Vikan


Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 49
f LILJU LILUU LILJU LIUU BINDI ERU BETRI Fást I næstu búð - og flasan fer urri. Kynnið yður allar vörur AVON til augnfegrunar. ®Avon SNYRTIVÖRUR Heildsölubirgðir: J. P. Guðjónsson h.f., Skúlagötu 26, Reykjavík- Þórdís og Helga ... Framhald af bls. 18 hefur verið gert meira fyrir unga fólkið en marga grunar. Forráðamenn skemmtuninnar buðu gestum upp á tízkusýningu, enda kannski hæg heimatökin. Það voru að vísu ekki flíkurnar, sem mesta athygli vöktu, heldur stúlkurnar, sem sýndu. Þetta at- riði var skemmtileg tilbreyting og það heppnaðist með miklum ágætum. Svavar Gests flutti skýr- ingartexta og prjónaði við hann athugasemdir, þegar þurfa þótti. Kannski er það laukrétt, sem hann benti á, að pilsin væru að styttast svo mjög, að það líður ekki á löngu, þar lil hægt verður að nota þau sem belti. Þuríður Sigurðardóttir, sem sungið hefur á hljómplötu með Lúdó sextett við góðan orðstír, sýndi fram á, að hún hefur hæfi- leika í ríkum mæli. Þessi stúlka ætti að láta heyra í sér oftar. Dansflokkur sýndi kúnstir sín- ar og var tekið fram, að hér væri ungt fólk, sem komið hefði sam- an af einskærum áhuga og mátti skilja, að enginn hefði veitt til- sögn. Við sáum ekki betur en hér væru nemendur úr dansskóla Báru (eða fyrrverandi nemend- ur) á ferðinni — og hefði því að ósekju mátt geta lærimóður- innar. Flokkurinn komst tiltölu- lega klakklaust í gegn um öll danssporin — sumir herranna áttu þó stundum erfitt með að gera upp við sig, hvort þeir áttu að lyfta hægri eða vinstri fæti — en alriðið vakti ánægju og kátínu viðstaddra. Vonandi fáum við að sjá meira af slíkum skipulags- bundnum hreyfingum síðar meir. Þakka ber Guðtaugi Bergmann og Karnabæjarfólki hans fyrir góða skemmtun, sem var að- standendum, en um fram allt ungu kynslóðinni til hins mesta sóma. Hið gieðilegasta við þetta allt er þó sú staðreynd, að nú hefur verið sýnt fram á, svo ekki verð- ur um villzt, að mögulegt er að halda svona samkomur við hæfi ungs fóiks — með menningar- brag, jafnvel um miðnætti. ☆ 18. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.