsókn- ir á því sviði væru ennþá mjög skammt á veg komnar. Ef ég vildi leggjast inn á sjúkrahúsið og hlýða í öllu reglum sem mér yrðu sett- ar, gæti það einnig orðið öðrum til hjálpar. Þeir vildu hafa frjálsar hendur og hjálpa mér til að byggja upp vilja minn og sálarstyrk. Það mundi kosta sjúkrahúsið þrjú til fjögur þúsund krónur daglega að annast þessar tilraunir, og þess- vegna bar þeim skylda til að sýna einhvern árangur. Vildi ég sam- þykkja það að verða tilraunadýr- ið? Ég vildi það. Ég vissi að ég gat treyst Sjögren dósent. Enda reynd- ust allir mér vel. Allir læknarnir, hjúkrunarkonurnar og yfirleitt allt fólkið, sem hafði með mig að gera, sýndi mér þolinmæði, skilning og um frqm allt traust, MáltíS fyrir prinsessur. Vinnuveitendur mínir voru mér líka góðir. Ég fékk frí frá vinnu, en hélt stöðu minni. Framkvæmda- stjórn hótelsins lét leggja síma að rúmi mínu, svo ég gæti gefið þeim góð ráð, ef á þurfti að halda, og ég gat haft daglegt samband við vinnufélaga mína. Fyrsta spurning m(n, ef einhver hringdi var alltaf: — Hvað fenguð þið að borða í dag? Það var erfitt fyrir mig að skifta á matnum á hótelinu og megrun- arfæðinu, sem ég fékk á sjúkra- húsinu. í spaugi kallaði ég eida- stúlkurnar sem hugsuðu um hung- urfæði mitt „asfaltkokka". í þessu sambandi langar mig tíl að segja frá því að um jólaleytið fékk hótelið konunglega heimsókn. Margaretha prinsessa, John Ambl- er, Desirée prinsessa og Niclas Silverschiöld borðuðu jólaverð á hótelinu. Mér var falið að setja saman matseðilinn. Það heppnaðist svo vel að Margaretha prinsessa vildi endilega hitta mig, en ég gat Framhald á bls. 41. VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.