Vikan


Vikan - 03.05.1967, Page 26

Vikan - 03.05.1967, Page 26
o Komnir á staðinn með allan útbúnað. Framar á myndinni er Rúnar Gunnarsson, kvikmyndatöku- maður, en aftar Jón I»ór Hannesson, annar hljóðupp- tökumanna kvikmyndadeildar. Ólafur Johnson, forstjóri, skýrir snjöll tæki kaffi- brennslunnar fyrir Magnúsi Bjarnfreðssyni og þeim, er þetta ritar. Þessi nýja brennsla er ákafiega sjálf- virk og mannshöndin kemur hvergi við hráefnið, frá því að baununum er hellt úr pokanum, fyrr en til að hirða vöruna frágengna í söluumbúðum. Magnús Bjarnfreðsson, hinn vinsæli sjónvarps- þulur, býr sig undir að gera viðtal við Ólaf Johnsen, og Jón I»ór gengur frá hljóðncmum á þeim. O O Eins og sjónvarpsáhorfendur rekur ef til vill minni til, lauk viðtalinu með því að Ólafur og Magn- ús lyftu bollunum til að sannreyna ennþá einu sinni, að ilmurinn er indæll og bragðið eftir því. En málið var raunar ekki svona einfalt. l»eir urðu að leggja frá sér bollana aftur og gera viðtalið allt upp á nýtt, Rúnar var ekki ánægður með árangurinn af fyrstu upptöku. Við þvílíku er ekkert að gera nema að reyna aftur; enda telja erlendar sjónvarpsstöðvar árangurinn prýðilegan, ef 20% tekinnar filmu eru notuð til sýningar. Árangur, hámark og endi alls þess, sem á undan hefur fariö, sjáið þið, sjónvarpsáhorfendur, á ykkar eigin skermum. Þið sáuð í þessu tilviki Ólaf og Magnús spjalla saman yfir kaffibolla. Magnús hald- andi á loftbreyttum (vaciiumpökkuðum) Mokka- kaffipakka. Og ég get alveg sagt ykkur, hvernig á því stóð, að Rúnar tók allt viðtalið upp á nýtt: Á fyrri myndinni sást ekki nógu skýrt, hvaö það var, sem Magnús hélt á......Og svona kom inyndin á skerminn heima lijá Kristjáni Magnússyni. O O Magnús horfir á, Jón I»ór nemur á tónband hljóðin, sem fylgja því að liellt er úr baunapoka í blásararist, og Rúnar myndar. — í blásar- anum er allt aukadót — svo sem pokatros, sandur, málmagnir og annað, sem fylgt getur hráefninu, vandlega vinsað úr, að sjálfsögðu með sjálfvirkum aðferðum, en síðan fara í brenndar baunirnar í sjálf- virkan brennara, úr honum með sjálfvirkni í strokk, sem blæs þeim sjálfvirkur í „sílóin“, úr þeim í sjálfvirkar kvarnir og loks í sjálf- virkar pökkunarvélar. I»etta minnir ögn á heyflutningsaðferðir vinnu- konu Sæmundar fróða heima í Odda í gamla daga, eða, svo dæmi sé gripið nær, Mary vinkonu okkar Poppins. Á Mokka- og Javapökkum O Johnson & Kaaber segir, að kaffið sé Vacuumpakkað. l»etta telja margir ljótan munnsöfnuð og varla nema að vonum, en enn hefur ekkert nothæft orð fundizt fyrir þetta hugtak. I»að sem gerist, er í stuttu máli það, að plastpokinn er fyrst lofttæmdur og verður þá eins og slagnaður púðursykur, en síðan er aftur hleypt í hann lofti, án súrefnis, en með efnum sem vernda ilm og bragð, svo kaffi í þessum uinbúðum á að þola langa geymslu án þess að tapa nokkru. Ef til vill mætti kalla þetta loftbreytipökk- un. — Rúnar myndar, Magnús og starfsmenn kaffibrennslunnar horfa á. O <)] I»egar filma og tónband liggja fyrir, fara Ása Finnsdóttir eða Þrándur Tlior- oddsen