Vikan


Vikan - 14.05.1969, Page 24

Vikan - 14.05.1969, Page 24
I Teygið á kviðvöðvunum; hallið yð- ur afturábak, lyftið öðrum fæti upp og látið tána nema við borðplöt- una neðanverða. Haldið þessari stellingu í þrjár sekúndur og hvíl- ið svo. Skiptið um fót og endur- ta.kið æfinguna sex sinnum. V : , ! Þessi æfing er góð fyrir reisnina. Takið báðum höndum neðarlega á hálsinn og haldið hökunni hátt. Þrýstið olnbogunum aftur á bak, eins og þeir ættu að mætast. Þér finnið til bæði í hálsi og öxlum. Sex sek- úndur, hvíla og endurtaka þrisvar. Fallegri brjóst og arma fáið þér með þessum æfingum. Glennið út fingurna, þrýstið fingurgómunum fast saman og teygið olnbogana vel út. Kreppið hnefa annarrar handar og þrýstið honum fast í lófa hinnar, slakið á með því að láta olnbogana síga; skiptið um hönd, endurtakið æfingarnar þrisvar sinnum. Þessi æfing er grennandi fyrir mjaðmirnar. Standið fyrir framan vegg eða hurð, setjið annan fótinn upp að veggnum en hinn nokkru aftar, látið þyngdina hvíla á aftari fætin- um. Haldið höndunum í brjóst- hæð og þrýstið þeim að veggn- um. Sex sekúndur, hvíla svo og endurtaka þrisvar. Skiptið um fót og gerið sömu æfinguna með hinum fætinum. Fyrirbyggið „skrifstofusitj- anda“ á einfaldan hátt. Standið með fætur saman og grípið um stólbakið fyrir aftan bak. Lyftið upp á tá og ýtið stólnum frá um leið og þér teygið úr líkaman- um að framan og spennið bakhlutann fram eins og hægt er. Haldið þessari stellingu í 6 sekúndur, hvíl- ið og endurtakið þetta þrisvar sinnum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.