Vikan - 14.05.1969, Page 29
kvöldfréttir. Hún tók varla eftir-
einu orði.
En allt í einu var eins og hún.
hefði verið slegin.
Það kostaði hana mikla.
áreynslu að sýnast róleg.
— Mikilvæg tilkynning frá
sakamálalögreglunni, hljómaði
frá tækinu, — vegna morðs er
ýtarlega leitað að Jurgen Sie-
bert. Siebert er þrjátíu ára, dökk-
hærður, síðast, þegar hann sást
var hann klæddur ijósbrúnum
frakka, hann ekur í rauðum
sportbíl með númeri M-F2-895,
sennilega er hann í fylgd hinn-
ar tuttugu og þriggja ára gömlu
Gabrielu Westphal....
— Takk fyrir, sagði Gaby á
þessari stundu og gekk þráðbein
út um bakdyrnar, án þess að
horfa til baka.
Enginn fylgdi henni eftir.
En þetta var líka nóg. Skelf-
ingin gagntók hana. Hún sá
fangelsið allt í einu fyrir sér. í
ekki aðeins eitt ár, ekki aðeins
nokkur ár .. . . heldur ævilangt.
Á þessu andartaki var engin
ást lengm’ til. Nú hugsaði hún
aðeins um sjálfa sig. Og hún
ákvað að gera allt til þess að
komast undan.
Nei. hugsaði hún, ég stíg ekki
aftur inn í bíhnn, sem þúsundir
lögreglumanna leita, ég mun leit-
ast við að komast ein í burtu.
Til andskotans með Jurgen!
Bak við bensínstöðina fann
hún þröngan stíg, sem hún komst
óséð inn á.
Með hverri mínútu, sem leið,
varð Júrgen taugaóstyrkari.
Hvað tafði hana svona?
Ofsareiður steig hann út úr
bílnum, skellti hurðinni aftur og
þaut inn í veitingasalinn.
Á miðju veitingahúsgólfinu
nam hann staðar og horfði athug-
ull kring um sig. Maður í ljós-
brúnum ullarfrakka, dökkhærð-
ur og um það bil þrjátíu ára ...
Fyrir aftan hann horfði einn
mannanna út um gluggann út á
götuna. Hann kom auga á rauða
sportbílinn og steig með fætin-
um á tær sessunautar síns.
— Eruð þér að leita að ein-
hverjum? spurði afgreiðslumað-
urinn.
— Já, sagði Júrgen, — kunn-
ingjastúlka mín ætlaði að fá sér
smávegis að borða hér.
Andlit veitingamannsins lét
ekkert í ljós þegar hann svaraði
með axlayppingu: — Einhver
stúlka var hérna, hún gekk rétt
í þessu út um dyrnar þarna.
Júrgen ætlaði að snúa sér við
að hinum dyrunum. En svo langt
komst hann ekki. Sterkar hend-
ur gripu í hann, reirðu hendur
hans aftur fyrir bak og ýttu
honum upp að vegg. Einn spark-
aði í hann, annar sló hann með
hnefanum í andlitið.
— Þarna náðum við þér, skít-
hællinn þinn.
Júrgen heyrði veitingamann-
inn tala æstan við lögregluna.
— Já, rétt. Júrgen Siebert. Við
höfum handtekið hann. Ekki
sleppa honum, nei því getið þér
treyst, herra næturvörður.
Aftur fékk hann hnefa í and-
litið. — Þú heitir Siebert, ekki
satt?
— Jú, sagði hann.
— Látið hann nú í friði, sagði
veitingamaðurinn, — lögreglan
kemur eins og skot.
Maðurinn, sem tvisvar hafði
slegið hann, gekk alveg upp að
honum: — Brúðan þín heyrði
fréttirnar í útvarpinu, tilkynn-
ingu frá lögreglunni, þá kom
hún sér hljóðlaust út úr saurn-
um ....
Ást, hugsaði Júrgen, þetta
hafði hann haldið að væri ást...
Heili hans var tómur, þurr-
ausinn. Hann var kominn á helj-
arþröm. Hann lagði ekki neinar
spurningar fyrir sjálfan sig
framar. Hann gat ekki einu sinni
hatað Gaby. Allt, sem hann fann
fyrir, var viðbjóður á sjálfum
sér.
Honum fannst það nærri því
léttir þegar lögreglumennirnir
komu og fóru með hann.
Gaby fannst, sem þetta mundi
takast. Hún sat nú í flutninga-
bíl, ein hjá bílstjóranum.
Það var ekki í hugsunarleysi
sem hún hafði farið úr kápunni
og hent henni aftur fyrir sig.
Pilsið hennar var stutt, og þeg-
ar hún hafði krosslagt fæturna,
gat maðurinn haft sína ánægju
af að horfa á þá. Augu hans
hvörfluðu líka nógu oft yfir til
hennar.
Hún var af því taginu, sem
maður rakst ekki á á hverjum
degi. Þegar hún kom hlaupandi
út úr skugga trés nokkurs í
Garmisch og gaf með þumal-
fingrinum til kynna að hún vildi
fá far — þá hafði þessi vöru-
flutningabíll stöðvazt með ein-
um rykk.
— Hvert þá, ungfrú, hrópaði
bílstjórinn út um gluggann.
— Hvert farið þér?
— Til Bozen.
— Get ég fengið far þangað?
— Með mestu ánægju.
Já, þannig hafði þetta verið.
Og nú var hún búin að segja
honum að hún hefði ekkert vega-
bréf og hann yrði að smygla
henni yfir landamærin í far-
angursrýminu.
