Vikan - 14.05.1969, Page 9
SKARLATSSÖTT
Skarlatssótt var áður og
fyrr einn af hvimleiðustu
sjúkdómum og um leið sá
sem fólk óttaðist mikið,
enda ekki að ástaeðulausu,
því fylgikvillar eru mjög
slæmir. En eftir að peni-
sillinið kom til sögunnar,
hefur skarlatssótt verið til-
tölulega skaðlaus sjúkdóm-
ur, og nú dettur engum í
hug að leggja skarlatssótt-
arsjúkling á farsóttardeild
til einangrunar um langan
tíma. En aftur á móti er
ekki rétt að vera kærulaus
ef grunur er um að skar-
latssótt sé á ferðinni. Það
eru venjulega börn milli 5
og 15 ára sem fá sjúkdóm-
inn, vöggubörn mjög sjald-
an.
Sum börn fá ekki útbrot,
aðeins táknræna hálsbólgu.
Önnur geta verið smitber-
ar, þótt þau aldrei fái ein-
kennin sjálf.
Orsakir og smitun. Skar-
latssótt orsakast af strep-
tokokkabakterium. Þær
framleiða eitur (toxin) sem
orsaka útbrotin. Sjúkdóm-
urinn breiðist út við beina
og óbeina snertingu, þ. e.
getur borizt með leikföng-
um og öðrum hlutum. Ef
um faraldur er að ræða, þá
berst sjúkdómurinn með
mjólk og öðrum næringar-
efnum.
Meðgöngutími. Venju-
lega iíða 2—5 dagar frá bví
siúklineur smitast þar til
einkenni koma í ljós.
Einkenni. Þau eru mjög
mismunandi. Venjulega
bvrjar sjúkdómurinn með
sárindum í hálsi, mjög
rauðu og bólgnu koki. með
óeloði og uppköstum og 38
—40 stiga hita. Eftir
nokkra daga koma útbrot-
in. litlir, þéttir, rauðir
blettir, sem smám saman
verða að stórum flekkjum.
Blettirnir koma fyrst á
nárann og undir höndun-
um, svo breiðast þeir yfir
brjóst og maga og að lok-
um um allan líkamann.
Andlitið verður eiginlega
allt rautt en hvítfölvi
kringum munninn. Tungan
verður líka rauð og hrjúf.
Eftir viku eða svo hverfa
þessi einkenni, og eftir aðra
viku hreistrar húðin, mest
á höndum og fótum.
Meðferð'. Sjúklingur á að
halda sig í rúminu meðan
hitinn er og þangað til út-
brotin dvína; — og það er
vísara að vera heldur
lengur en skemur í rúm-
iun. Penisillingjafir, sem
nú eru alltaf viðhafðar,
draga mikið úr óþægindum
og stytta sjúkdómstímann.
Áður var oft bólusett við
skarlatssótt, en nú er alveg
horfið frá því, eða minnsta
kosti er ekki bólusett, nema
um alvarlega farsótt sé að
ræða og læknir álíti það
nauðsynlegt.
Smittímabil. Smitberi er
sjúklingurinn frá því hann
sjálfur tekur veikina, þang-
að til hreistrun er lokið.
Stundum kemur það fyrir
að sjúklingar eru lengur
smitberar. En þar sem
penisillin styttir veikinda-
tímabilið, styttist smithætt-
an um leið.
Ef grunur er um smitun,
eða sjúkdómseinkenni eru
ljós, þá er sjálfsagt að ein-
angra siúklinginn, annað-
hvort í heimahúsum eða á
sjúkrahúsi, bar til læknir
hefur ákveðið hvað gera
skuli. Læknirinn segir líka
til um varúðarráðstafanir
og nauðsynlegar hreinlæt-
isreglur. Sömuleiðis hvort
systkin eigi að sækja skóla
og þvíumlíkt. En sem betur
fer er sjaldan nauðsynlegt
að grípa til róttækra ráð-
stafana nú orðið.
Fylgikvillar. Áður en
fúkalyfin komu til sögunn-
ar voru fylgikvillar algeng-
j ir og oft alvarlegir. Það
i voru aðallega eyrna-,
•. nýrna- og lungnabólga og
,tiliðaeikt. Nú kemur penis-
.illinið venjulega í veg fyr-
Sir þetta, þess vegna er
f|,nauðsynlegt að vitja strax
læknis og hefja lyfjagjafir
fljótt.
Ónæmi. Það getur komið
>. fyrir að barnið fái sjúk-
i jdóminn aftur, en þó er það
'„,?ekki algengt.
,''a ☆
GpSÁSVEGl Z2-Z4
»30280-32262
Gólfdúkur — plast, vinyl og linóleum.
Postulíns-veggflísar — stærðir 71/2x15, 11x11 og 15x15 cm.
Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile.
Þýzkar gólfflísar — DLW.
Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur.
Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfól. Rvikur.
Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi.
Fúavarnarefni — Sólinum, Pinotex.
Silicone — úti — inni.
Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung.
Vinyl veggfóður — br. 55 cm.
Veggfóður — br. 50 cm.
2°. tbi. VIKAN 9