Vikan


Vikan - 22.06.1967, Síða 19

Vikan - 22.06.1967, Síða 19
Framhaldssagan efftir Sergeanne Goion 18. ffiluti — Fyrir guðs skuld nemið staðar, hver sem þér eruð og hlustið á mig, hrópaði Angelique. Enginn sagði neitt, en skórnir voru kyrrir. — Litla stúlkan mín er í skóginum, hélt hún áíram; — það verður henar bani, ef enginn bjargar henni. Hún deyr úr kulda og hungri. Ref- irnir ,munu éta hana. Hver sem þér eruð, miskunnið yður yfir barnið. Hún yrði að segja til, hvar Honorine vœri. Hún þekkti ekki staðar- nöfnin hér. — Hún er ekki langt frá veginum, þar sem kaupmennirnir með hveitið urðu fyrir árás ræningjanna. — Var það í gær eða dag- spurði hún sjálfa sig og jkólnaði upp. — Þegar þér beygið út af veginum inn á stíginrr; ér mílusteinn — hún minntist þess arna rétt í þessu, — já, það er milusteinn, og ef þér haldið áíram niður eftir stígnum, komið þér að rjóðri.... hún hún er þar bundin við tré... litla stúlkan mín .... hún er ekki fullra tveggja ára .... Skórnir hurfu. Göngumaðurinn hélt áfram sina leið. Hafði hann svo mikið sem hlustað á þessi sundurlausu hróp, sem komu upp um gatið i jörðinni? Einhver vesalings geðbiluð kona, sem þeir hafa lokað inni, myndi hann segja við sjálfan sig. — Það er allskonar kvenfólk i fangelsunum .... Hún féll í einhverskonar dásvefn, og gegnum svefninn heyrði hún barnið gráta án afláts. Þegar hún vaknaði, stóð fangavörðurinn yfir henni með tvo vopnaða verði, sem skipuðu henni hörkulega að rísa á fætur og fylgja þeim. Hún gelck á undan þeim upp steinstiga, og kom inn í herbergi undir víðáttumikilli hvelfingu, þar sem sagginn lak af veggjunum og tæringin var komin langt inn í múrinn. Þar var glóðarker, sem dró úr sárasta kuldanum. Aðaltilgangur þess var þó ekki að hita upp þennan miðalda- kastala. Það gerði Angelique sér ljóst, þegar hún sá þrekvaxinn mann með nakta handleggi í hárauðum kufli. Hann hallaði sér yfir glóðar- kex-ið og sneri löngum, mjóum járnstaut, hvern hringinn á fætur öðr- um í glóandi kolunum. Fjarst í herberginu, undir bláum silkihimni, skreyttum með konungs- liljunni og ákaflega upplituðum, sat dómari í síðri, svartri skikkju með dómarahái-kollu. Hann var niðursokkinn í samræður við einn af kaup- mönnunum, þann, sem hafði slegiö Angelique niður. Þeir voru svo niðursokknir, að þeir létu sem þeir tækju ekki eftir því, þegar vopnaðir verðir komu með Angelique inn í herbergið, köstuðu 25. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.