— Það er þó nokkur áhætta
fyrir mig, ungfrú, sagði hann.
Gaby greip um handlegg hans.
— Og ef ég bið yður nú mjög
vel?
Þunglamaleg hönd hans þreif-
aði eftir henni. — Nú, jæja,
kannski. Segið mér nú eins og
er, er lögreglan á eftir yður?
— Já, viðurkenndi hún.
— Hvers vegna?
— Ég hljóp frá manni, iaug
hún ákveðin, — og til þess að
hefna sín, hefur hann kennt mér
um þjófnað.
Gaby gat ekki séð, hvort hann
trúði henni. í rauninni féll henni
ekki allskostar við hann. Lág-
vaxinn, kraftalegur maður, tæp-
lega fimmtugur. Hann hafði stutt
enni og glotti stöðugt.
En hvort hann féll henni vel
eða ekki, það skipti nú engu
máli. Það, sem máli skipti, var
að halda honum í góðu skapi.
Til þess varð hún að beita öll-
um ráðum. Þangað til hún væri
komin til Bozen. Hvað þá mundi
taka við, um það gat hún ekki
hugsað núna. Fyrst varð hún að
komast burt frá Þýzkalandi.
Gaby dró hring af fingri sér.
— Takið við honum, sagði hún,
— hann stendur fyrir sínu.
— Gefið mér hann, svaraði
karlinn, — þegar okkur hefur
tekizt að komast yfir landamær-
in.
Glott hans fór í taugarnar á
henni. Og það var heitt í bíln-
um. Og hann lyktaði af öli, leðri
og tóbaki.
— Gefið mér nú almennilegan
koss, skipaði hann allt í einu.
Hann var með ljótar, gular
tennur. En það hafði enga þýð-
ingu að ætla að leika fína frú.
Hún varð nú að vera eins og
brúða, gefa honum vissa von.
Hún kyssti hann.
Eiginlega hefði þetta átt að
aðvara hana. Maður, sem not-
færði sér aðstæðurnar svona
blygðunarlaust, var honum ekki
til alls trúandi? En hún mátti
prísa sig sæla að hafa rekizt á
einn af hans tegund. Annar hefði
e.t.v. farið með hana beint í
hendur lögreglunnar. Þetta var
ekki rétta andartakið til þess að
vera með einhver látalæti....
Gaby brosti til hans, lét, sem
henni geðjaðist að honum. Og
þó svo hann vilji ennþá tíu kossa,
mín vegna má hann það, ég get
skolað á mér munninn á eftir.
Hrædd?
Já, hræðslan kom þegar hann
beygði allt í einu út af veginum
og ók inn á eyðilegt svæði. Þá
voru andlitsdrættir hans eitt-
hvað svo furðulegir og henni
virtust hendur hans eins og
hrammar á dýri.
— Hvað á þetta að þýða?
spurði hún.
— Nú, ég verða þó að fela yð-
ur aftur í. Ekki get ég stanzað
til þess á þjóðveginum. Ég verð
að skoppa nokkrum tunnum til,
þér verðið að vera eins innar-
lega og unnt er.
Þetta hljómaði mjög rökrétt.
Hún stóð við hlið hans þegar
hann opnaði ólar strigayfir-
breiðslunnar. Hann klifraði á
undan og dró hana síðan upp.
Striginn féll aftur niður eins og
hengi og það varð koldimmt í
vörugeymslunni.
Hann dró andann með hryglu,
þreifaði eftir henni, reif kjólinn
nærri því utan af henni, gefinn
fyrirheit hennar höfðu borið ár-
angur, leikur hennar var úti.
Gaby hrinti honum frá sér, sló
hann í andlitið og fór að hrópa.
—- Hjálp, hrópaði hún.
Andardráttur hans var mjög
nálægur, heitur og hryglukennd-
ur. Og hendur hans, hendur
hans....
Hróp hennar hættu. Allt hætti.
Einnig líf hennar. Þegar hann
sleppti henni var hún dauð.
Flutningabíllinn kom hálfri
klukkustundu of seint til landa-
mæranna. Lík hennar fannst
aldrei.
Um nóttina var Janine flutt á
sérsjúkrahús við Staffelsee. Hún
var með fullri meðvitund, en
ástand hennar var óbreitt.
Amerískur herlæknir, sem
var um borð í þyrlunni, sagði
það sem Dr. Stephan Haller hafði
einfaldlega ekki viljað hugsa.
— Skaddaður hryggur, löm-
un þvert á hann, það álítið þér
þó líka, herra læknir, ekki satt?
Stephan Haller sat við hlið
hennar meðan á fluginu stóð,
virti hana fyrir sér og beið eftir
merki, sem gefið gæti einhverja
von. Nei, hugsaði hann, þessi
sjúkdómsgreining má ekki vera
rétt. Það verður að gerast
kraftaverk. Janine má ekki verða
algjörlega örkumla, hún verður
að geta talað aftur, staðið upp,
gengið .... orðið mannvera ...
Hann reyndi að bægja frá
sér þekkingu sína, setningarn-
ar úr kennslubókinni, sem
þrengdu sér inn í huga hans: Hafi
lömun, sem beinist þvert á
hrygginn orsakazt af valdbeit-
Framhald á bls. 49.
- SAKAMÁLAIÖGREGLAN í BERLÍN HEFUR HANDTEKIÐ OFBELDIS-
EVIANN OG ÞAR AF LEIÐANDI AF TILVILJUN KOMIZT AÐ ÞVÍ AD ÖNN-
UR KGNA VAR JÖRÐUÐ í STAÐ JANINE SIEBERT.
20. tbi. VIKAN 29