Vikan


Vikan - 12.12.1968, Page 15

Vikan - 12.12.1968, Page 15
HÉR SEGIR FRÁ SKILNAÐI ÞEIRRA ONASSIS OG TINU LIVANOS, AFDRIFARÍKU SAMBANDI HANS VIÐ SÖNGKONUNA MARIU CALLAS, ÖVINÁTTU VIÐ RAINIER FURSTA, SEM KAUS ÞAÐ AÐ GREIÐA GEYSIHÁA UPPHÆÐ TIL AÐ LOSNA VIÐ ONASSIS FRÁ MONACO, - SAMBAND HANS VIÐ BÖRNIN ALEXANDER OG CHRISTINA.... 4k- Þessi mynd hefur örugglega verið tekin án þess að þau hjúin vissu af. 4 Nýleg mynd af Onassis. Þegar Ari Onassis var svo bland- að í þetta mál, sagði Callas að hann hefði aðeins verið sér hollur vinur. Blaðamennirnir voru ekki á því að taka þetta sem góða og gilda vöru, og beindu nú athygli sinni að Tinu og Ari. Hún hélt áfram með skipinu til Feneyja, með börnum sínum, en Onassis var á stöðugu flugi með sjóflugvél sinni, var alls- staðar og hvergi. Hann sótti Callas til Suður-Frakklands og fylgdi henni til Milano, þar sem hann kyssti hana á flugvellinum, að öllum ásjáandi. Svo hittust þau daglega. Tina fór til New York með börnin, eftir að hún var búin að tala við lögfræðing sinn. Heimspressan stóð á öndinni, sér- staklega þegar Onassis lagði upp í skemmtiferð með Callas, systur sinni og mági, og þau voru einu gestirnir í þessari ferð. Tina hraðaði skilnaðarmálinu í New York og gaf þá ástæðu fyrir skilnaðinum að Aristoteles Onassis hefði verið sér ótrúr, með konu, sem hún nefndi aðeins „frú J. R.", og hún sagði: — Það eru næstum þrettán ár Onassis og Maria Callas frekar létt klædd um borð í Christina. -áp- síðan við Onassis giftum okkur í New York. Síðan hefir hann orðið einn af ríkustu mönnum heimsins, en þessi auðæfi hafa ekki fært hon- um hamingju, og eins og allir vita hefi ég ekki heldur orðið honum til hamingju .... Nokkrum árum síðar sagði Rainier fursti að Onassis hefði verið niður- brotinn maður, sem rölti um götur Lundúnaborgar á nóttunni. (En það er gamall vani Onassis). Hann sagði að hjónaskilnaðurinn hefði breytt lífsskoðun hans og persónuleika, og þetta gerði Onassis ennþá reiðari við furstann, heldur en fjármálaerj- ur þeirra. Onassis hafði verið inni- lega bundinn konu sinni og skiln- aðurinn var honum mikið hrygðar- efni. „Frú J. R." var hin fagra frú Je- anne Rhinelander, 34 ára gömul, dóttir Ameríkana í utanrlkisþjónust- unni, fráskilin og bjó í Suður-Frakk- landi. Hún var skelfingu lostin, þeg- ar hún heyrði að Tina hafði nefnt hana sem skilnaðarorsök, sagðist vera vinkona bæði Tinu og Onassis. Því var haldið fram að frú Rhine- lander og Onassis hefðu farið sam- an I skemmtisiglingu, ekki með „Christinu", heldur á snekkju vinar þeirra. Tina hélt því fram að Onass- is hefði oft verið sér ótrúr. Þegar Onassis heyrði þessi ummæli sagði hann: — Það er ekki satt, en ég ætla ekki að þrefa við móður barnanna minna. Skilnaðurinn komst í lag, og það var ríkulega séð fyrir börnunum, og Tina sagði í viðtali við blaðamann: — Herra Onassis veit vel að ég kæri mig ekki um auðæfi hans. Ari var ekki allskostar ánægður með þessa athugasemd, sem lét að því liggja að tengdafaðir hans væri svo auðugur. Það var sagt að Livan- os gæti keypt fyrirtæki beggja tengdasona sinna. — Það er hreint kjaftæði, sagði Onassis ofsareiður, — hann gæti ekki einu sinni keypt listasafn Niarchosar né fyrirtækin sem ég hef mér til skemmtunar. Með því átti hann við fjárfestinguna í Monte Carlo og gríska flugfélagið. Tina var sjálf stórauðug. Skart- gripir hennar einir saman voru metnir á fjórar milljónir dollara. Til að losna við að blanda framhjáhaldi inn í skilnaðarmálið, var það leyst í Alabama, þar þurfti ekki að til- greina ástæður. Þetta var í júní 1960. Fréttin um skilnað þeirra Tinu og Aris kom þeim orðrómi á stað, að búast mætti við hjúskap með Framhald á bls. 34. 49. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.