Vikan


Vikan - 22.06.1967, Síða 20

Vikan - 22.06.1967, Síða 20
henni á hnén írammi fyrir böðlinum og reyndu að hátta hana að ofan. Angelique tók að berjast og æpa, eins og hún væri haldin illum öndum. En sterkar hendur héldu henni kyrri og hún heyrði að kjóllinn var riÍT inn. Rauð glóð sindraði fyrir augum hennar og kom nær og nær. Hún æpti eins og allir árar andskotans, væru að pina hana. Nasir hennar fylltust stækjunni af brenndu holdi. Hún var svo ákveðin að sleppa úr höndunum, sem héldu henni, að hún hafði ekkert íundið. Það var ekki fyrr en þeir slepptu henni, að hún skynjaði hræði- legt sárið á öxlinni. — Það er naumast, muldraði annar varðanna við hinn. — Það þarf heila herdeild til að halda henni. Er það nú vargur. Brunasárið sendi sársaukabylgjur um Angelique. Upp í höfuð og fram i fingurgóma. Hún var enn á hnjánum og stundi lágt. Böðullinn var að leggja frá sér pyntingartækið. Á endanum á þessum langa járnstaut hafði verið meitluð konungliljan, og nú var hún orði svört eftir mikla notkun. Dómarinn og kaupmaðurinn héldu áfram að ræða saman. Orð þeirræ bergmáluðu i undirhvelfingunni. — Ég er ekki eins svartsýnn og þér, sagði dómarinn. — Við höfum . allgóða aðstöðu, og það er ekki satt, að konungurinn óski að útrýma mótmælendum úr konungdæminu. Hann meira að segja er ánægður með heiðarleik og ráðdeild margra mótmælendanna. Sjáið, jafnvel hér i Sables eru svo fáir katólikkar, að af fjórum dómurum eru þrir mót- mælendur. Og þar sem þessi eini katólski dómari er alltaf á andaskytt- iríi, eru það oftast nær við, sem verðum að jafna ágreining milli katól- ikkana. — E'n hvað um Poitou? Ég get sagt yður, að ég hef séð eitt og annað, sem hefur valdið mér heilabrotum. — Úeirðirnar í Poitou! Þær eiga beina og fyrirlitlega ástæðu, það veit ég. Einu sinni enn létu bræður okkar glepjast af metorðagirnd valdamikilla aðalsmanna, á borð við La Moriniéres bræðurna. Dómarinn gekk nú niður þrepin ofan af pallinum sínum, þangað sem Angelique lá á hnjánum. — Jæja stúlka mín, ég vona að þér hafið lært eitthvað af því sem gerðist. Kona er fljót að missa mannorð sitt, ef hún hleypur um skóg- ana með þjófum og smyglurum. Héðan í írá munuð þér bera merki um réttlæti konungsins, hvert sem þér farið. Þér hafið verið brenni- merkt með konungsliljunni. Allir munu vita, að þér hafið verið í1 höndum böðulsins og að ekki er hægt að treysta yður. Ég vona að þetta geri yður ofurlítið gætnari, og að þér farið varlegar í að beita þokka. yðar .... Hún hafði ekki augun af gólfinu. Or því að hún hafði ekki þekkzt,. óskaði hún ekki að gefa þeim tækifæri til að horfa of mikið á hana. Hún hafði ekki heyrt eitt einasta orð aí því, sem dómarinn sagði við' hana, nema: — Þér hafið verið brennimerkt með konungsliljunni. Hún fann sárið djúpt i hoidi sér, hið illræmda mark, sem stimplaði'. hana að eilífu glæpamann. Hún var komin í raðir vafasamra kvenna: f hóp með skækjum, glæpamönnum, þjófum .... Þessa stundina hafði hún ekki miklár áhyggjur af því. Ekkert skipti máli annað, en að komast út úr fangelsinu og fræðast um Honorine. Hún leyfði dómaranum að halda áfram með prédikun sina, og sperrti; ekki eyrun fyrr en kom að niðurlagiriu. — Með tiliti til þess umburðarlyndis, sem mér ber að sýna yður, þar sem þér tilheyrið hinni siðbættu kirkju, skal ég ekki halda yður innara þessara veggja. En ég er sjálfur ábyrgur fyrir framtíð yðar, og þess- vegna vil ég koma yður þangað, sem þér getið ekki snúið aftur til yðar fyrra lifernis. Ég get ekki gert Það betur en að koma yður í hendur fjölskyidu, hverx’ar líferni er svo sómasamlegt, að það hlýtur að beina yður aftur á stíga réttlætis og minna yður á skyldu yðar gagnvart guði. Maitre Gabriel Berne, sem þér sjáið hér, hefur sagt mér, að hann sé á. höttum eftir þjónustustúlku til að hugsa um heimili hans og börn. Hann er fús að taka yður í sína þjónustu, og sýnir þannig í verki það: sem Kristur hefur kennt okkur um að fyrirgefa