Vikan - 14.05.1969, Blaðsíða 50
myndunum móti birtunni: — Við
getum ekki fundið neina sködd-
un á hryggnum — þrátt fyrir
fjöldamargar myndatökur. Gjör-
ið svo vel, athugið þessar myndir
hérna.
Haller kinkaði kolli.
— Nú sem stendur er þó ekki
unnt að segja fyrir um úrslitin,
hélt Dr. Endres áfram, — samt
sem áður höllumst við helzt að
blæðingu í mænu á þessu st'.gi
málsins. Mótsvörun í blóði henn-
ar og þvagi benda til þess að ekki
sé um lömun þvert á hrygginn
að ræða ... .
Var honum óhætt að draga
andann léttar? Iiíklega var það
heldur of snemmt. En eilt var
víst í sambandi við hið hræði-
lega ástand Janine gátu niður-
stöður rannsóknarinnar tæpast
verið heppilegri.
Blæðing í mænu var mjög
sjaldgæft fyrirbrigði. Hún gat-
orsakast af falli eða slagi. Hann
vissi, að í slíku tilfelli komu
eftirköstin venjulega strax í ljós.
Sjúklingurinn féll niður, gat
ekki hreyft sig ....
Ofugt við hina ólæknandi al-
gjöru lömun var blæðing í mænu
læknanleg. Ef engir fylgikvill-
ar gerðu vart við sig voru lík-
ur til fulls bata.
— Það mun brátt koma í ljós
hvort við höfum á réttu að.
standa, sagði Dr. Endres, — ef
enginn bati verður á næstu dög-
um, þá ...
f þessu var bankað á hurðina,
svo hann lauk setningunni aldr-
ei.
— Systir, eitthvað nýtt?
— Sjúklingurinn á númer 6
er byrjuð að tala. í hægri hand-
legg virðist hún einnig finna til
sársauka ....
Stephan Haller langaði mest
til þess að faðma systurina að
sér. Og Dr. Endres brosti ánægð-
ur. Batinn var byrjaður ....
— Við skulum líta á sjúkling-
inn.
í stofunni var bjart og vin-
gjarnlegt. Hann stóð við rúm
hennar, hún var ekki lengur eins
náhvít í andliti og hann vissi að
lífsneistinn hafði lifnað við.
— Stephan, sagði hún. Skýrt
og greinilega nefndi hún nafn
hans.
Hann beygði sig niður að and-
liti hennar. — Elskan, þú þarft
ekki að útskýra neitt. Ég veit
allt, sem gerðist
— Hvernig gaztu fundið mig?
Hann bandaði frá sér með
hendinni. — Það skal ég segja
þér allt seinna ....
Hún horfði á hann stórum
augum sínum: — Ég er lömuð,
er það ekki?
— Nei, Janine, sagði hann
ákveðinn og hátíðlega, — þú
verður fullkomlega heilbrigð.
Brátt muntu geta hreyft alla
limi þína aítur. Ég lofa þér því,
heyrirðu það.
Dr. Endres lét'nú frá sér heyra.
— Yður er óhætt að trúa hon-
um. Ég veit, að þér hafið liðið.
hræðilegar þjáningar — og þó
voruð þér ári heppin.
— Heppin, endurtók hún lágt
og hnuggin og horfði um leið á
Stephan. Og það var eins og
skuggi ætlaði aftur að breiðast
yfir andlit hennar. Skuggi
hræðilegra minninga.
Dr. Endres gaf henni sprautu,
eftir andartak var hún sofnuð.
Hún svaf margar klukkustundir
.... burt frá veikindum sínum.
Það var komið vor — dagur
bíflugna og fiðrilda, dagur
þrastasöngs, dagur ilmandi
smára. Heidekirkjugarðurinn í
Berlín var í sumarsólskininu
einna líkastur stórum skemmti-
garði. Garður fullur af blómum
hinna dánu.
Janine og Stephan stóðu
frammi fyrir gröf númer 4716/11.
Þessi gröf var enn ekki gömul
og var í vanhirðu: troðin mold,
uppskrælnaðir gleym-mér-ei-
runnar, milli þeirra nellikuvönd-
ur, brúnn af elli.
Umhyggjulaus friðarstaður
Þarna niðri lá enginn, sem
syrgður var, aðeins fátæk,
óþekkt, myrt stúlka, sem hafði
verið grafin upp aftur og graf-
in enn á ný að viðstöddum lög-
reglumönnum. Og við höfðagafl-
inn var ennþá sami grafsteinn-
inn: JANINE SIEBERT
FÆDD ........ DÁIN ........
Hve margir lifðu það að
standa fyrir framan sinn eigin
grafstein? Janine starði á svarta
bókstafina og henni fannst sem
allt það, sem hún hafði lifað
leystist nú upp í takmarkalaus-
um dapurleika.
