Vikan


Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 12

Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 12
IÞJONIISTU SELSTQBHKAUPMANNS „Þá var bannað að selja minna en fjórar flöskur af bjór í einu hér á landi. Þetta var gert til þess að menn eyddu síður pening- unum sínum í bjórinn, því að flaskan kost- aði 25 aura, en tímakaupið var ekki nema 20 aurar. Það var álitið að menn mundu síður kaupa fjórar flöskur fyrir heila krónu. En öllum veittist auðvelt að fara í kringum þessi lög. Menn skutu auðvitað bara fjórir saman og fengu hver sína bjórflösku." aðeins lægra kaup þar, og ég verð að segja, að ég hef aldrei séð eftir því. í þessu starfi komst ég fyrst í kynni við ísland. Og kannski var ástæðan til þess að ég fór til þeirra bræðra einmitt sú, að ég hafði alltaf haft svolítinn áhuga á íslandi og Grænlandi. — Og síðan fluttust þér búferlum hingað? —- Nei, það var ekki nærri strax. Lífið er svo langt. Og Olsen brosir. — Nei, ég þurfti að vera í fjögur ár hjá þeim Levybræðr- um, en eftir þann tíma var ég talinn hæfur til að vera verzlunarmaður. Þetta var svipað og iðnnámi er nú háttað. Enda var æði margt sem maður þurfti að iæra. Ég var til dæmis oft látinn vera í pakkhúsinu hjá Levy, því að það var mikill vandi að kunna að flokka síld og kunna yfirleitt að meta varning rétt. Þegar ég hafði verið hjá þeim bræðr- um í fjögur ár, spurðu þeir mig, hvort ég vildi ganga í þjón- ustu selstöðukaupmannsins J. P. T. Bryde. Ég var til í það. Það hefur mikið verið skrifað um selstöðukaupmennina alræmdu, og Bryde var sem sagt einn af þeim. Það var hann sem keypti gamla húsið í Hafnarstræti, þar sem John- son & Kaaber höfðu aðsetur sitt til skamms tíma, og þar var verzlun hans til húsa. Húsið var gert upp 1907, þegar kóngurinn kom í heimsókn, til þess að allt liti nú vel út á yfirborðinu. Bryde hafði fimm verzlanir hér á landi: í Reykjavík, Hafnarfirði, Borgarnesi, Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal. Einnig hafði hann 5 fiskiskútur og fragtskip í förum milii íslands og Danmerkur. Það var 350 tonna gufu- skip og hét ísafold. Það var svo sem enginn Gullfoss og flatbotna til þess að það gæti siglt til Borgarness. Það þarf ekki að orðlengja um selstöðukaupmennina. Þeir höfðu það allt of gott. Þeir fengu að dangla með þessa verzlun sína eins og þeim sýndist, og það gat náttúrulega ekki gengið til lengdar. Enda fór verzlun þeirra allra út um þúfur. Þegar ég hafði verið níu ár í þjónustu Brydes, kall- aði hann mig á fund sinn og spurði mig, hvort ég vildi fara til íslands. Sjálfur fór hann venjulega einu sinni á sumri hingað, og nú vildi hann láta mig vera hér til þess að losna við það. Jú, ég var alveg til í að fara til íslands. Þá tók karlinn bakföll mikil og var steinhissa á, að ég skyldi vera fús til þess að fara til íslands. Síðan spurði hann mig á hverju ég ætlaði nú að byrja, þegar ég kæmi hingað, 12 VIKAN 18-tbl- iÞarna var Brydeverzlun til húsa. Húsið var gert upp 1907, þegar kóngurinn kom, til þcss að allt liti nú vel út á yfirboröinu. O. Johnson & Kaaber hafa til skamms tíma haft aðsctur sitt Þarna var Brydeverzlun til húsa. Húsið var gert upp 1907, þegar kóngurinn kom, til þess að Olsen á skrifstofu sinni hjá Al- mennum tryggingum í Pósthús- stræti. Gömul mynd af Olsen og dóttur- syni hans, John. Myndin er tekin á Víðivöllum, en þar bjó Olsen í 13 ár, allt þar til hann fluttist að Laufásvegi 22. Eiginkona Carls Olsens, Metha.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.