Vikan - 14.05.1969, Síða 43
r
V
PIRA-SYSTEM
HIN FRÁBÆRA NÝJA
HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN
HAGKVÆM OG ÖDÝR
Það er ekki margt, sem hefur lækkað
í verði að undanförnu. Það liafa PIRA
hillusamstæðurnar gert sökum hagræð-
ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn-
ið til livers þcr þurfið hillur og PIRA
er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ
er á, hillur og borð í barnaherbergi, í
vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið.
Sjáið myndina; hér þar er skipt á milli
borðstofu og stofu með PIRA-vegg.
Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA
hillusamstæður geta staðið upp við vegg,
eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf-
ur eða naglar til að skemma veggina.
Notið veggrýmið og aukið notagildi
íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar
eru lausn nútímans.
HÚS OG SKIP hf.
Ármúla 5 — Sími 84415 — 84416
henni ljóst að Anita yrði sjálf
að ráða sínum gjörðum. Stella
vissi það.
En Anita var litla systir henn-
ar.
Hún fór inn í dagstofuna, þar
var Frank að lesa blöðin.
— Anita er litla systir mín,
sagði hún blátt áfram.
Frank lagði blaðið frá sér. —
En litla systir þín er fullorðin
kona.
— En þetta með að fara ein
út í sveit. Þú heldur þó ekki ...
— Ég held að þau komi mjög
seint heim, Stella. Það er allt og
sumt. Láttu hana hafa lykil að-
húsinu, það veitlr henni meira
sjálfstæði.
— Það getur verið. En þú
hefðir ekki þurft að minnast á
vatnið.
— Þú hefir þá skilið mig, er
það ekki elskan? Hann stóð upp,
tók hana í faðm sinn, greip um
öxl hennar, á þennan sérstaka
hátt, alveg eins og hann hafði
gert tíu árum áður, við vatnið.
Það vakti alltaf með Stellu sömu
öryggistilfinninguna og hún
hafði fundið daginn sæla. Frank
vissi það líka.
Stella ýtti honum frá sér. —
En ég vil ekki að Anita geri
eitthvað sem hún þarf að iðrast
eftir.
— Hefir þú þurft þess?
— Það er ekki það sem ég á
við, og þú veizt það. Hún færði
sig frá honum.
— Ég man daginn sem Anita
fæddist. Ég var níu ára og ég
var yfir mig hrifin, og hafði of-
urást á henni. Hún var aðeins
tiu ára þegar við giftumst, og
eftir það sá ég hana sjaldan,
þangað til nú.
Hún átti erfitt með að skilja
að Anita var fullorðin, og stund-
um var það líka erfitt að skilja
að faðir þeirra var látinn. En
þetta var samt staðreynd sem
hún átti erfitt með að skilja,
vegna þess að hún hafði verið
svo lengi fjarvistum frá þeim.
— Jæja, ég verð að horfast í
augu við það að Anita sé full-
vaxin kona.
— Já, sagði Frank, — og hún
verður að ráða málum sínum
sjálf.
— Það er svo bezt að hún velji
rétt.
— Nei, aðeins að hún ráði
sjálf. Hann horfði á hana. — Þú
varst aðeins nítján ára, þegar þú
valdir.
— Við höfum líklega verið
mjög heppin, að við skulum vera
svona hamingjusöm; Anita er
svo áhyggjulaus og fjörug, svo
elskuleg og saklaus. Mikið frek-
ar en ég held að ég hafi verið.
Áður en þau gátu sagt nokkuð
fleira, komu börnin hlaupandi
inn, með sín vandamál. Svo
hringdi síminn og störfin tóku
við, hvert af öðru, svo Stella
leiddi ekki hugann að Anitu fyrr
en síðdegis.
Stella sat við sauma, þegar
litli bíllinn hans Mike rann að
dyrunum. Stella leit út um glugg-
ann, undrandi yfir því að þau
voru komin svona snemma. Anita
stökk út úr bílnum og þaut upp
gangstíginn. Mike tók bílinn aft-
ur af stað, með drunum. Hún
rakst á Frank, þegar hún kom
inn, en hún lét sig engu skipta
og þaut upp á loft. Frank fór
inn í stofuna til Stellu.
— Þau hafa rifizt, Frank, sagði
Stella. — Kannski ætti ég að
fara upp til hennar og vita hvað
er að.
— Þú lætur það vera, sagði
Frank. — Það eru þau sem eru
ekki á sama máli. Ekki þú, —
þau ....
— Ég fer nú samt. Stella lagði
frá sér saumana. Hún hlustaði
við dyr Anitu, áður en hún barði.
