Vikan


Vikan - 03.05.1967, Síða 41

Vikan - 03.05.1967, Síða 41
ið afdankaður herbíll, af þeirri gerðinni, sem þeir nota til að flytja starfsliðið. Svartmálaður, var það ekki? — Blár. — Hvað um ekilinn? — Ég sá hann ekki. Hann var með derhúfu. Það var það eina sem ég sá. — Sáuð þér framnúmerið? — Ég held, að það hafi ekkert verið. — Slæmt, sagði ég. — Það er ef til vill mögulegt, að Samp- son sé í þessum trukk, eða hafi verið. — Er það? Haldið þér, að við ættum að fara til lögreglunnar? — Það held ég. En fyrst verð ég að tala við frú Sampson. Hringduð þér til hennar? — Ég náði ekki í hana. Svefn- lyfin voru farin að virka á hana, þegar ég hringdi. Hún getur ekki sofið án þeirra. — Þá hitti ég hana í fyrramál- ið. —- Ég ætla að aka. Ég þarf að gera svolítið fyrst. — Og það er? — Einkamál, sagði ég stutt- aralega. Hann var þögulli eftir það, mig langaði ekki að tala. Það var komið fram í dögun. Rauð skýin yfir borginni voru farin að fölna úti við jaðrana, síðnæturumferð leigubíla og einkabíla var orðin næstum engin og vörubílarnir voru komnir á kreik. Ég svipað- ist um eftir bláum fyrrverandi hertrukk með lokuðum palli og sá hann ekki. Ég skildi Taggert eftir hjá Val- erio og hélt heim. Mjólkin beið á dyraþrepinu. Eg tók hana inn mér til félagsskapar. Rafmagns- klukkan í eldhúsinu sagðist vera tuttugu mínútur yfir fjögur. Ég fann öskju af frostnum ostrum í frystihólfinu og gerði mér ostrukássu. Konan mín hafði alltaf verið á móti ostrum; nú gat ég setið við mitt eigið eldhúsborð, hvenær sólarhringsins sem var, og étið ostrur eins og mig lysti. Ég háttaði og lagðist upp í, án þess að líta á auða rúmið hinum megin í herberginu. Að vissu leyti var það gott að þurfa ekki — Við verðum að finna upp á einhverju öðru, ég get ekki skor- ið þig oftar upp. að skýra fyrir neinum, hvað ég hafði fyrir stafni allan daginn. 12. Klukkan var orðin tíu um morguninn, áður en ég komst niður í borgina. Peter Colton var kominn á skrifstofuna. Hann var yfirmaður minn, meðan ég var í leyniþjónustunni. Þegar ég opnaði glerhurðina leit hann snöggt upp úr lögregluskýrslu- staflanum, og svo leit hann snöggt niður aftur, til að sýna að ég væri ekki velkominn. Hann var yfirmaður á skrifstofu sakadómara, kraftalegur, mið- aldra maður með stuttklippt ljóst hár og gífurlegt nef, sem var eins og bógurinn á hraðbát á hvolfi. Ég fékk mér sæti á ó- þægilegum, bakhörðum stól uppi við vegginn. Eftir stundarkorn benti hann á mig með nefinu. — Hvað hefur komið fyrir það, sem ég kýs að kalla, — af því ég hef ekkert heppilegra, — andlitið á þér? — Ég lenti í deilu. — Og nú viltu að ég handtaki einhvern rummunginn í nágrenn- inu! Brosið beygði munnvik hans niður á við — Þú verður sjálfur að sjá um þín slagsmál, litli minn, nema að sjálfsögðu að það sé eitthvað í þeim handa mér. — Sleikibrjóstsykur, sagði ég fýlulega, — og þrjár plötur af blöðrutyggjói. — Reynir þú að múta lögun- um með þremur plötum af blöðrutyggigúmmíi? Gerirðu þér ekki ljóst, að þetta’er atómöldin, vinur minn? Þrjár plötur af blöðrutyggigúmmíi hafa að inni- halda nóga frumorku til að sprengja okkur í smábita. að heyra^ini'rf"' Sem Ykkur lan§ar i8. tbi. viKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.