Vikan - 14.05.1969, Page 32
Coco Chane!
Framhald af bls. 21.
sér leiðast, mundi hún eftir
brúðunum, sem hún hafði leikið
sér að í bernsku. Hún tók að
klippa sundur efni og gera alls
konar tilraunir i sambandi við
kjóla og fatnað. Hún kunni ekki
að sauma, en samt tókst henni að
setja saman kjól handa vinkonu
sinni, sem vildi vera í einhverju
„nýju og frumlegú* í helgarferð
til Deauvilie. Gabriella fékk
saumakonu til að sauma kjólinn
eftir sínum teikningum og fyrir-
mælum.
Þegar vinkonan kom aftur eft-
ir þriggja daga ferð, varð Gabri-
ellu hverft við, þegar hún sá, að
kjóllinn hafði gersamlega breytt
um lit í sólinni. Efnið hafði sem
sagt ekki þolað sólina. Það var
heimskulegt af mér að útbúa
kjól úr þessu efni, hugsaði hún
með sér.
En þar skjátlaðist henni. Vin-
kona hennar var í sjöunda himni
yfir kjólnum.
— Ég var eina konan í Deau-
ville, sem var í kjól úr svona
efni og með svona óvenjulegu
sniði. Það horfðu allir á mig og
dáðust að kjólnum mínum.
Hún grátbað vinkonu sína um
að útbúa fleiri kjóla handa henni.
Gabriella spurði Arthur, hvað
honum fyndist um þetta nýja
tómstundastarf hennar.
— Að vísu er þetta ekki starf
fyrir konur að mínu áliti, sagði
hann. — En ef þig langar ákaft
til að gera þetta, þá skal ég
hjálpa þér, Coco mín.
Hann kallaði hana alltaf Coco
eftir hesti á Longchamps. Þetta
gælunafn varð síðar hið fræga
vörumerki hennar.
í Rue de Cambon í París var
ofurlítil verzlun með skilti, sem
á stóð „Pour Louer“. Þessi verzl-
Gölfteppi ifir allt ðólíil
efla siHi ibdpí?_______________________________________
Teppadreglar frá enskum og íslenzkum verksmiðjum - breidd-
in er 365 cm svo engin samskeyti myndast á miðju gólfi.
Góðir greiðsluskilmálar.
Mikið úrval af Ryateppum, Axminster og Wiltonteppum.
Laugavegi 31 - Sími 11822 |
un varð verkstæði Coco Chanel
og var það í mörg ár. Arthur
keypti þessa litlu búð handa
henni 1912. Hún réði til sín tvær
ungar stúlkur, sem sögðust kunna
að sauma. Á þessum tíma ein-
kenndist tízkan í París af skrauti
og íburði. Paul Poiret var hinn
mikli tízkukóngur þessa tíma. Þá
voru lífstykkin i algleymingi og
allur klæðnaður kvenna hafður
fyrirferðarmikill og óþægilegur.
Hin óþekkta Coco sendi gjörólík-
an klæðnað á markaðinn. Kjól-
ar hennar voru einfaldir en stimt
glæsiiegir og vöktu þegar mikla
athygli. Fyrr en varði var fullt
út úr dyrum á hverjum degi í
litlu búðinni í Rue de Cambon.
Fyrri heimsstyrjöldin gjör-
breytti heimsmyndinni, og þegar
henni var lokið sökk skip tízku-
kóngsins Paul Poirets. Coco
stofnaði nýtt fyrirtæki í Deau-
ville og vann að því öllum árum
að breyta tízkunni sem mest. Hún
framleiddi stutta kjóia, sem
sýndu fótleggi kvenna alveg upp
að hnjám, en það þótti mikil
bylting á þeim tíma. Og hún tók
að sauma kjóla úr efnum, sem
áður höfðu ekki þekkzt og voru
miklu léttari, litríkari og með-
færilegri á allan hátt.
Vetrardag nokkurn, þegar
svalur vindur blés um Long-
champs, fékk Coco lánaða peysu
hjá hestastráknum. Það leið ekki
á löngu, þar til hver einasta kona
í París vildi ganga í peysu. Coco
hafði mikið yndi af hestum, eins
og áður hefur verið sagt. Hún
veitti því snemma eftirtekt
hversu erfitt var fyrir konur að
stunda hestamennsku í pilsum.
