Vikan


Vikan - 03.05.1967, Síða 20

Vikan - 03.05.1967, Síða 20
Saga Williams Manchesters Siðarl frilufi í fyrri hiuta greinarinnar sagöi Manchester frá því erfiöi, sem hann lagði á sig við að safna efni í Bókina Dauði Forseta og skrifa hana. Vann hann þá hundrað klukkustundir á viku langtím- um saman, ferðaðist til flestra' helztu borga Texas og talaði við fjölda fólks, sem komið hafði við sögu hins hryllilega atburðar í Dallas, for- leiks hans og eftirleiks. Svo mjög lagði hann sig fram við verkið, að hann léttist um tíu kíló og við ritvélina sat hann unz farið var að blæða úr fingrum hans. Fyrst lék allt í lyndi milli hans og Kennedyfjölskyldunnar, en þegar leið að útkomu bókarinnar, fór heldur að slettast upp á vinskapinn .... Samt efast ég um það. Og nú, er líður að lokum þessa verks, styrkist ég í trú minni, þegar ég virði fyrir mér andlit allra þeirra sem komu við sögu. Þau eru svo mörg. Gamalt máltæki segir, að enda þótt rithöfundur vinni einn síns liðs, sé hann umkringdur mikl- um mannfiölda. Eg var 41 árs, þegar frú Kennedy bað mig um að skrifa Dauða forseta; nú er ég orð- inn 44 ára, svo að þetta er orðinn nokkuð langur tími, sem ég hef lifað í einangrun og einblínt á þessa fáu nóvemberdaga 1903. En á þess- um tíma hafa hundruð manna kom- ið við sögu starfs míns. Sumir voru áhyggjufullir: Byron Skelton, full- trúi Texas í landsnefndinni, J. Will- iam Fulbright, öldungadeildarþing- maður og Adlai Stevenson, sem a11- ir álitu, að Kennedy forseta hefði verið ógnað með ofbeldi í Dallas. Aðrir voru illgjarnir: ofstækismenn bæði til hægri og vinstri, áhorfend- ur sem komu til að hrækja, að ógleymdum morðingjanum sjálfum. Og enn aðrir voru sterkir — John- son forseti, Robert Kennedy, Robert McNamara, McGeorge Bundy — eða samúðarfullir — frú Johnson, Dave Powers, Ted Kennedy, Sam Bird, Godfrey McHugh. En ein persóna var sannkölluð hetja. Niðurstöður skoðanakannana Gallups og Harris sveiflast fram og til baka, minningin um missætti mitt og hennar gleymist, börnin okkar vaxa úr grasi og við förum undir græna torfu, — en hinn ó- hrekjandi sannleikur lifir: Jacque- line Bouvier Kennedy, sem hafði misst meira en við, sameinaði okkur á stund óharpingju og ringulreiðar, hélt áfram að vera trú foringjanum, sem við höfðum misst. Þegar hún tendraði logann í Arlington, kvikn- aði aftur stolt þjóðar okkar. Þoð hafði verið ómögulegt að segja ,,nei" við hana meðan hinn dapri eftirleikur sorgaratburðarins stóð yfir, og það gat ekki heldur kallazt auðvelt þremur árum síðar. Eini karlmaðurinn, sem nokkurn- tíma hafði sagt henni fyrir verkum, var eiginmaður hennar. Framkoma hennar, sem virtist vitna um veika skapgerð, hafði alltaf verið vill- andi hvað það snerti, og síðan eiginmaður hennar dó, hafði vilja- festa hennar farið vaxandi. Ekkert í lífi hennar dró úr þeirri þróun. Lotningin, sem blöðin sýndu henni, og undirgefni þeirra, sem umgeng- ust hana, hjálpaði hvort tveggja til að gefa henni — í augum annarra — þann ráðríkislega svip, sem hlaut að vera ills viti fyrir sagnaritara, sem varð að lýsa henni sem konu af holdi, blóði og ástríðum. Hún var einangruð af hinum miklu auðæfum sínum, dýrkuð af framfaramönnunum, sem yfirf&rt höfðu trúnað sinn við eiginmann hennar, er í þeirra augum var píslarvottur, yfir á hina ungu ekkju hans. Ennfremur naut hún fullrar hollustu þeirra, sem átfu framtíð sína undir því, hversu vel þeim tækist að þjóna henni og hinum volduga nýja leiðtoga fjölskyldunn- ar, sem við hlið hennar stóð. Þann- ig ríkti hún í glæsilegri veröld, sem laut henni sem yndislegri, þokka- fuilri og eilífri drottningu sorgar- innar. Þegar ég lít um öxl, er auð- velt að sjá hvernig hún fór að líta á rithöfundinn, sem hún hafði valið, sem einn hirðmann í viðbót. Hún hafði meira að segja talið sér trú um, að hún hefði „tekið mig á leigu", eins og hún sagði í bréfi til annars rithöfundar — sú umsögn finnst mér alveg stórkostleg. Undir þessum kringumstæðum var það óhugsandi fyrir Jacqueline Kennedy að ég gæti neitað henni um nokk- urn skapaðan hlut. Þegar ég reyndi að segja henni að ekki væri til umræðu að taka eitthvað út úr ritverki mínu, skildi hún ekki hvað ég var að fara. Hún brosti sigurvænlega og hvíslaði: „Allt líf yðar sýnir og sannar að þér eruð heiðursmaður". Það var einmitt heiðurinn, sem hér var á dagskrá. En því miður lögðum við síður en svo sama skilning í þetta orð. Ég var rithöfundur en ekki hirðmaður. Frá sjónarmiði hinna raunveru- legu hirðmanna hennar kom ekki til greina að við leiddum hesta okkar saman. Þeir virtust sannfærð- ir um að þeir gætu fengið mig til að láta undan. Að minnsta kosti vildu allir létta af herðum henni þeirri fyrirhöfn, að skipta sér af málinu í smáatriðum. Þetta virtist einfalt mál í framkvæmd,- hún yrði aðeins spurð ráða er taka þyrfti meiriháttar ákvarðanir. Til dæmis um útgáfutíma bókarinnar. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra lét blöðin vita af verkefni mínu snemma árs 1964, sagði hann fréttamönn- unum að búast mætti við útkomu bókarinnar eftir „þrjú til fimm ár". En þegar ég skrifaði upp samning- inn, sem ég og hann síðan undir- rituðum, lét ég aðeins fylgja síðar- nefndu tímatakmörkin. Hvorugur okkar hafði ákveðnar hugmyndir um framvinduna, og það virtist hentugt að miða við fimm ár, svona nokkurn veginn. En væri málið hugsað betur, kom ýmisiegt óviðkunnanlegt í Ijós. Fimm við 1963 eru 1968. Það ár hefði orðið mjög óheppilegur út- gáfutími, því þá eiga forsetakosn- ingar að fara fram. Ef bókin kæmi út þá, yrði ekki hjá komizt að Kennedy-f jölskyldan sætti ákúrum fyrir að reyna að gera sér pólitísk- an mat úr harmleik þessum, sem tók til þjóðarinnar allrar. Yrði þá — myndi almannarómur segja — for- setamorðið hagnýtt til að ryðja pólitíska framabraut Roberts F. Kennedys. Þar að auki upplýstist mjög fljótlega að verið var að skrifa um morðið nokkrar bækur, er hlutu að vekja mikla athygli. Sumar þeirra voru þegar komnar í prentun, og svo að segja allar vörpuðu þær vafa á hlutvendni bandarísku stjórnarinnar. Það var augljóslega í þágu hagsmuna þjóð- arinnar að þær væru leiðréttar. 20 VIKAN 18- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.