Það heyrðist ekkert hljóð, en
Stella bjóst við að heyra grát-
hljóð.
— Hvað er það, sagði Anita, og
rödd hennar var hrjúf, en ekki
grátklökk.
— Má ég koma inn? Þetta er
Stella.
— Já, Stella. Anita sat í stól
rvið gluggann. Andlitið var
hörkulegt, en augun þurr og
hakan ákveðin. Hún var ekki að
gráta og alls ekki þessleg að fara
að gráta.
— Ég var svo hrædd um að
eitthvað hræðilegt hefði skeð,
sagði Stella, -— þegar þið komuð
svona snemma heim.
— Það skeði líka nokkuð
hræðilegt. Ég eyðilagði daginn
fyrir honum, það er allt og sumt.
Ég gerði sjálfa mig að hræðilegu
fífli. Ég fór að rifast við Mike
út af auðvirðilegum smámunum.
— Ja, ef það eru smámunir,
þá ætti að vera hægt að kippa
því í lag.
— Nei, ég get ekki fengið mig
til að viðurkenna að það séu
smámunir. Nú er allt ómögulegt,
búið....
— Hvað var þetta, í herrans
nafni?
— Ja, ég held ég elski Mike,
og hann veit það, en hann segir
að við getum ekki gift okkur
strax, við séum ekki reiðubúin.
Hefurðu heyrt aðra eins þvælu?
Stella var agndofa. Litla syst-
ir hennar í stríði við Mike, vegna
þess að liann var of varkár. —
Ég verð að segja ag mér finnst
tímarnir hafi breytzt.
Ég býst við því. En þú hef-
ir líklega aldrei þurft að horf-
ast í augu við svona vandræði.
— Tímarnir hafa ekki breytzt
svo mjög, Anita.
— Ó, Stella, ég vildi óska að
ég væri miðaldra og ráðsett eins
og þú, og komin yfir alla þessa
angist vegna ástarinnar.
Stella tók andköf. — Miðaldra?
Ég er nú varla komin á efri ár,
Anita. Ég er tuttugu og átta ára
og Frank er þrjátíu og eins. Við
erum ekki beinlínis á grafar-
bakkanum.
— En þið Frank eruð komin
yfir alla þessa kvöl. Þið eruð
hamingjusöm í hjónabandi, þú
veizt hvað ég á við. Miklar freist-
ingar, miklir möguleikar....
— Já, það segir Bernhard
Shaw. Þú heldur að við séum
komin yfir allt slíkt.
— Eruð þið það ekki. Og þá,
þegar öllu er lokið, höndin bœr-
ist ekki.... Þetta er úr ljóði
Stella.
— Já, sagði Stella, — ég veit
það. Blóðið storknað. Við heyr-
um aðeins töluð orð, Trompetar
ómuðu áður, en nú er hold að-
eins hold, áður var það eldur.
Hún varð meyr, þegar henni kom
ljóðið í hug. En hún varð að
segja það sem hún ætlaði sér við
Anitu. — í hamingjunnar bæn-
um, Anita. Það heyrir til nítján
ára aldrinum að lesa ljóð eftir
Rupert Brooke. Ég man ekki
ljóðið, en ég get fullvissað þig
um að hann orti þetta ekki um
okkur Frank. Þetta ljóð á ekki
við okkur. Hún brosti og hristi
höfuðið. — Komdu nú, ef þú
hefir átt í erjum við Mike, þá
gerðu það gott aftur, það er ef
þér sjálfri finnst það þýðingar-
mikið.
— Það er einmitt það, Stella,
ég er ekki viss um hvort það er
þýðingarmikið eða ekki.
— Þú kemst fljótlega að því,
sagði Stella, og flýtti sér út.
Hvaða hugmyndir hafði Anita
um hana? Miðaldra og búin að
vera? Sumarið sem þau Frank
hittust, var sama sumarið sem
hún fékk ofurást á ljóðum eftir
Rupert Brooke. Hún las þau upp-
hátt fyrir Frank, og hann sagði
að Brooke lýsti dögum þeirra við
vatnið nákvæmlega .... Hún var
búin að gleyma ljóðinu.
Þegar hún kom inn í dagstof-
una fór hún að leita að ljóða-
bókinni. Það var eintak sem
Frank hafði gefið henni og hann
hafði skrifað brot úr einu ljóðinu
á titilblaðið, og bætt við: Þetta
segir allt, sem ég hugsa, ef ég
gæti sett það fram á þennan hátt.
Hún mundi ekki ljóðið, en hún
mundi orðin sem Frank hafði
skrifað.
Bókina fann hún hvergi. Hún
20. tbi. VIKAN 43