Hún leitaði eftir hönd Step-
hans. Án hans hefði hún ekki
afborið að koma hingað aftur.
Til Berlínar, staðarins, sem allt-
af mundi minna hana á Júrgen,
húsið í Atlasstræti, staða, sem
henni þótti vænt um, matsölu-
staða, sem þau höfðu borðað
saman ó, vega, sem þau höfðu
gengið.
Hefði það ekki verið betra,
ef hún mundi aldrei þurfa að
minnast þess? Hefði það ekki
verið henni náð að geta gleymt
öllu — andliti Júrgens, kossum
hans, hamingjustundum þeirra,
höndum hans, sem hann hafði
ætlað að myrða hana með, lyg-
um hans, viðkvæmni hans,
grimmd hans.
Hér á þessum stað hafði hann
staðið og horft á eftir kistunni,
sem hann hélt að Janine hvíldi
í. I gær hafði hann sagt fyrir
réttinum: — Á þeirri stundu
syrgði ég hana í raun og veru.
Hún hafði ekki komizt hjá því
að horfa þá í andlit honum.
Grátt, slappt, tortímt andlit,
sem hún ekki þekkti lengur.
Hún hafði ekki heldur kom-
izt hjá því að gefa sína skýrslu,
lýsa ferðinni til veiðikofans,
kvöldinu áður á heimili Gabrielu
Westphals. Allt þetta myndaði
samfellda mynd og þrátt fyrir
það hafði hún ekki fundið til
neinnar ánægju, þegar dómar-
inn hafði kveðið upp úrskurð
sinn: lífstíðar fangelsi.
— Við skulum fara, sagði hún
lágt við Stephan.
Hann lagði handlegginn utan
um hana.
— Römm inntaka? spurði
hann.
Janine kinkaði kolli. — Mjög
römm, Stephan.
í morgun hafði hann farið með
henni í húsið í Atlasstræti. í
húsið, sem ennþá var haldið
hreinu, eins og eigendurnir
kæmu brátt úr löngu ferðalagi.
Garðurinn, stofan, skáparnir,
sem menn geymdu föt Júrgens.
Hennar föt hafði hann gefið í
burtu. Hún var ánægð yfir að
sjá a.m.k. ekkert af þeim aftur.
Hún hafði þrábeðið Stephan
um að þurfa ekki að fara inn í
húsið aftur, en honum var óþok-
andi.
— Það hefur enga þýðingu að
hlaupa frá þvf, Janine, hafði
hann sagt. — Þú verður að vera
dugleg. Myndir, sem maður ótt-
ast, verður maður að horfa hik-
laust á, aðeins með því móti
missa þær illan svip sinn. Skil-
urðu mig?
— Já, herra læknir, hafði hún
sagt hlýðin og um leið brosað
dálítið angistarlega.
— Hvernig getum við orðið
hamingjusöm saman, Janine, ef
þú losnar ekki við ótta þinn?
Það sem gerzt hefur er liðið, lið-
ið að eilífu og hefur enga þýð-
ingu.
Já, þetta var röm inntaka. Hún
hafði tekið á öllu hugrekki sínu,
hafði heilsað nágrönnunum,
hafði gengið gegn um svefnher-
bergi sitt og nú hafði hún stað-
ið fyrir framan gröfina. E.t.v.
hafði Stephan rétt fyrir sér:
Hæðsla draumsins hverfur, sé
draumurin dreginn fram í dags-
birtuna.
Á morgun mundi legsteina-
höggvarinn koma og meitla nafn
hennar burtu. Þá yrði þessi
skiki gröf eins og allar aðrar
grafir. Húsið í Atlasstræti yrði
selt. Þá yrði það bara eitthvert
hús, sem eitthvað fólk byggi í.
Og ef slæmar endurminningar
munu ásækja mig á dimmri
nóttu, þá verður Stephan hjá
mér. Hann mun vernda mig.
Janine fann hve það var nota-
legt að ganga við hlið hans, í
sama takti og hann, finna hand-
legg hans utan um sig, leggjast
upp að breiðri öxl hans.
— Hvenær fljúgum við aftur
til Múnchen? spurði hún.
— Eftir nákvæmlega þrjár og
hálfa klukkustund.
Hún horfði blinduð upp í sól-
ina, upp í himininn. í fyrsta
sinn þessa síðustu daga tók hún
eftir því hve tært loftið var,
hve það ilmaði þægilega. Alveg
rétt, það var komið vor, lok maí.
— Við munum fá fallegt flug-
veður, sagði Janine.
ENDIR.
HIIAR H DRKIH HflNS HlA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
j Gísli Bjarnason, Efstasundi 15, Reykjavík.
Vinninganna má vitja í skriístofu Vikunnar.
Nafn
Heimili
Örkin er á bls. 20.
50 VIKAN 20-tbl-