óvinum. voxnam. Stand- ið upp, klæðizt og farið með honum. Angelique lét ekki segja sér það tvisvar. Oti á þröngu strætinu, kröku af fiskimönnum, skeljasölukonum og- verkamönnum úr saltvinnslustöðvunum, sem nú voru á leiðinni heim, með stórar hrífur reiddar um axlir, beið hún eftir tækifæri til að flýja írá kaupmanninum, sem hún átti frelsið að iauna, en hafði sízt hugsað sér að fylgja hiýðin, eins og dómarinn hafði sagt henni. Maitre Gabriel hlaut að hafa getið sér til þess arna, því að hann hélt fast um handlegg hennar. Hún minntist þess, að hann var sterkur, og kunxxi að meðhöndla kylfu. Hann var í senn friðsamlegur og óárennilegur. Þegar þau komu í krána, þar sem hann gisti, leiddi hann hana tii herbergis hennar. — Við förum héðan x fyrramálið í dögun. Ég bý í La Rochelle, ern þarf að hitta viðskiptavini mína á leiðinni, svo við komum ekki heim fyrr en undir kvöld. Ég verð að spyrja þig, hvort þú sért fús aði verða þjónustustúlka á heimili mínu, því að ég hef gefið dómaranum það fyrirheit, að þú munir ekki flýja úr húsi mínu og snúa aftur til þins fyrra fyririitlega lífernis. Hann beið eftir svari hennar. Hún hefði átt að fullvissa hann, en þegar hún stóð frammi fyrir opnum, einarðlegum og heiðarlegum augum hans, fann hún, að hún gat það ekki. Púkinn i henni lét ekki að sér hæða, svo í stað Þess að samþykkja, gusaði hún út úr sér: — Reiddu þig ekki á það. Ekkert skal fá mig til að hírast hjá þér. —- Ekki einu sinni þetta? Hann benti á rúmið, sem að bændasið stóð hátt uppi á allmörgum skúffum. Hún skildi ekki. —• Farðu og gáðu sagði hann. Það var eins og hann væri að gera grín að henni. Hún steig tveimur skrefum nær. Svo stanzaði hún, eins og hún væri negld við gólfið. Á koddanum sá hún hárauðan ,úfinn koll. Þama lá Honorine með: sængina upp að hálsi og þumalinn í munninum, steinsofandi. Angelique hélt að hana væri að dreyma, og þessi nýja sýn væri aðeins einn liðurinn í martröðinni. Hún leit vantrúuð á Maitre Gabriel. Svo leit hún snöggt á skóna hans. — Svo það varst Þú! andaði hún. — Já, það var ég. Ég átti leið þarna framhjá í gærkvöldi. Ég var á ieið til að hitta dómarann, þegar ég heyrði rödd, sém bað mig að stanza. Kvenmannsrödd, sem bað mig að bjarga barninu sinu. Ég sté á bak hestinum, og þótt ég hefði enga löngun til að koma aítur þangað, sem ráðizt hafði verið á okkur, fór ég. Sem betur lór komst ég þangað, áður en nóttin féll á. Ég íann stúlkubarnið undir tré. Hún hlýtur að hafa grátið sig í svefn. Henni var afskaplega kalt. Ég vafði hana inn í frakkann minn og flutti hana hingað. Ég fékk Þjónustustúlku til þess að hugsa um hana. Angelique þótti sem hún hefði aldrei kynnzt annarri eins sælu og létti. Nú virtist henni lifið svo óumræðilega auðvelt og léttu þegar þessari hræðilegu byi’ði hafði verið létt af hjarta hennar. öll kraftaverk voru möguleg, úr því að þetta liaíði getað gerzt. Mennirnir voru góðir og heimurinn var dásamlegur .... — Guð blessi þig, sagði hún loðmælt. — Maitre Gabriel, ég ska) aldrei gleyma því, hvað þú hefur gert fyrir mig og dóttur mina. Þú mátt treysta trygglyndi mlnu. Ég er þér til þjónustu. ÞRIÐJI HLUTI Mótmælendurnir í La Rochelle 29. Kafli Nóttin var að skella á þegar léttikerra Maitre Gabriels Bei’nes kom ..in í La Rochelle. Ljómi dagsins lék enn um dimmbláan himininn, hand- an við hálfbrotna múrana, sem stóðu til minja um hreystilega mótstöðu, sem Richelieu hafði brotið á bak aftur. Við hverjar krossgötur logaði á lömpum. Borgin kom þannig fyrir sjónir, að hún væri hreinleg og allt i röð og reglu. Þar voru engir ölvaðir á ferli, engir slæpingjar. Þrátt fyrir hve framorðið var, voru íbúarnir enn á rjátli um borgina. Maitre Gabriel nam staðar fyrir framan opið hlið. — Hér eru vöruskemmurnar minar. Þær liggja niður að höíninni. E’n ég kýs heldur að afferma hveitið bakatil i skjóli fyrir forvitnum augum. Hann lét múldýrin og flutningavagnana tvo fara innfyrir, og eftir að hafa gefið aðstoðarmönnum sínum