Vikan


Vikan - 14.05.1969, Síða 40

Vikan - 14.05.1969, Síða 40
/——-------------------- Harltitöark arfir INNI ÚTI BfLSKÚRS SVALA HURÐIR JJllHÍ- HltíkutÍÍt H □. VILHJÁLMBSDN RÁNARBDTU 12 SIMI 19669 Þegar þau voru farin, sneri Hilary sér að Dinny. — Ég er mjög snortin yfir því trausti sem þið sýnið mér. Þetta var rösklega af sér vikið, þið komuð hingað fyrir tíu mínútum, ég minnist þess ekki að hafa blandað mér í örlög tveggja á svo skömmum tíma. Er ekki allt í lagi með Tasburgh fjölskylduna? Jú, en þau eru nokkuð fljóthuga, það er allt og sumt. — Mér líkar vel við fljóthuga fólk. En heyrðu, er ekki bróðir líka í fjölskyldunni, sjómaður? Dinny deplaði augunum. — Og hefir hann lagt út færi? —- Nokkrum sinnum. — Og? — Ég er ekki svo fljót til, frændi. Hilary leit blíðlega á þessa uppáhaldsfrænku sína. — Þú ert in- dæl. En nú verðurðu að afsaka mig, ég þarf að hitta mann, sem er í nokkrum vandræðum. Vertu blessuð vina mín, við sjáumst þá við aftökuna á morgun. Og hann fylgdi henni fram í anddyrið. Dinny gekk í áttina að Oakley Street. — Dinny! Hún sneri sér snögglega við og sá þá Alan Tasburgh fyrir aftan sig, brosandi út að eyrum. — Ég fór í Oakley Street til að spyrja um ykkur Jean, og mér var sagt að þið væruð hjá Mont. Ég var á leið þangað, og hér er ég, þvílík heppni! — Ég hefi verið að brjóta heilann um hvort ég sé virkilega trú- uð, sagði Dinny. — En skrítið, ég var að hugsa um það sama. — Áttu við hvort þú sért sjálfur trúaður, eða hvort ég er það? — Ef ég á að segja sannleikann, þykir mér notalegast að hugsa um okkur sem eitt. — Jæja, er þetta eina trúað? —- Þegar í nauðir rekur. — Hefurðu heyrt fréttirnar frá Oakley Street? — Nei. — Ferse höfuðsmaður er kominn heim. — Heilaga þrenning! — Það eru allir eyðilagðir. Sástu Díönu? — Nei, aðeins stúlkima. Er þessi vesalingur ennþá ruglaður? — Ég veit það ekki; en þetta er hræðilegt fyrir Diönu. — Hún ætti að fara að heiman. — - Ég ætla að vera hjá henni, sagði Dinny, — ef hún vill. — Það lýzt mér ekki á. — Ég geri það nú samt. - Hversvegna? Þú ert ekkert tengd henni. — Ég er þreytt á þessu aðgerðarleysi. Alan starði á hana. — Hvað áttu við? Þú skilur ekki hvernig það er að vera ekki til gagns. Mig langar til að hafa eitthvert starf. — Gifstu mér. — Heyrðu Alan, þú ert ekki beint hugmyndaríkur. — Það er gott að hafa eina góða hugmynd. Dinny gekk áfram. — Ég er að fara til Oakley Street núna. Þau gengu þegjandi áfram, svo sagði Alan alvarlega: —- Hvað er að þér, vinkona? — Það er mitt eigið eðli. Það er eins og ég sjá ekki fram úr vandræðunum, sem ég steypi mér í. -— Ég gæti hjálpað þér, sagði Alan. — Mér er alvara, Alan. - Það er gott. Þú giftist mér aldrei nema þér sé alvara. — Ég býst ekki við að þú skiljir að mér finnst það tilgangslítið líf, að vera aðeins einkadóttir í sveit. — Ég þori ekki að segja það sem mér datt í hug. — Gerðu það. — Það er auðveldlega hægt að ráða bót á því. Þú skalt verða móðir í borginni. —- Á þessu stigi voru þær vanar að roðna í gamla daga, and- varpaði Dinny. —■ Jæja Dinny, ég skal ekki vera að hrella þig. Þau gengu þegjandi áfram, þar til þau komu að horninu á Oak- ley Street. ■—■ Farðu ekki lengra, Alan. — Ég