Vikan


Vikan - 03.05.1967, Qupperneq 2

Vikan - 03.05.1967, Qupperneq 2
Sterkt nýtt vopn í barátfu yðar gegn tannskemmdum HIÐ NYJA GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YÐAR GEGN SYRUM OG VERÐUR AHRIFA VART INNAN 21 DAGS: Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda tannskemmdum. Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum. Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr. Hin leynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna, þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið í baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð þér að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrem strax í dag. Eftir 21. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems, kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann styrkleika, sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum áhrifum sýranna. Hvernig Virkar Gibbs Fluor? Gibbs Fluor inniheldur efnasamsetningu sem hefur styrkjandi áhrif á glerung tannanna, sem nefnist “stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í venjulegt tannkrem. Það þurfti fremmstu og reyndustu tannkremafram- leiðendur Bretlands til að uppgötva formúlu þá, sem Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegná. Kinfaldar reglur, sem tryggja heilbrigðar tennur Það eru tvær grundvallarreglur, sem tryggja heilbrigðar tennur: (l) Burstið tennurnar reglulega tvisvar á dag. (2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári. Munið að regluleg tannhreinsun er undirstaða heilbrigðra tanna og góms, hreins og fersks munns. Með Þvi að bursta tennurnar vel fjarlagið Þér mat, sem annars myndar skaðlcgar sýrur. Burstið upp og niður, einnig bak við tennurnar,— verið vandvirk. Farið reglulega til tannlæknis, Það sparar yður óÞægindi og sársauka. Heilbrigðar tennur eru dýrmæt eign: Þær auka gott heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið Því vel um tennur yðar. Látið fjölskyldu yðar byrja að nota Gibbs Fluor TANNKREM l!| Gíbbs fluoríde í FULLRI HLVQRU Þak yffir höffuðiö Það er heldur sjaldgseft, að dagblöðin taki upp á eigin spýtur ákveðin mál til meðferðar, rann- saki þau niður í kjölinn og fletti ofan af þeim, ef eitthvað óhreint er í pokahorninu. Ástæðan til þess, að blöðin gera ekki meira af þessu, er að sjálfsögðu sú staðreynd, að þau eru bundin í viðjar hinna pó'itísku flokka, sem gefa þau út, og geta vart hreyft sig án þess að til árekstra komi. Fyrir skömmu sagði eitt Reykjavíkurblaðanna (Vísir) frá nýju byggingarsamvinnufélagi, sem byggði íbúðir fyrir lægra verð en áður hefur þekkzt. Þetta varð til þess að blaðið tók að rannsaka málið betur og spyrjast fyrir um verð á íbúðum úti á landi. Einnig slógust önnur blöð í hópinn og hjáfpuðu til við rannsóknina. Það leið ekki á löngu þar til sannleikurinn b'asti við sýn: Sö'uverð íbúða í Reykja- vík er helmingi of hátt og í engu samræmi við kostnaðarverðið. Þetía voru að vísu ekki alveg ný sannindi og höfðu lítillega komið fram áður. En brátt fyrir það ber að fagna þessari herferð. Hún hefur vonandi tilætluð áhrif og verður til þess að lækka íbúðar- verð ofurlítið nær hinu raunveru- le^a verði þeirra. í velferðarríkinu okkar remb- ast menn eins og rjúpan við staurinn við að koma sér upo þaki yfir höfuðið, enda er lítil virðing borin á landi hér fyrir manni, sem ekki á sína eigin íbúð. Þegar slíkan mann ber á góma yppta menn öxlum og segja: Hann er ónýtur að koma sér áfram. Tveir af hverjum þremur fjöl- skyldufeðrum munu eiga sína eigin íbúð og er það gleðileat tákn um velmegun þióðarinnar. Hins vegar væri kannski ekki úr vegi að huga svolítið að minni- hlutanum, þeim sem ekki treysta sér tit að kaupa sér eiain íbúð oa búa í leiguhúsnæði. Hver eru kíör þeirra? Er húsnæði ekki leigt út samkvæmt gildandi húsa- leiaulögum? Skortur á leiguhúsnæði er mik- ilt. sérstakleaa hér í Revkjavík. Til þess að fá leigt verða menn ekki aðeins að greiða svimandi háa okurleigu, heldur að auki borga mikinn hluta hennar út í hönd fyrirfram. Þess munu dæmi, Framhald á b's. 31. X-GF 2/ ICE-9651

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.