Vikan - 14.05.1969, Page 15
að gera það ekki. Þeir segja að hann hafi verið eðlilegur að sjá
undanfarnar vikur. Þessvegna bíða þeir að minnsta- kosti í mánuð,
til að sjá hvernig reyndin verður. Ferse segir sjálfur að hann hafi
verið fullkomlega heilbrigður í þrjá mánuði.
— Hvernig er þetta hæli?
— Stórt sveitasetur, og aðeins tíu sjúklingar. Þetta er örugglega
bezti staður sem hægt er að fá fyrir hann. En samt er þetta hræðilegt.
— Það finnst mér líka, sagði Dinny og þrýsti handlegg hans. —
Hvernig komst hann burt?
— Hann hafði verið svo rólegur um lengri tíma, svo þeir voru
ekki eins á verði. Hann virðist hafa komizt burt í matartímanum.
Hann gekk að brautarstöðinni og tók næstu lest. Þetta eru aðeins
tuttugu mílur. Hann hefur verið kominn til borgarinnar, þegar þeir
urðu varir við að hann var strokinn. Eg fer þangað á morgun.
— Ég finn til með þér frændi.
— Dinny, vina mín, sagði Adrian, — ég er ekki fær um að vera
innan um fólk, eins og er.
— Komdu og borðaðu hjá Fleur, það hressir þig.
Adrian hristi höfuðið.
Með stanzlausum símahringingum hafði Jean loksins upp á Hubert
í Coffee House. Hún mætti Dinny í stiganum og sagðist þurfa að
skreppa út.
Hún var ekki kunnug í London, svo hún tók leigubíl. Þegar hún
kom að Eaton Square, lét hún bílinn nema staðar fyrir framan stórt
og fremur skuggalegt hús, þar sem hún hringdi dyrabjöllu.
— Er Saxenden lávarður í borginni?
— Já, yðar náð, en hann er ekki heima.
— Hvenær kemur hann?
— Hans náð kemur til miðdegisverðar, en ....
— Þá ætla ég að bíða.
— Fyrirgefið, yðar náð ....
■—■ Kallið mig ekki „yðar náð“, sagði hún og rétti honum nafn-
spjald sitt, en hann vill samt örugglega sjá mig.
Maðurinn reyndi að þrjózast, en þegar hann leit í augu hennar,
sagði hann:
— Gjörið svo vel að ganga inn, eh-ungfrú?
Jean gekk inn. Herbergið sem henni var boðið inn í var frekar
tómlegt.
■—■ Viljið þér fá honum nafnspjald mitt strax þegar hann kemur?
Maðurinn reyndi að herða sig upp.
— Hans náð verður mjög tímabundinn þegar hann kemur.
— Ekki frekar en ég, hafið ekki áhyggjur af því, og hún settist
niður á gylltan stól. Maðurinn fór. Hún horfði út í rökkrið, tók af
sér hanzkana og spennti greipar.
Þjónninn kom aftur inn og dró fyrir gluggana.
■— Þér vilduð líklega ekki, sagði hann, skilja eftir skilaboð,
skrifa línu?
— Nei, þakka yður fyrir.
Hann stóð kyrr um stund, virti hana fyrir sér, eins og hann væri
að hugleiða hvort hún væri vopnuð.
— Ungfrú Tasburgh?
— Já, lávarðurinn þekkir mig, sagði hún og leit á hann.
— Einmitt það, sagði maðurinn vesældarlega og fór.
Klukkan var farin að nálgast sjö, þegar hún heyrði mannamál í
forsalnum. Andartaki síðar opnuðust dyrnar og Saxenden lávarður
kom inn, með nafnspjald hennar í hendinni.
— Þetta er ánægjulegt, sagði hann, mikil ánægja.
Hann er eins og þurrkaður saltfiskur, hugsaði hún, um leið og
hún rétti fram hönd sína.
— Það er afskaplega vingjarnlegt af yður að vilja sjá mig.
— Alls ekki.
— Mig langaði til að segja yður að ég hef trúlofazt Hubert
Cherrell höfuðsmanni, þér munið eftir systur hans á Lippinghall.
Hafið þér heyrt um hina furðulegu beiðni um framsal hans? Það
er næstum of heimskulegt til að það sé talandi um það, hann skaut
manninn í hreinni sjálfsvörn. Hann er með geysistórt ör, sem sannar
mál hans, þér gætuð fengið að sjá það, hvenær sem er.
Saxenden lávarður tautaði eitthvað óskiljanlegt. Augu hans virt-
ust ísköld.
— Sjáið þér til, mig langaði til að biðia yður að koma í veg fyrir
þessa fásinnu. Eg veit þér hafið vald til þess.
— Vald? Ekki það minnsta.
Jean brosti.
Auðvitað hafið þér valdið, það vita allir. Þetta er svo óendanlega
mikilsvert fyrir mig.
—- Þér voruð ekki trúlofuð, þegar við hittumst síðast?
—■ Néi.
Þetta hefir skeð fljótlega!'