Allt í einu fékk hún nýja hug-
mynd. Hvers vegna máttu kon-
ur ekki ganga í buxum? í fyrsta
skipti í veraldarsögunni naut
konan þeirra réttinda, sem höfðu
verið séreign karla í aldaraðir:
að ganga í buxum.
Það var Coco sem stóð fyrir
hverri einustu breytingu sem
varð á sviði tízkunnar. Milljón-
ir kvenna um allan heim fylgd-
ust með hverri hreyfingu hennar
með aðstoð blaðanna. Dag nokk-
urn brenndi hún sitt síða og fall-
ega hár fyrir hreina slysni, og
neyddist til að klippa það. Fyrr
en varði voru næstum alla konur
í París orðnar stuttklipptar!
Coco hafði sem sagt fulla
ástæðu til að vera ánægð og
hamingjusöm. Henni hafði tekizt
að leggja hinn fræga tízkukóng
Poiret að velli. Hún hafði skap-
að nýja tízku og græddi á tá og
fingri.
En þá tóku örlögin í taumana
og sviptu hana allri ánægju af
velgengni sinni. Dag nokkurn
barst henni sú fregn, að elskhugi
hennar, Arthur Capel, hefði lát-
izt í bílslysi.
Tízkuprinsessan, sem allt
Frakkland dáðist að, hafði misst
prinsinn sinn og var aftur orðin
ein og yfirgefin.
Til þess að reyna að gleyma
sorg sinni og örvæntingu gerðist
hún framtakssamari en nokkru
sinni fyrr. Einnig tók hún að,
stunda skemmtanalífið miklu
meir en áður. Hún varð miðdep-
illinn í hópi listamanna Parísar.
Listamenn eins og Salvador Dali,
Picasso og Cocteau voru daglegir
gestir hjá henni, og ef þeir voru
í fjárþröng, sem oft bar við,
skrifaði hún ávísun fyrir þá á
stundinni.
— Coco hefur gert meira fyrir
okkur en nokkur annar, sagði
Picasso nýlega. — Við hefðum
líklega allir soltið í hel, ef við
hefðum ekki notið aðstoðar
hennar.
Hún varð stöðugt áræðnari á
viðskiptasviðinu og ákvað meðal
annars um þessar mundir að setja
nýja ilmvatnstegund á markað-
inn. Ilmvatnssérfræðingur í
Grasse við Cannes bauð henni
að velja úr tíu nýjustu uppfinn-
ingunum, sem hann hafði gert.
Coco valdi fimmtu flöskuna, sem
hann rétti henni.
— Ég vel alltaf það, sem stend-
ur í einhverju sambandi við
fimm, sagði hún. — Það er
happatalan mín.
Hún kallaði nýja ilmvatnið
Chanel Nr. 5 og það leið ekki á
löngu, þar til það varð mest
selda ilmvatn í víðri veröld. Nú
er það selt í 140 löndum. Og
enda þótt hún eigi það ekki leng-
ur, því að hún seldi réttinn á
því 1924, þá á hún enn hlut-
deild í því. f hvert skipti sem
kona strýkur dropa af því á bak
við eyrun, fjölgar peningunum í
pyngju Coco.
Hún saumar kjóla fyrir marg-
ar af frægustu konum í Evrópu.
Hertogaynjan af Windson, her-
togaynjan af York, Barbara
Hutton og Marina prinsessa láta
sauma alla kjóla sína hjá Coco
Chanel í París. Og hverja ein-
ustu stúlku í heiminum dreymir
um að eignast föt, sem framleidd
eru hjá henni.
Það má með sanni segja, að
Coco Chanel hafi skapað útlit
nútímakonunnar. Hún losaði
hana við lífstykki, skraut, strúts-
hatta og annan klæðnað, sem
óþægilegt og þvingandi- var að
vera í. Það er henni að þakka, að
konur geta nú klæðzt einföldum
fötum en smekklegum, léttum og
þægilegum. Og það er einnig
henni að þakka, að múrinn milli
ríkra kvenna og fátækra hefur
verið rifinn niður. Nú verður sem
betur fer ekki lengur séð á
klæðnaði konu, hvort hún er rík
eða ekki.
Þrátt fyrir allt þetta er Coco
sjálf einmana og óhamingjusöm.
Örlögin veittu henni þó enn
eitt tækifæri til að höndla ham-
Framhald á bls. 36.
32 VIKAN 20- tbL