kem við hjá Mont hjónunum í kvöld, til að fá fréttir af þér. Og ef þú vilt að ég geri eitthvað fyrir þig, ég meina, viðvíkjandi Ferse, þá láttu mig vita. Þú getur hringt í klúbbinn minn. Hann skrifaði símanúmer á blað og rétti henni. — Verður þú ekki við þegar Jean giftir sig? — Hvort ég verð, ég leiði hana að altarinu. Ég vildi óska.... — Bless, sagði Dinny .... Framhald í næsta blaði. Meira en minningin ein Framhald af bls. 13. — Hvert er Nita að fara? spurði Ruth. Frank sagði: — Út í sveit. — Hversvegna 'fara þau út í sveit? — Ja, sagði Frank, — sumir fara bara út í sveit, sumir út að vatninu og ennþá aðrir út í skógana. En ég býst við að allir geri þetta af sömu ástæðu. Hann sagði þetta, og það munaði minnstu að hann veifaði til hennar. Augnaráð hans kom henni til að líta niður. Hún vissi hvað, Frank var að hugsa. Vatn- ið var staðurinn þeirra. Hún var nítján ára sumarið sem hún kynntist Frank. Það sumar fóru þau út að vatninu á kvöldin og um helgar, höfðu með sér gosdrykki og samlokur; þau tóku líka bækurnar sínar með, Frank las, þau fóru í göngu- ferðir eða syntu í vatninu. Og á þessu sumri þroskuðust þau mik- ið. Það komu stundir, sem henni fannst samvera þeirra hafa ver- ið sársaukafull, næstum óbæri- leg, en um leið svo óendanlega ljúf; þetta hafði verið ástríðu- fullt sumar, og Stella þurfti á öllum styrk sínum að halda, til að gera það upp við sig hvort hún hafði valið rétt, og hvort hún elskaði hann ekki alltof mikið. Þeim var báðum ljóst að þau þurftu að taka mikilvæga ákvörðun.... Stella mundi eftir deginum, þau höfðu verið að synda og ætluðu að leggjast í grasið. Frank hafði lagt handklæði um axlir hennar, þegar þau komu upp úr vatninu, og hann hélt hand- leggnum kyrrum á öxl hennar, og það var handtak hans, sem gerði hana svo vissa um að eng- inn annar en Frank gæti gert hana hamingjusama. Við þessa snertingu handar hans, fann hún styrkinn sem streymdi frá hon- um. Hún fann breytingu með sjálfri sér, fann að nú var hún ekki í nokkrum vafa lengur. Hún var viss um að hún elskaði Frank og þegar hann legði fyrir hana hina mikilvægu spurningu, var hún líka viss um að svarið yrði já. Nú stóð Stella við vaskinn og hugsaði um þennan dag. Þau Frank giftu sig um veturinn, og hún var alsæl. En samt hafði hún óskað að hann hefði tek- ið þátt í áhyggjum hennar um nóttina, hann átti ekki að gera hana meyrari, þegar hún stóð í þessum vanda. Hann hafði sagt í sérstökum tilgangi: — Sumir fara út í sveit, aðrir að vatninu. Hún vissi nákvæmlega hvað hann hafði í huga viðvíkjandi Anitu. Anita var litla systir hennar, og þótt hún væri nítján ára, á sama aldri og hún sjálf, þegar hún kynntist Frank, fannst henni hún hafa ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart henni. Það þurfti að hafa gát á Anitu. Það var ein- mitt vegna þess að hún sjálf hafði verið aðeins nítján ára, þegar hún hitti Frank og varð að taka ákvörðun þá, að henni fannst hún þurfa að hafa hönd í bagga með Anitu. Mike var ef- laust ágætispiltur, en það gat verið að Anita væri ekki viss. Með því að minna hana á dag- inn við vatnið, vildi Frank gera 40 VIKAN 20- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.