— Er það ekki venjan með trúlofanir? En þegar allt kemur til
alls þá fékk Cherrell höfuðsmaður heiðursmerki í stríðinu. Eng-
lendingar standa saman, sérstaklega þegar þeir hafa gengið í sama
skóla.
— Ó, sagði hann, — var hann þar líka?
— Já, og þér vitið hvað hann þurfti að ganga í gegnum í þessum
leiðangri. Dinny las fyrir yður úr dagbók hans.
Hann var myrkur á svip, og sagði með skyndilegum æsingi:
— Þið þessar ungu stúlkur virðast halda að ég hafi ekki annað
að gera en að sletta mér fram í hluti, sem alls ekki koma mér
við. Það er lögum samkvæmt að krefjast framsals manna.
Jean horfði á hann undan augnahárunum og lávarðurinn horfði
undan.
—- Hvað get ég gert? sagði hann harðneskjulega, — þeir myndu
ekki hlusta á mig.
— Reynið, sagði Jean, — það er alltaf hlustað á suma menn.
— Þér segið að hann sé með ör. Hvar?
Jean ýtti upp erminni á vinstri handlegg.
— Héðan og hingað. Hann skaut manninn þegar hann réðist að
honum aftur.
— Hm-m.
Hann horfði á handlegg hennar og það var þögn, þangað til Jean
sagði: — Þætti yður gott að vera framseldur, Saxenden lávarður?
-Hann hreyfði sig óþolinmóðlega.
— En þetta er mál þess opinbera, ungfrú góð.
Jean horfði á hann aftur.
— Er það þá rétt að ekki sé hægt að hafa nokkur áhrif til þess
að fólk njóti sannmælis?
Hann hló.
—Viljið þér borða með mér hádegisverð á Piedmont Grill dag-
inn eftir morgundaginn, — nei annars, daginn þar á eftir? Þá skal
ég láta yður vita hvort ég fæ nokkru áorkað.
Jean vissi ofurvel hvenær mál var að hætta. Hún rétti fram hönd
sína. — Þakka yður hjartanlega fyrir. Klukkan hálf tvö?
Saxenden lávarður kinkaði kolli, furðulegur á svipinn. Þessi unga
stúlka var sannarlega ekkert blávatn.
— Verið þér sælir.
— Verið þér sælar, ungfrú Tasburgh, og ég óska yður til ham-
ingju.
— Þakka yður fyrir, það er undir yður komið hvort ég öðlast
hana, er það ekki? Og áður en hann gat svarað var hún horfin
út um dyrnar. Hún var róleg þegar hún kom út og gekk til baka.
Hún varð að sjá Hubert, og þegar hún kom inn, flýtti hún sér í
símann og hringdi til Coffee House.
— Er þetta Hubert, Jean hér.
— Já, elskan.
Komdu hingað eftir mat, ég verð að sjá þig.
— Klukkan níu?
— Já. Eg elska þig, bað er allt og sumt. Og hún lagði á.
Eftir matinn sagði hún við Dinny: Hubert kemur eftir andar-
tak, ég þarf að tala við hann í einrúmi.
— Farðu með hann upp í vinnuherbergi Michaels. ®g ætla að
tala við Michael, hann ætti að segja frá þessu í þinginu; það er
bara verst að þingið kemur ekki saman núna. Það virðist aldrei
sitja, þegar þörf er á því.
Jean beið í forsalnum eftir Hubert. Þegar hann var kominn með
henni inn í herbergið, þar sem skopmyndir af þrem síðustu kyn-
slóðum héngu á veggjunum. Hún kom honum fyrir í þægilegasta
stólnum og settist á kné hans. Hún vafði örmunum um háls hans
og kyssti hann innilega; stóð svo upp og kveikti í sígarettu.
— Þetta framsalsmál verður örugglega jafnað, Hubert.
— En ef því verður framfylgt?
— Það kemur ekki til mála. En þótt það nú verði, þá er því
meiri ástæða fyrir okkur til að giftast.
— En elskan mín, það væri ekki rétt gagnvart þér, ég get það
ekki.
— Þú verður. Láttu þér ekki detta í hug að fari ég ekki með þér,
ef þú verður framseldur, gift eða ógift.
Hubert virti hana fyrir sér.
— Þú ert dásamleg, sagði hann, — en . . . .
— Ó, ég veit hvað þú ætlar að segja, — heiður þinn og ættar-
innar, og allt það, og að þú ætlar að gera mig óhamingjusama, vegna
þess að það er mér fyrir beztu. Eg er búin að tala við Hilary frænda
þinn. Hann er reiðubúinn til að gifta okkur; hann er prestur og
hefir reynslu. Sjáðu nú til, við segjum hinum hvernig málin hafa
snúizt, og ef hann er ennþá sama sinnis, þá giftum við okkur. Við
förum til hans á morgun.
■— En....
— En! Við getum örugglega treyst honum og dómgreind hans;
mér finnst hann vera heilbrigður maður.
— Það er hann, frekar öllum öðrum.
— Jæja, þá er það ákveðið. Framhald á bls. 37.
20. tbi. VTKAN 15