yfir hvort tveggja ásamt viðkomandi fréttamanni og klippa. Hér skoða þau Ása og Magnús kaffi- brennslufilm- una. Eitt af því, sem ekki blasir við hinum almenna sjónvarpsáhorf- anda, er það, hvernig fréttaþáttur þróast úr fyrirætlun 1 það, sem áhorfendur sjá. VIKAN fékk að fylgjast með upptöku fréttaþáttar, sem tekinn var í hinni nýju, full- komnu kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber á-Eggjunum — þar sem nú heitir Tunguháls. Þangað komu þrír starfsmenn sjónvarpsins, Magnús Bjarnfreðsson frá frétta- deild, Jón Þór Hannesson hljóð- upptökumaður og Rúnar Gunnars- son kvikmyndatökumaður. Tveir hinna síðarnefndu tóku myndir af tækjum og framleiðsluháttum verk- smiðjunnar ásamt viðeigandi hljóð- um og enduðu á að taka upp við- tal Magnúsar við Ólaf Johnson, for- stjóra O. Johnson & Kaaber. Að upptöku lokinni er filman fram- kölluð og hljóð yfirfært af segul- bandinu yfir á annað segulband „perforerað", þ.e. gatað eins og kvikmyndafilma, en það er gert til að unnt sé að stilla saman hrað- ann á filmunni og tónbandinu. Að því loknu eru filman og segulband- ið klippt, felldir niður þeir hlutar sem ekki eiga að birtast og ef vill má þá einnig víkja við röð þess, sem greint er frá. Fyrir klippingu hefur fréttamaður gert sér í stór- um dráttum grein fyrir efni frétta- handrits, en eftir hana fær hann nákvæman tíma á hinum ýmsu at- riðum sem fram koma í útsending- unni og gerir sitt endanlega frétta- handrit eftir þeim upplýsingum. Við útsendingu hefur þulurinn síð- an fyrir framan sig lítinn sjón- varpsskerm, þar sem hann getur fylgzt að nokkru með útsendingu, en þar að auki hefur hann óbeint samband við stjórnanda útsending- ar og fleiri hjálpartæki, sem hjálpa honum til að samhæfa fréttalestur sinn þeim myndum, sem sendar eru út hverju sinni. Alls munu 14 manns vinna við útsendingu frétta fyrir utan þá, sem á skerminum birtast hverju sinni, en mun fleiri hafa þess utan lagt hönd að verki áður en efnið var tilbúið til út- sendingar. Þannig lætur nærri, að um þriðjungur starfsmanna sjón- varpsins þurfi að leggja sitt af mörkum til að tilreiða og hand- fjatla einn fréttaþátt í sjónvarp- inu. — Meðfylgjandi myndir tók Kristján Magnússon. c> Sverrir Kr. Bjarna- son stjórnar kvikinynda- útsendingarvél. I»að þýðir þó ekki, að hann stjórni útsendingunni sjálfri; hann fer eftir fyrirmælum stjórnanda útsendingar, sem situr meðan á henni stendur við þriðja mann í bíln- um þeim sænska, scm stendur til hliðar við upptökusal sjónvarpsins og er liinn eiginlegi stjórnklefi fréttaútsend- inga og upptöku í stúdíói. <5 Við vélina, sem framkallar kvik- myndafilmurnar, starfar Óskar Gíslason, sá kunni „Nestor“ íslenzkrar kvik- myndagerðar. Fjær stendur svo TJnnsteinn Guð- mundsson, sem einnig starfar við téða vél. Sigfús Guö- ' mundsson hljóð- stjóri, yfirfærir hér segulbands- upptöku Jóns I»órs yfir á „gatað“ segul- band, en það er nauðsynlegt til að hægt sé aö samliraöastilla tón og mynd. 26 VIKAN 18' tbl 18. tbi. vikaN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.