Vikan - 14.05.1969, Síða 2
-\
Varalitir,
12 fallegir tízkulitir.
MAKE-UP,
3 fallegir litir.
Pressað púður,
4 fallegir beige litir.
Cleansing Lotion,
hreinsar betur en sápa og
er mildara en krem.
Astrigent Tonic.
Andlitsvatn fyrir þurra og
feita húð.
COVER GIRL snyrtivörur
eru viðurkenndar af hin-
um vandlátu.
COVER GIRL fæst í öllum snyrtivöruverzlunum.
Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12 - Sími 36620.
30
NOXZEMA
DEODORANT,
24 HOUR PROTECTI0N
DRIES ON CONTACT
HOXZEMA-DEODORAHT
SVITAEYÐIR. REYNIÐ OG ÞÉR MUNUÐ SANN-
FÆRAST UM AÐ BETRI SVITAEYÐI FÁIÐ ÞÉR
EKKI.
VerkíöJl — út af
gömlum samningi
Þegar þessar línur koma út
á prenti, verður væntanlega
lokið öllum verkföllum og
verkbönnum, að minnsta kosti
um sinn. Skaði allra aðila af
þvílíkum ráðstöfunum er þeg-
ar orðinn nægilegur, þegar
þetta er skriíað, ogekkiábæt-
andi.
Raunar var ákaflega skrýt-
ið, að til verkfalla skyldi þurfa
að koma núna. Því ekki var
verið að reyna að semja um
eitthvað nýtt, heldur aðeins að
framfylgja þeim launasamn-
ingi, sem síðast var gerður.
Það var samið um vísitölu á
laun, en þegar vísitalan hækk-
aði 1. marz, sagði annar samn-
ingsaðilinn einhliða stopp. Þar
var örugglega ekki rétt að far-
ið.
Vel má vera, að þjóðin hafi
ekki efni á að greiða þau laun,
sem vísitalan fól í sér eftir
gengisfellinguna í haust og
þær ótrúlegu verðhækkanir,
sem eftir hana hafa komið
fram. En spurningin er, hvort
mögulegt er að gera kaup-
lækkun með því móti að fella
gengi og neita svo eftir á að
standa við gerða samninga um
vísitölubindingu launa. Og þá
fer ekki hjá því, aðsúhugleið-
ing geri vart við sig, hvort
mögulegt sé fyrir ríkisstjórn
að láta launamál landsins lönd
og leið og varast afskipti af
þeim.
Stjórnin er kjörin til þess af
meirihluta landsmanna, að
STJÓRNA landi og lýð. Þar
inni í hlýtur að felast jafn
mikilvægt mál og það, hver
laun hinar ýmsu stéttir geti
haft og hve mikil laun hinir
ýmsu atvinnuvegir geti greitt.
Og líklega hefur aldrei ver-
ið jafn eindreginn vilji fyrir
því hjá mestum hluta lands-
manna og nú, að ríkisstjórnin
léti þessi alvarlegu mál til sín
taka, áðnr en allt væri komið
í rembihnút.
S.H.