Vikan


Vikan - 03.05.1967, Síða 13

Vikan - 03.05.1967, Síða 13
 ";>.Vx ^ ;;V,V;’> ' \ !\ÍPt L'...: ipii ■:■,. :•:•:•:•: :•:: • . :•:•. •: ■' :'■• ■'■ svona til að prófa mig. Ég svaraði því til, að ég mundi byrja á því að tala við starfsfólkið, komast að raun um hvernig það ynni saman, athuga hvernig bankaviðskiptum væri háttað í landinu og s^itthvað fleira. Karlinum leizt vel á þetta. — Og svo fóruð þér til íslands? — Já, ég fór með skipi sem hét Laura og var eign Sam- einaða gufuskipafélagsins. Þetta var í apríl 1909. Ég man hvað ég var undrandi yfir því, að hér í Reykjavík skyldi engin höfn vera. Hér voru þá aðeins fáar bryggjur, t.d. Ziem- sensbryggja, Kolabryggjan og svo Bæjarbryggjan, sem var steinsteypt. Strax sama daginn fór ég beint til Mortensens rakara, sem var í Hafnarstræti, og lét bæði klippa mig og raka til þess að ég liti vel út, þegar ég kæmi í Bryde-verzlun. Það var einkennilegt umhorfs hér í Reykjavík á þessum tíma og ólíkt því sem nú er. Ég rak strax augun í, að götur voru hér eiginlega engar; eini vísirinn að slíku var stein- lagður smáspotti frá Lögreglustöðinni að Ingólfshvoli — rétt yfir götuna! Þar sem bifreiðastöð Steindórs er nú var þá hesthús, sem tilheyrði Bryde-verzlun. Þar gátu bænd- urnir athafnað sig, þegar þeir komu í kaupstaðinn með ull og kjöt. Yfirmaður allra Bryde-verzlananna hét N. B. Niel- sen, og það var hann sem ég átti mest að vinna með. Eftir þriggja mánaða dvöl hér fór ég aftur til Kaupmanna- hafnar. Ég hafði notað tímann til þess að kynna mér verzlun Brydes hér í Reykjavík, sem þá var ein af stærstu verzlun- um bæjarins. Einnig fór ég í útibú hans úti á landi. Faktor í Borgarnesi var Ólafur Arnbjörnsson, faðir núverandi bæj- arfógeta á ísafirði, Jóhanns Gunnars Ólafssonar, en á hin- um stöðunum voru faktorar: í Hafnarfirði Ólafur Ámunda- son, í Vestmannaeyjum Anton Bjarnason og í Vík í Mýrdal Gunnar Ólafsson. Það var hann sem skrifaði Bryde eitt sinn og bað hann um leyfi til þess að láta kjósa sig á þing. Bryde brást hinn reiðasti við þeirri málaleitan og svaraði: „Hjá okkur hér í fyrirtækinu er engin pólitík önnur en handels- pólitíkin!“ Gunnar lét þá karlinn sigla sinn sjó og var kosinn á þing, Það tók mig talsverðan tíma að komast inn í hlutina og venjast öllum aðstæðum hér. Ég kunni náttúrlega ekki orð í íslenzku, en það kom ekki ýkja mikið að sök, því að margir íslendingar töluðu dönsku vel í þá daga. Það þótti svo fínt. Þegar ég kom til Hafnar í júlí, var Bryde ánægður með það sem ég hafði gert hér á íslandi, þótt tíminn væri ekki langur. Ég kom hingað síðan aftur í ágúst með flatbotna skipinu ísafold. Við tókum land í Vík í Mýrdal. Þar var engin höfn og er raunar ekki enn. Það varð að sæta sjávar- föllum, og þarna var til taks uppskipunarbátur með sextán mönnum um borð. Hann sá um að ferja fólk og varning í land, og mér er sérstaklega minnisstætt hversu erfitt og hættulegt verk þetta var og hversu vel sjómennirnir leystu það af höndum. Tvö önnur lítil atvik hafa orðið mér minnis- stæð í sambandi við karlana á uppskipunarbátnum. Annað var það hversu mikið þeir töluðu á meðan þeir reru. Ég hef aldrei heyrt annað eins kjaftæði á ævi minni. Hitt var hversu sjómennirnir höfðu allir sem einn snjóhvítar tenn- ur. Ég er sannfærður um, að það var mest harðfisknum að þakka. Nú, ég fór enn til Kaupmannahafnar í byrjun desember, en kom síðan alkominn hingað í janúar 1910 og hafði þá konu mína, Metha, með mér. Um þetta leyti vildi Bryde selja útibúið í Hafnarfirði. Hann átli fimm skútur, eins og við minntumst á áðan, og þær voru allar gerðar út frá Hafnarfirði. Reksturinn gekk ekki nógu vel. Ég hafði einn með sölu verzlunarinnar að gera, en Bogi Brynjólfsson, sem ég hafði kynnzt í Kaup- mannahöfn, var lögfræðingur minn. Bærinn hafði áhuga á að kaupa allar eignir Brydes, og þegar málið var komið á lokastig, boðaði Magnús Jónsson, sýslumaður, bæjarstjórn- ina á fund. Fundurinn stóð langt fram á nótt, og ég fékk símann til að halda opnu til þess að hægt væri að hringja mig upp. Það sýnir hversu mál þetta var talið mikilvægt, að ég þurfti ekki annað en biðja um að síminn héldi opnu fram á nótt og það var gert umyrðalaust. Ég féklc Ásgeir Sigurðsson til þess að bjóða í á móti fyrir hönd Edinborgar — til þess að hækka verðið, en endirinn varð sá, að bær- inn keypti allar eignir Brydes í Hafnarfirði. Ég man ekki lengur verðið, en ég man, að ég lét eina af skútunum, Pollux hét hún, fylgja með sem uppbót, og þá gengu kaupin loksins saman. Framhald á bls. 31. 18. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.