fyrirmæli, steig hann aftur upp í léttivagninn. Svo sprettu þau úr spori eftir steinlögðum hliðargötunum, og hvað eftir annað skripluðu hestarnir svo neistar flugu undan hóf- unum. — Það er afskaplega friðsamt, þar sem við búum, undir borgarmúrn- um, sagði hann. Hann sýndist ánægður með að vera kominn heim. — Og samt erum við aðeins fáein skref frá höfninni.... Hann ætlaði að segja eitthvað fleira sem vafalitið undirstrikaði það æskilegt var að vera í serxn svo nærri höfninni og þó spölkorn frá mesta skarkalanum, en i sama bili komu þau fyrir horn og björt ijós og há- værar raddir gerðu það að ósannindum sem hann hafði verið að segja. Þau sáu hermenn á kreiki með spjót og kyndla. Logarnir vörpuðu grófum bjarma á háa, hvíta forhlið hússins og hliðið, sem stóð opið. — Varðliðar í húsagarðinum mínum, muldraði Maitre Gabriel. — Hveð gengur á? Engu að síður steig hann rólega og virðulega niður úr litla vagnin- um. — Fylgið mér, þú og dóttir þin. Það er engin ástæða til þess að þið séuð sagði hann, þegar hann sá, að Angelique hikaði við að stíga út. Hún hafði raunar margvíslegar ástæður til Þess að fylgja honum ekki inn í þetta varðliðahreiður. En til þess að beina athygl- inni ekki um of að sjálfri sér, neyddist hún til að fylgjar sínum nýja húsbónda. Varðliðarnir brugðu spjótum. — Enga gesti. Okkur hefur verið sagt að dreifa öllum þeim hópum, sem kynnu að myndast. — Ég er ekki gestur. Ég er húsbóndi á þessu heimili. — Nú já, einmitt það. Gerið svo vel þá. Þau gengu yfir hlaðið og komu inn í langan gang. Það var lágt undir loft og á veggjunum voru þykk gluggatjöld og stórar myndir. Sex arma ljóststika stóð á borði og bar birtu um ganginn. Ungur drengur kom hlaupandi niður steinþrepin, flýtti sér svo mikið, að hann tók tvö þrep í einu. — Fljótur faðir, komdu upp. Pápistarnir eru að reyna að fara með frænda til messu. — Hann er áttatíu og sex ára og getur ekki gengið, þeir hljóta að vera að gera að gamni sínu, sagði Maitre Gabriel með fullvissu. Uppi á stigaskörinni kom maður í ljós, óaðfinnanlega klæddur i brún flauelsföt. Líningarnar og hálsbúnaðurinn og vandlega kembd hárkoll- an sýndu að þetta var maður I hárri stöðu. Hann kom til móts við þau og reyndi að láta líta svo út, sem hann væri dauðleiður yfir einhverju. — Kæri Berne, ég er mjög feginn að sjá yður heima á ný. Mér þótti ákaflega fyrir því, að þurfa að brjótast inn í hús yðar að yður fjar- verandi, en kringumstæðurnar voru óvenjulegar .... — Liðsforingi, mér er sannarlega heiður að heimsókn yðar, sagði kaupmaðurinn og hneigði sig djúpt. — En má ég biðja um skýringu? — Þér vitið, að svo hefur nýlega verið fyrirmælt, og við verðum að íara eftir því, eins og þér vitið, að hver deyjandi maður eða kona, sem telst til mótmælendasöfnuðar, verður að fá heimsókn katólks prests, svo allir geti haft möguleika á að yfirgefa þennan heim hreins- aðir af þeirri villutrú, sem myndi ella svipta þá eilífu lífi. Hinn gegn- asti hettumunkur, faðir Germain, sem hafði spurnir af því að frændi yðar, Monsieur Lazarus Berne, lægi fyrir dauðanum, áleit það ský- lausa skyldu sína að sækja prest úr naxstu katólsku sókn og koma með hann hingað ásamt fógetanum, samkvæmt lagabókstafnum. Konui-nar í heimilisliði yðar tóku mjög illa á móti þessum mætu mönnum, — ó, við vitum allir hvernig konur eru, kæri vinur! Svo beir gátu ekki rækt skyldu sina. Þar sem þeir vissu, hve mikils ég hef alltaf metið yður, sendu þeir eftir mér til að róa konurnar, og ég tel mig mann að meiri að hafa gert það, þvi vesalings frændi yðar .... — Er hann dáinn? — Hann á aðeins fáein andartök eftir ólifuð. Hvað ég ætlaði að segja — frændi yðar sér nú eilífðina frammi fyrir sér og hefur nú að lokum látið af villu síns vegar og beðið um heilagt sakramenti. 1 sama bili hrópaði stúlkubarn með skrækri röddu: — Það er ekki satti Ekki á heimili forfeðra okkar .... Framhald á bls. 45. 20 VJKAN 25-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.