Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 47
ar 1969“. Kom það þó greinilega
fram á skemmtuninni, að allar
hljómsveitirnar hlutu þennan tit-
il, því að allar fengu þær bikara
og allir voru bikararnir jafn stór-
ir. Að vísu veittu Hljómar sínum
bikar fyrstir viðtöku, og kann
misskilningur blaðamannsins að
vera frá því sprottinn.
Ungum manni frá Bítlafyrir-
tækinu Apple, Tony Branwell,
var boðið að vera viðstaddur
skemmtunina, og lét hann svo
um mælt, að allar hljómsveitirn-
ar, sem fram komu, væru fyrir
ofan meðallag miðað við brezkan
„standard“. Segir þetta nokkuð
um ágæti hinna þriggja hljóm-
sveita ungu kynslóðarinnar 1969.
☆
Framhald af bls. 23.
Bragðið hafði keim af hrafnaklukku, salvíu og myntu, og keimurinn
minnti á vorið. Angelique varð yfir sig hrifin af þessari lind.
1 upphafi ferðarinnar hafði hún reynt að koma Mopuntook i skilning
um, að hún igæti ekki farið langt frá varðstöðinni. En síðar varð hún
að hverfa frá því, vegna þess að þau höfðu ferazt svo langt og í svo
miklum hlykkjum, að hún óttaðist að villast, ef hún viki frá honum.
Nóttin var að falla á, þegar hún nálgaðist varðstöðina aftur á hælum
þessa stóra, rauða manns. Hún var kúg-uppgefin.
Enn einu sinni var áköf leit að Madame de Peyrac að hefjast.
Mopuntook skálmaði um, sérlega ánægður með þennan dag vatns-
könnunar og fagnaði yfir því, hve Angelique hafði sýnt eindregna hæfi-
leika til að þekkja sundur gott vatn og slæmt. Virðulega, en þó kump-
ánlega, lagði hann verndandi handlegg um öxl de Peyracs, sem ekki
var ýkja hrifin af, og lét í ljósi igleði sína.
Hann sagði að hvíta konan væri, náttúrlega, eins og allar aðrar kon-
ur, full þrá, og henni hætti til að láta of mikið í það skina, að karl-
maðurinn vissi ekkert ihvað hann væri að tala um, en hún þekkti gott
lindarvatn og gæti greint milli hinna ýmsu vatnstegunda af bragðinu.
Þetta væri mikill hæfileiki, blessaður hæfilei'ki. Hann, höfðinginn við
Umbagogvatn, ekki langt undan, vonaði að ihvíta fólkið yrði um kyrrt
við Silfurvatnið lengi, og að Appalachianslóðin yrði opnuð á ný, slóðin
sem Indíánarnir fylgu meðan þeir verzluðu, milli miklu árinnar í norðri
og stranda Atlantshafs.
1 ljós kom, að deginum hafði verið vel varið.
Og þegar næsta dag komu nokkrir Metallakkar og töldu heppilegt, að
hvitu mennirnir slægjust í félag með þeim um síðustu stórveiðarnar,
áður en veturinn gengi í garð. Hvítu mennirnir kæmu með byssur sín-
ar, byssupúður og skotfæri, en fengju i staðinn sinn hlut af veiðidýrun-
um, sem næðust.
E'lgsdýrin, sem um sumarið höfðu haldið sig í Kanada, voru nú á leið
í áttina til veðurmildari svæða Maine. Þegar Mopuntook kom aftur
heim frá Wapassou hafði hann veitt mönnum sínum þungar ákúrur
fyrir leti og ómennsku einmitt á þeim tíma, sem meira væri um veiði-
dýr en endranær, og benti þeim á að það væri þeirra eigin værukærð,
sem ætti sök á hallærunum, sem á hverjum vetri hjó drjúgt skarð i
raðir þeirra. Þeim fyndist þeir ævinlega hafa nógar birgðir, en þær
reyndust aldrei duga allan veturinn á enda. Þar að auki hafði Mopun-
took dreymt: Hann dreymdi að andinn mikli segði honum að skipu-
leggja síðustu veiðiferð haustsins og bjóða hvítu mönnunum frá Silfur-
vatni með, þeim sem staðið höfðu uppi í hárinu á herskáum írokunum
og sloppið lifandi með hárið á höíðunum, í krafti tungulipurðar sinnar
og töfra! Það þurfti svo sannarlega nokkuð til að hafa Irokana ofan af
hefndarhyggju sinni! Hvítu mennirnir höfðu goldið manngjöld með því
að kveikja i öllum sínum bingðum. Síðan lét hann fylgja upptalningu á
öllu því fágæti, sem þar ihafði verið fórnað i logunum, upptalningu sem
Metallakkarnir endurtóku eins og ljúfan bænasöng og nutu hvers orð.
Hundrað baggar af loðfeldum, koníak, rauð teppi og svo framvegis.
Þrumumaðurinn átti engan sinn jafningja í hópi hvítra manna. Hann
bjó yfir sérstöku valdi. Betra að vingast við hann. Mopuntook og fóik
hans, ættflokkarnir umhverfis Umbagogvatnið, ætluðu að taka hann
undir sinn verndarvæng.
Nicolas Perrot, Florimond, Cantor og einn Englendinganna fóru með
Indiánunum fjórar eða fimm dagleiðir til vesturs, til mestu veiða árs-
ins, en þeir sem eftir voru einbeittu sér að þvi að ljúka störfunum heima
fyrir.
Þegar veiðiflokkurinn kom aftur frá Umbagogvatni í lok fyrstu viku
nóvember, hófst nýtt annatímabil: Að koma þessum viðbótarbirgðum
matar í hæfilega geymslu. Að þvi loknu álitu þau, að nú hefðu þau
nægilegt til að lifa af veturinn. Með nokkurri heppni, góðu vori og ein-
hverri gildruveiði um veturinn, myndu þau hafa þetta af. Eloi Macollet
kinkaði kolli, bjartari í bragði en hann hafði verið um ihríð.
— Kannski þurfum við ekki að éta hvert annað, þegar allt kemur til
alls.
SDÉSAR9 iTCHCOGKSi
ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT
10 SPENNANDI OG
SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR
Alfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik-
nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt
sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera:
í því er fólgin hroll-
vekjandi spenna með
skoplegu ívafi. — Hit-
chcock fæddist í Lond-
on 13. ágúst 1899. Hann
var við nám í verk-
fræði, þegar honum
bauðst vinna við kvik-
myndir og lagði þá
námið þegar í stað á
hilluna. Hann nam leik-
stjórn á örskömmum
tíma og var fyrr en
varði kominn í hóp
áhrifamestu leikstjóra.
Kvikmyndir og sjón-
varpsþættir Hitchcocks
skipta hundruðum og
mánaðarlega gefur hann
út í geysistóru upplagi
smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í
þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu
sostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig
að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda.
Fæst á næsta sölustað.
HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33
PÖSTHÖLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVÍK
V---------------------------------------/
— Hvað ertu að segja, maður! En sú hugmynd!
•— Það hefur komið fyrir, skal ég segja þér, frú mín góð.
Og hann var ekki að gera að gamni sínu.
Þegar Angeiique heyrði hann segja þetta, varð hún allt í einu gripin
kvíða. 1 huga hennar toguðust á vellíðunin, sem fegurð þessa staðar
veitti henni og eðlilegur geigur við það, sem þau áttu í vændum og hve
illa þau voru undir það búin að mæta því. Þessir karlar, og fáeinar
konur yrðu að hírast saman í svona litlu hreysi með ófullnægjandi mat-
arbirgðir, með engin lyf, búandi í algerri einangrun langt frá manna-
slóðum, og svo voru það börnin, veikbyggðari en fullorðna fólkið. Allt
varð þetta að lifa af veturinn.
39. KAFLI
Joffrey de Peyrac hafði ekkert sagt, þegar hann sá Angelique takast
á hendur það erfiða verk að reykja ketið. Hún hafði á tilfinningunni að
hann fylgdist með henni úr fjarska og var staðráðin i að reynast alls
trausts makleg.
— Lætur hann sér detta í hug að ég sé gagnslaus og að ég muni
standa álengdar fjær með krosslagðar hendur?
Þau þurftu að vinna upp heilt ár. Hafði hann ekki sjálfur sagt það?
Og nú áttu þau varla nema garmana sem þau stóðu i.
Hvilíkt leynilegt fagnaðarefni væri henni ekki að hjálpa honum að
komast af, hjálpa honum að sigra, þegar hún hafði ekkert getað þjónað
honum lengi.
Sú tilhugsun að vinna fyrir hann, hörðum höndum og gera þannig
eins konar yfirbót fyrir ótryggðina áður fyrr, gerði Angelique bjarta í
augurn. Og allt harðréttið varð henni auðvelt.
Suma hluti getur ekkert sannað nema tíminn og þess á meðal er tryggð
í ástum. Hún var ákveðin í að rífa niður þann tortryggnismúr, sem
stundum virtist standa írammi fyrir Joffrey de Peyrac í viðskiptum
hans við hana. Hún ætlaði að sanna honum að hann væri henni allt í
öllu og hún myndi á engan hátt takmarka frelsi hans sem manns, né
20. tbl. VIKAN 47